Sænsk flugvélaleiga kaupir fjörutíu rafmagnsflugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2023 13:31 ES-30 rafmagnsflugvélin sýnd í litum Rockton-flugvélaleigunnar. Teikning/Heart Aerospace Sænska flugvélaleigan Rockton hefur samið um kaup á allt að fjörutíu rafmagnsflugvélum af gerðinni ES-30 frá sænska flugvélaframleiðandanum Heart Aerospace. Með samningnum breytti Rocton fyrri viljayfirlýsingu í skuldbindandi kaupsamning um tuttugu flugvélar og um kauprétt á tuttugu flugvélum til viðbótar. Icelandair horfir einnig til þessarar sömu flugvélar til að ryðja brautina í orkuskiptum í íslenska innanlandsfluginu og undirritaði síðastliðið haust viljayfirlýsingu við Heart Aerospace um kaup á allt að fimm þrjátíu sæta ES-30 flugvélum. Áður hafði Icelandair ásamt fleiri aðilum í fluggeiranum gert samstarfssamning við sænska flugvélaframleiðandann um þróun rafmagnsflugvélar sem gæti þjónað styttri flugleiðum. ES-30 flugvélin í litum Icelandair.Heart Aerospace Stefnt er að því að ES-30 flugvélin fari í notkun árið 2028. Heart Aerospace tilkynnti í fyrra að hún yrði tvinnvél en ekki eingöngu rafmagnsvél til að auka flugdrægi hennar. Hún mun þó fullsetin þrjátíu farþegum geta þjónað flugvöllum í tvöhundruð kílómetra fjarlægð eingöngu á rafmagni, auk þess að hafa tilskilið lágmarks varaafl. Tvinn-viðbótin með sjálfbæru flugvélaeldsneyti eykur flugdrægið upp í fjögurhundruð kílómetra og upp í áttahundruð kílómetra ef farþegar um borð eru 25 talsins. „Áhugi og þörf flugiðnaðarins til sjálfbærra orkuskipta eykst dag frá degi og ES-30 er vænlegasta tæknin sem til er fyrir styttri flugleiðir. Tvinn-uppsetning hennar gerir kleift að hafa nauðsynlegt drægi og burðargetu fyrir atvinnuflugmarkaðinn og flugvélin verður stöðugt uppfærð eftir því sem ný endurbætt rafhlöðutækni verður fáanleg,“ segir Niklas Lund, framkvæmdastjóri Rockton. „Norðurlönd verða leiðandi í innleiðingu rafflugs og þar er þegar byrjað á nokkrum innviðaverkefnum. Sem sænskt leigufyrirtæki ætlar Rockton klárlega að vera hluti af þessum brautryðjendaanda og við erum ánægð með að hafa þá sem samstarfsaðila,“ segir Simon Newitt, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Heart Aerospace í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram að Heart Aerospace hafi núna samtals 250 fastar pantanir í ES-30, með valréttum og kauprétti fyrir 120 flugvélum til viðbótar. Félagið hafi þar að auki viljayfirlýsingar um 91 flugvél til viðbótar. Tölvuteiknað myndband af ES-30 flugvélinni í litum Icelandair var sýnt í þessari frétt Stöðvar 2 síðastliðið haust: Fréttir af flugi Orkuskipti Svíþjóð Icelandair Loftslagsmál Orkumál Tengdar fréttir Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Icelandair horfir einnig til þessarar sömu flugvélar til að ryðja brautina í orkuskiptum í íslenska innanlandsfluginu og undirritaði síðastliðið haust viljayfirlýsingu við Heart Aerospace um kaup á allt að fimm þrjátíu sæta ES-30 flugvélum. Áður hafði Icelandair ásamt fleiri aðilum í fluggeiranum gert samstarfssamning við sænska flugvélaframleiðandann um þróun rafmagnsflugvélar sem gæti þjónað styttri flugleiðum. ES-30 flugvélin í litum Icelandair.Heart Aerospace Stefnt er að því að ES-30 flugvélin fari í notkun árið 2028. Heart Aerospace tilkynnti í fyrra að hún yrði tvinnvél en ekki eingöngu rafmagnsvél til að auka flugdrægi hennar. Hún mun þó fullsetin þrjátíu farþegum geta þjónað flugvöllum í tvöhundruð kílómetra fjarlægð eingöngu á rafmagni, auk þess að hafa tilskilið lágmarks varaafl. Tvinn-viðbótin með sjálfbæru flugvélaeldsneyti eykur flugdrægið upp í fjögurhundruð kílómetra og upp í áttahundruð kílómetra ef farþegar um borð eru 25 talsins. „Áhugi og þörf flugiðnaðarins til sjálfbærra orkuskipta eykst dag frá degi og ES-30 er vænlegasta tæknin sem til er fyrir styttri flugleiðir. Tvinn-uppsetning hennar gerir kleift að hafa nauðsynlegt drægi og burðargetu fyrir atvinnuflugmarkaðinn og flugvélin verður stöðugt uppfærð eftir því sem ný endurbætt rafhlöðutækni verður fáanleg,“ segir Niklas Lund, framkvæmdastjóri Rockton. „Norðurlönd verða leiðandi í innleiðingu rafflugs og þar er þegar byrjað á nokkrum innviðaverkefnum. Sem sænskt leigufyrirtæki ætlar Rockton klárlega að vera hluti af þessum brautryðjendaanda og við erum ánægð með að hafa þá sem samstarfsaðila,“ segir Simon Newitt, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Heart Aerospace í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur fram að Heart Aerospace hafi núna samtals 250 fastar pantanir í ES-30, með valréttum og kauprétti fyrir 120 flugvélum til viðbótar. Félagið hafi þar að auki viljayfirlýsingar um 91 flugvél til viðbótar. Tölvuteiknað myndband af ES-30 flugvélinni í litum Icelandair var sýnt í þessari frétt Stöðvar 2 síðastliðið haust:
Fréttir af flugi Orkuskipti Svíþjóð Icelandair Loftslagsmál Orkumál Tengdar fréttir Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. 7. mars 2023 22:20
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33