Orkumál Bein útsending: Fundur um innviði á Norðurlandi Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins fundar um innviði á Norðurlandi í Hofi á Akureyri milli klukkan 16 og 18. Viðskipti innlent 7.4.2022 15:31 Aukin orkuöflun „grunnforsenda“ þess að ná markmiðum í loftlagsmálum Orkuskipti eru stærsta einstaka viðfangsefnið í átt að kolefnishlutleysi og að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti, að því er kom fram í máli Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI), á ársfundi Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, sem fór fram fyrr í vikunni. Innherji 7.4.2022 12:36 Segir að orðræða XD í orkumálum sé „þreytt og hálfóþolandi“ Á fundi borgarstjórnar í dag var tekist á um orkumál en Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögu sem miðar að því að borgarstjórn álykti um að hvetja Orkuveitu Reykjavíkur til að kanna virkjanamöguleika á starfssvæði OR. Fram undan væru orkuskiptin sem kölluðu á mun meiri raforkuframleiðslu auk þess sem bætt orkuöryggi væri brýnna í ljósi alþjóðamála. Innlent 5.4.2022 17:38 Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. Innlent 4.4.2022 14:05 Óttast að ný Blöndulína í lofti þrengi að byggingarlandi bæjarins Bæjaryfirvöld á Akureyri óttast að hugmyndir Landsnets um lagningu Blöndulínu sem loftlínu alla leið til bæjarins þrengi að framtíðarbyggingarlandi hans. Innlent 1.4.2022 22:02 Rósbjörg ráðin framkvæmdastjóri Orkuklasans Rósbjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri íslenska Orkuklasans og mun hún taka við af Alexander Richter sem hverfur til annarra starfa nú um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 1.4.2022 11:12 Kanna hagkvæmni þess að byggja áburðarverksmiðju Ný áburðarverksmiðja gæti risið á Íslandi. Þrjú fyrirtæki, HS Orka, Kaupfélag Skagfirðinga og Fóðurblandan, hafa ákveðið að kanna hagkvæmni þess að reisa verksmiðju til framleiðslu á tilbúnum áburði og er stefnt að niðurstöðu í haust. Viðskipti innlent 31.3.2022 23:23 Bein útsending: Málþing um bætta orkunýtingu í byggingum Nú stendur yfir málþing Veitna og Grænni byggð um það hvernig bæta orkunýtingu í byggingum. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinni útsendingu hér að neðan. Viðskipti innlent 31.3.2022 10:07 Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. Innlent 30.3.2022 13:01 Tíu prósent allrar raforkuframleiðslu heims nú frá vind- og sólarorku Þeim áfanga var náð á síðasta ári að tíu prósent allrar raforku sem framleitt var á jörðinni fékkst með vind- eða sólarorku í fyrsta sinn. Erlent 30.3.2022 07:19 „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Erlent 25.3.2022 11:12 Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í Hörpu í Reykjavík í dag og hefst klukkan 14. Yfirskrift fundarins er Tökum vel á móti framtíðinni og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Viðskipti innlent 24.3.2022 13:30 Magnús Þór ráðinn forstjóri RARIK Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu 1. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 24.3.2022 09:57 Að halda rétt á spöðunum Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Skoðun 24.3.2022 07:00 Nýsköpun forsenda verðmætasköpunar Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hringiðu, hraðal um nýsköpun í hringrásarhagkerfinu sem er í umsjá KLAK – Icelandic Startups. Í hraðlinum felast skipulagðir fundir, fyrirlestrar og vinnustofur með reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og innlendum og erlendum sérfræðingum. Samstarf 23.3.2022 14:19 Fæðu- og afkomuöryggi Íslands Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: Skoðun 18.3.2022 13:00 Við drögum ekki orkuna upp úr hatti Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur. Skoðun 16.3.2022 13:00 Án nýrrar byggðalínu er tómt mál að tala um aukna orkuvinnslu, orkuskipti eða loftslagsmarkmið Skýrsla ráðherra um stöðu og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna í loftslagsmálum var kynnt nýlega. Það er ánægjulegt að þau sjónarmið sem við hjá Landsneti höfum talað fyrir fá undirtektir hjá höfundum skýrslunnar. Skoðun 16.3.2022 11:31 Loftslagsváin kallar á aukna og græna raforkuframleiðslu Í síðustu viku kom út skýrsla um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum. Í henni er gerð grein fyrir orkuþörf þjóðarinnar með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Í skýrslunni er einnig er farið yfir stöðuna á flutningskerfinu og orkumarkaði, framboði og eftirspurn á raforku sem og hvernig fyrirséð er að þau mál geta þróast næstu mánuði og ár. Skoðun 15.3.2022 19:00 Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Viðskipti innlent 15.3.2022 14:09 Hrefna og Steinn ný í stjórn Samorku Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku í dag sæti í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin. Viðskipti innlent 15.3.2022 14:05 Opinn ársfundur Samorku: Græn framtíð – hvað þarf til? Opinn ársfundur Samorku fer fram í dag þar sem til umræðu verða markmið um kolefnishlutlaust og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040. Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan. Viðskipti innlent 15.3.2022 12:31 Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. Viðskipti innlent 15.3.2022 11:24 Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. Viðskipti innlent 15.3.2022 07:30 Íbúar langþreyttir á rafmagnsleysi: „Þetta er bara fáranlegt“ Íbúi í Dalabyggð er orðin dauðþreytt á langvarandi rafmagnsleysi. Hún segist aldrei hafa upplifað jafnslæman vetur - ekki síðan hún var barn. Innlent 14.3.2022 19:18 Orkuöryggi á ófriðartímum Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Skoðun 11.3.2022 16:01 Þjóð í öfgum Mikil tækifæri eru í vinnslu og sölu orku til Evrópu og jafnvel mætti færa fyrir því rök að á okkur Íslendingum hvíli siðferðisleg skylda sem aðildarland NATÓ að leggja okkar að mörkum til að efla öryggi í álfunni með þeim hætti. Ísland hefur einkum lagt landfræðilega stöðu sína af mörkum til bandalagsins en ástæða er til að velta því upp hvort að framlag Íslands til NATÓ geti einnig tengst orkuöryggi. Umræðan 11.3.2022 12:00 Hrávörustríðið – ný tegund heimsstyrjaldar Innrásin í Úkraínu hefur veruleg áhrif á hrávöru, flutning á henni og hendur til að vinna hrávöru úr jörðu. Grunnur átakanna á svæðinu er beintengdur hagsmunum Rússa er kemur að hrávöru. Skoðun 11.3.2022 10:00 Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Innlent 10.3.2022 21:01 Bein útsending: Iðnþing 2022 „Græn iðnbylting á Íslandi“ er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi á Vísi, en í hópi ræðumanna má finna þrjá ráðherra. Viðskipti innlent 10.3.2022 13:30 « ‹ 31 32 33 34 35 36 37 38 39 … 61 ›
Bein útsending: Fundur um innviði á Norðurlandi Samtök iðnaðarins, Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Landsnet boða til opins fundar um innviði á Norðurlandi í Hofi á Akureyri milli klukkan 16 og 18. Viðskipti innlent 7.4.2022 15:31
Aukin orkuöflun „grunnforsenda“ þess að ná markmiðum í loftlagsmálum Orkuskipti eru stærsta einstaka viðfangsefnið í átt að kolefnishlutleysi og að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti, að því er kom fram í máli Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins (SI), á ársfundi Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, sem fór fram fyrr í vikunni. Innherji 7.4.2022 12:36
Segir að orðræða XD í orkumálum sé „þreytt og hálfóþolandi“ Á fundi borgarstjórnar í dag var tekist á um orkumál en Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögu sem miðar að því að borgarstjórn álykti um að hvetja Orkuveitu Reykjavíkur til að kanna virkjanamöguleika á starfssvæði OR. Fram undan væru orkuskiptin sem kölluðu á mun meiri raforkuframleiðslu auk þess sem bætt orkuöryggi væri brýnna í ljósi alþjóðamála. Innlent 5.4.2022 17:38
Fallið frá skerðingum á stórnotendur og fjarvarmaveitur Landsvirkjun hefur fallið frá skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda og fjarvarmaveitna, í ljósi batnandi vatnsbúskapar síðustu daga. Fyrir helgi var fallið frá áformum um endurkaup raforku. Eftir stendur þó, að skerðingar til fiskimjölsverksmiðja munu vera óbreyttar enn um sinn. Innlent 4.4.2022 14:05
Óttast að ný Blöndulína í lofti þrengi að byggingarlandi bæjarins Bæjaryfirvöld á Akureyri óttast að hugmyndir Landsnets um lagningu Blöndulínu sem loftlínu alla leið til bæjarins þrengi að framtíðarbyggingarlandi hans. Innlent 1.4.2022 22:02
Rósbjörg ráðin framkvæmdastjóri Orkuklasans Rósbjörg Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri íslenska Orkuklasans og mun hún taka við af Alexander Richter sem hverfur til annarra starfa nú um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 1.4.2022 11:12
Kanna hagkvæmni þess að byggja áburðarverksmiðju Ný áburðarverksmiðja gæti risið á Íslandi. Þrjú fyrirtæki, HS Orka, Kaupfélag Skagfirðinga og Fóðurblandan, hafa ákveðið að kanna hagkvæmni þess að reisa verksmiðju til framleiðslu á tilbúnum áburði og er stefnt að niðurstöðu í haust. Viðskipti innlent 31.3.2022 23:23
Bein útsending: Málþing um bætta orkunýtingu í byggingum Nú stendur yfir málþing Veitna og Grænni byggð um það hvernig bæta orkunýtingu í byggingum. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinni útsendingu hér að neðan. Viðskipti innlent 31.3.2022 10:07
Ekkert í raforkulögum sem tryggi að orkan fari í orkuskipti Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það sé ekkert í umgjörð raforkumála hér á landi sem geri stjórnvöldum kleift að ráðstafa roforku til orkuskipta því ekki sé búið að innleiða þriðja orkupakkann að fullu. Þar til það sé frágengið sé allt tal um fleiri virkjanir fyrir orkuskipti innantóm slagorð. Innlent 30.3.2022 13:01
Tíu prósent allrar raforkuframleiðslu heims nú frá vind- og sólarorku Þeim áfanga var náð á síðasta ári að tíu prósent allrar raforku sem framleitt var á jörðinni fékkst með vind- eða sólarorku í fyrsta sinn. Erlent 30.3.2022 07:19
„Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Erlent 25.3.2022 11:12
Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Ársfundur Landsvirkjunar fer fram í Hörpu í Reykjavík í dag og hefst klukkan 14. Yfirskrift fundarins er Tökum vel á móti framtíðinni og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Viðskipti innlent 24.3.2022 13:30
Magnús Þór ráðinn forstjóri RARIK Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. og tekur hann við starfinu 1. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 24.3.2022 09:57
Að halda rétt á spöðunum Er von á garra, gjólu eða blæstri næstu daga? Eða kannski næðingi og stinningskalda? Það er varla tilviljun að íslenskan nær yfir á annað hundrað slíkra blæbrigða vindsins. Skoðun 24.3.2022 07:00
Nýsköpun forsenda verðmætasköpunar Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hringiðu, hraðal um nýsköpun í hringrásarhagkerfinu sem er í umsjá KLAK – Icelandic Startups. Í hraðlinum felast skipulagðir fundir, fyrirlestrar og vinnustofur með reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og innlendum og erlendum sérfræðingum. Samstarf 23.3.2022 14:19
Fæðu- og afkomuöryggi Íslands Árið 2021 var rituð skýrsla fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem heitir „Fæðuöryggi á Íslandi“ og var unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar kemur fram að eiginlegt fæðuöryggi Íslendinga sé háð fjórum meginforsendum: Skoðun 18.3.2022 13:00
Við drögum ekki orkuna upp úr hatti Það virðist sem að á síðustu árum hafi ríkt ákveðin hræðsla að ræða orkumál á Íslandi sem leitt hefur til ákveðnar stöðnunar hér á landi. Skort hefur hugrekki til þess að taka þessa umræðu af fullri alvöru og afleiðingarnar blasa við okkur. Skoðun 16.3.2022 13:00
Án nýrrar byggðalínu er tómt mál að tala um aukna orkuvinnslu, orkuskipti eða loftslagsmarkmið Skýrsla ráðherra um stöðu og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna í loftslagsmálum var kynnt nýlega. Það er ánægjulegt að þau sjónarmið sem við hjá Landsneti höfum talað fyrir fá undirtektir hjá höfundum skýrslunnar. Skoðun 16.3.2022 11:31
Loftslagsváin kallar á aukna og græna raforkuframleiðslu Í síðustu viku kom út skýrsla um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum. Í henni er gerð grein fyrir orkuþörf þjóðarinnar með vísan til áherslna og markmiða stjórnvalda í loftslagsmálum. Í skýrslunni er einnig er farið yfir stöðuna á flutningskerfinu og orkumarkaði, framboði og eftirspurn á raforku sem og hvernig fyrirséð er að þau mál geta þróast næstu mánuði og ár. Skoðun 15.3.2022 19:00
Tafarlaust þurfi að tryggja raforku og heitt vatn til framtíðar Samorka kallar eftir tafarlausum aðgerðum í ályktun aðalfundar, sem fram fór í Hörpu í dag. Tryggja þurfi næga raforku og heitt vatn til framtíðar, svo hægt verði að mæta fólksfjölgun, nýjum atvinnutækifærum, aukinni rafvæðingu samfélagsins, vályndu veðri og ekki síst metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum. Viðskipti innlent 15.3.2022 14:09
Hrefna og Steinn ný í stjórn Samorku Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku í dag sæti í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin. Viðskipti innlent 15.3.2022 14:05
Opinn ársfundur Samorku: Græn framtíð – hvað þarf til? Opinn ársfundur Samorku fer fram í dag þar sem til umræðu verða markmið um kolefnishlutlaust og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040. Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með honum í spilara að neðan. Viðskipti innlent 15.3.2022 12:31
Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. Viðskipti innlent 15.3.2022 11:24
Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. Viðskipti innlent 15.3.2022 07:30
Íbúar langþreyttir á rafmagnsleysi: „Þetta er bara fáranlegt“ Íbúi í Dalabyggð er orðin dauðþreytt á langvarandi rafmagnsleysi. Hún segist aldrei hafa upplifað jafnslæman vetur - ekki síðan hún var barn. Innlent 14.3.2022 19:18
Orkuöryggi á ófriðartímum Því miður þarf oft alvöru átök til að vekja fólk þegar kemur að orkuöryggismálum þjóða. Sagan hefur samt margoft sýnt okkur að jarðefnaeldsneyti er ekki alltaf friðsælasta orkan sem völ er á. Hvað olíu varðar er ástæðan ósköp einföld, öll ríki þurfa olíu en aðeins örfá ríki framleiða olíu. Þetta eitt og sér skapar valdaójafnvægi sem oft hefur valdið titringi á alþjóðasviðinu. Skoðun 11.3.2022 16:01
Þjóð í öfgum Mikil tækifæri eru í vinnslu og sölu orku til Evrópu og jafnvel mætti færa fyrir því rök að á okkur Íslendingum hvíli siðferðisleg skylda sem aðildarland NATÓ að leggja okkar að mörkum til að efla öryggi í álfunni með þeim hætti. Ísland hefur einkum lagt landfræðilega stöðu sína af mörkum til bandalagsins en ástæða er til að velta því upp hvort að framlag Íslands til NATÓ geti einnig tengst orkuöryggi. Umræðan 11.3.2022 12:00
Hrávörustríðið – ný tegund heimsstyrjaldar Innrásin í Úkraínu hefur veruleg áhrif á hrávöru, flutning á henni og hendur til að vinna hrávöru úr jörðu. Grunnur átakanna á svæðinu er beintengdur hagsmunum Rússa er kemur að hrávöru. Skoðun 11.3.2022 10:00
Þurfum að hlaupa miklu hraðar í orkumálum Samtök iðnaðarins segja hækkanir á heimsmarkaðsverði á eldsneyti setja enn meiri þrýsting á stjórnvöld að hraða orkuskiptum. Þörf sé á gríðarlegum fjárfestingum í orkuiðnaði. Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að stjórnvöld þvælist ekki fyrir atvinnulífinu í málinu. Innlent 10.3.2022 21:01
Bein útsending: Iðnþing 2022 „Græn iðnbylting á Íslandi“ er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með þinginu í beinu streymi á Vísi, en í hópi ræðumanna má finna þrjá ráðherra. Viðskipti innlent 10.3.2022 13:30