Efnahagsmál „Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. Innlent 2.5.2021 15:08 Hefðu viljað sjá skattaafslátt eftir langvarandi atvinnuleysi Þingmaður Samfylkingarinnar hefði viljað frekari úrræði fyrir námsmenn og þá sem glímt hafa við langvarandi atvinnuleysi í nýjum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sé hins vegar fagnaðarefni að ýmis mikilvæg úrræði hafi verið framlengd út árið en ekki aðeins í einn eða tvo mánuði. Innlent 1.5.2021 13:00 Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. Innlent 30.4.2021 23:31 Segir samdrátt hafa verið minni en áætlað var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðspurð um hvort að ríkissjóður standi undir nýjasta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar, ofan á þá fyrri, að ríkisstjórnin meti það sem svo að samdráttur hafi verið minni en spáð var, meðal annars einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. Innlent 30.4.2021 13:48 Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. Innlent 30.4.2021 12:18 Ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi Verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár og óttast forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að grípa þurfi til vaxtahækkana sem muni bíta heimilin sérstaklega. Launaþróun spili stóran þátt og ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi. Viðskipti innlent 29.4.2021 19:30 Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. Viðskipti innlent 29.4.2021 11:59 Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. Viðskipti innlent 29.4.2021 09:19 Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. Viðskipti innlent 28.4.2021 09:48 Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 2,5 prósent í fyrra Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%. Viðskipti innlent 26.4.2021 10:44 Halla segir orðræðu Þorsteins um verkalýðshreyfinguna „ljótt áróðursbragð“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sakar verkalýðshreyfinguna um að afneita staðreyndum um áhrif launahækkana á efnahagsþróun og samkeppnishæfni. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Þorstein beita ljótum áróðursbrögðum. Innlent 25.4.2021 12:56 Það sem Njáll sagði ykkur ekki Skoðun 23.4.2021 12:31 Hátt í tíu milljarðar króna greiddir út í tekjufallsstyrki Hátt í tíu milljarðar króna hafa verið greiddir út í tekjufallsstyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 23.4.2021 11:34 Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. Innlent 21.4.2021 14:29 „Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna“ „Við erum við krossgötur núna. Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna þegar að okkur er að takast núna á næstu vikum að bólusetja alla viðkvæmu hópana, allar eldri kynslóðirnar og koma framlínufólkinu öllu í bólusetningu. Maí og júní eru eins konar úrslitamánuðir hjá okkur til þess að stórauka bólusetningar með auknum fjölda í hverri viku og þetta breytir auðvitað allri vígstöðu í málum. Að því leytinu til er allt að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Innlent 18.4.2021 14:24 Rökræddu stöðuna í stjórnmálum: „Eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð“ Íslenskir stjórnmálamenn standa sig betur á krepputímum og stjórnvöldum er vel treystandi til að takast á við áföllin af völdum heimsfaraldurs innanlands að mati Guðna Ágústssonar. Þorsteinn Pálsson vill hins vegar hefja gjaldmiðlasamstarf við Evrópusambandið samhliða endurreisn ríkisfjármála. Innlent 18.4.2021 12:11 Segir frábært hvað ræst hefur úr fisksölu í faraldri Aflabrögð á vetrarvertíð í Grindavík hafa verið mjög góð frá áramótum. Hjá stærstu útgerðinni, Þorbirni, hefur sala sjávarafurða á erlenda markaði gengið vonum framar og verðlækkanir vegna covid-faraldursins reynst minni en óttast var. Viðskipti innlent 16.4.2021 21:21 Stefna ójafnaðar Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Skoðun 16.4.2021 11:31 Aukning í heildarkortaveltu í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í mars, en 24% aukning var í kortaveltu innanlands tengd verslun og þjónustu miðað við fast verðlag. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag en 2% samdráttur var í kortaveltu Íslendinga erlendis. Viðskipti innlent 16.4.2021 11:14 Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum. Viðskipti innlent 15.4.2021 16:33 Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. Innlent 14.4.2021 19:20 Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Viðskipti innlent 14.4.2021 12:04 Stjórnvöld höfðu samband við AGS sem uppfærði mat á aðgerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur leiðrétt upplýsingar sem sjóðurinn birti á dögunum um samanburð á umfangi stuðningsaðgerða ríkja vegna Covid-19 og sett Ísland í hóp „grænna“ ríkja. Ísland var áður flokkað „rautt“. Viðskipti innlent 14.4.2021 11:44 Arðsöm verðmætasköpun Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Skoðun 9.4.2021 08:00 Segir réttara að tíu prósent hagkerfisins séu í lagi Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir fullyrðingar Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors um að níutíu prósent hagkerfisins séu í lagi vera fjarri lagi. Þrátt fyrir að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni hafi hagkerfið átt magurra ár í fyrra samanborið við 2019. Viðskipti innlent 8.4.2021 18:51 90% af hagkerfinu í lagi? Frekar 10% Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. Skoðun 8.4.2021 13:30 Skammaðist sín fyrir að hafa unnið í íslenskum banka Þegar hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hætti að vinna í íslenska bankakerfinu árið 2009 lofaði hún sjálfri sér að vinna aldrei framar í fjármálageiranum. Hún starfaði í greiningardeild Landsbankans á árunum 2007 til 2009 og segir það hafa verið mikinn skóla að upplifa þar hátind góðærisins, fjármálahrunið og eftirmála þess. Viðskipti innlent 8.4.2021 07:31 Viðraði hugmyndir um sérstakan „pott“ fyrir fjárfestingar hins opinbera Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir fjárfestingu hins opinbera ekki hafa vaxið og að rekja megi það til samdráttar hjá sveitarfélögum. Hann sér fyrir sér að hægt væri að breyta fjárfestingarfyrirkomulagi hjá hinu opinbera, til að mynda með opinberum potti fyrir fjárfestingar. Viðskipti innlent 2.4.2021 16:30 Dálítið eins og stjórnvöld „séu í öðrum heimi“ Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor telur að búa þurfi til heildaráætlun með heildarhagsmuni að leiðarljósi, ekki aðeins einnar atvinnugreinar, þegar litið er til komu ferðamanna hingað til lands. Hann telur viðleitni stjórnvalda til að greiða leið ferðamanna hingað til lands frá og með 1. maí koma of snemma. Hann segir að stjórnvöld virðist með áformum sínum „í öðrum heimi.“ Innlent 30.3.2021 20:52 Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. Viðskipti innlent 29.3.2021 23:34 « ‹ 42 43 44 45 46 47 48 49 50 … 71 ›
„Ef verðbólga fer vaxandi í Bandaríkjunum þá fara vextir í heiminum upp“ Gylfi Zoega hagfræðiprófessor segir að þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum muni hafa gríðarleg áhrif á alþjóðahagkerfið í kjölfar heimsfaraldursins. Hann segir launahækkanir hér á landi hafa neikvæð áhrif á samkeppnisgreinar eins og ferðaþjónustu. Innlent 2.5.2021 15:08
Hefðu viljað sjá skattaafslátt eftir langvarandi atvinnuleysi Þingmaður Samfylkingarinnar hefði viljað frekari úrræði fyrir námsmenn og þá sem glímt hafa við langvarandi atvinnuleysi í nýjum efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sé hins vegar fagnaðarefni að ýmis mikilvæg úrræði hafi verið framlengd út árið en ekki aðeins í einn eða tvo mánuði. Innlent 1.5.2021 13:00
Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. Innlent 30.4.2021 23:31
Segir samdrátt hafa verið minni en áætlað var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðspurð um hvort að ríkissjóður standi undir nýjasta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar, ofan á þá fyrri, að ríkisstjórnin meti það sem svo að samdráttur hafi verið minni en spáð var, meðal annars einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. Innlent 30.4.2021 13:48
Gefa nýja ferðagjöf, útvíkka viðspyrnustyrki og greiða 100 þúsund til atvinnulausra Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins munu fá 100 þúsund króna eingreiðslu sem hluta af nýjum aðgerðapakka stjórnvalda. Þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. Innlent 30.4.2021 12:18
Ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi Verðbólga hefur ekki verið meiri í átta ár og óttast forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins að grípa þurfi til vaxtahækkana sem muni bíta heimilin sérstaklega. Launaþróun spili stóran þátt og ógnvekjandi að sjá verðbólguna vaxa í miklu atvinnuleysi. Viðskipti innlent 29.4.2021 19:30
Íbúðaverð ekki hækkað eins mikið milli mánaða frá 2016 Auknar líkur eru á því að Seðlabankinn muni grípa til vaxtahækkana á næstunni að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar hefur íbúðaverð ekki hækkað eins mikið á milli mánaða frá árinu 2016. Viðskipti innlent 29.4.2021 11:59
Verðbólga ekki verið hærri í átta ár Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,6% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,6%. Viðskipti innlent 29.4.2021 09:19
Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. Viðskipti innlent 28.4.2021 09:48
Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um 2,5 prósent í fyrra Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%. Viðskipti innlent 26.4.2021 10:44
Halla segir orðræðu Þorsteins um verkalýðshreyfinguna „ljótt áróðursbragð“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sakar verkalýðshreyfinguna um að afneita staðreyndum um áhrif launahækkana á efnahagsþróun og samkeppnishæfni. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Þorstein beita ljótum áróðursbrögðum. Innlent 25.4.2021 12:56
Hátt í tíu milljarðar króna greiddir út í tekjufallsstyrki Hátt í tíu milljarðar króna hafa verið greiddir út í tekjufallsstyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 23.4.2021 11:34
Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. Innlent 21.4.2021 14:29
„Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna“ „Við erum við krossgötur núna. Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna þegar að okkur er að takast núna á næstu vikum að bólusetja alla viðkvæmu hópana, allar eldri kynslóðirnar og koma framlínufólkinu öllu í bólusetningu. Maí og júní eru eins konar úrslitamánuðir hjá okkur til þess að stórauka bólusetningar með auknum fjölda í hverri viku og þetta breytir auðvitað allri vígstöðu í málum. Að því leytinu til er allt að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Innlent 18.4.2021 14:24
Rökræddu stöðuna í stjórnmálum: „Eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð“ Íslenskir stjórnmálamenn standa sig betur á krepputímum og stjórnvöldum er vel treystandi til að takast á við áföllin af völdum heimsfaraldurs innanlands að mati Guðna Ágústssonar. Þorsteinn Pálsson vill hins vegar hefja gjaldmiðlasamstarf við Evrópusambandið samhliða endurreisn ríkisfjármála. Innlent 18.4.2021 12:11
Segir frábært hvað ræst hefur úr fisksölu í faraldri Aflabrögð á vetrarvertíð í Grindavík hafa verið mjög góð frá áramótum. Hjá stærstu útgerðinni, Þorbirni, hefur sala sjávarafurða á erlenda markaði gengið vonum framar og verðlækkanir vegna covid-faraldursins reynst minni en óttast var. Viðskipti innlent 16.4.2021 21:21
Stefna ójafnaðar Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Skoðun 16.4.2021 11:31
Aukning í heildarkortaveltu í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í mars, en 24% aukning var í kortaveltu innanlands tengd verslun og þjónustu miðað við fast verðlag. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag en 2% samdráttur var í kortaveltu Íslendinga erlendis. Viðskipti innlent 16.4.2021 11:14
Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum. Viðskipti innlent 15.4.2021 16:33
Hætta á bólumyndun í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu Hætta er á bólumyndun í verði á íbúðarhúsnæði þar sem byggingafyrirtækin anna ekki eftirspurninni á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu að mati Seðlabankans. Bankinn boðar einnig vaxtahækkanir ef vöruverð lækki ekki í samræmi við styrkingu krónunnar að undanförnu en verðbólga er enn langt yfir markmiði Seðlabankans. Innlent 14.4.2021 19:20
Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Viðskipti innlent 14.4.2021 12:04
Stjórnvöld höfðu samband við AGS sem uppfærði mat á aðgerðum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur leiðrétt upplýsingar sem sjóðurinn birti á dögunum um samanburð á umfangi stuðningsaðgerða ríkja vegna Covid-19 og sett Ísland í hóp „grænna“ ríkja. Ísland var áður flokkað „rautt“. Viðskipti innlent 14.4.2021 11:44
Arðsöm verðmætasköpun Þegar ríkið setur fjármuni í verkefni, sérstaklega nú á Covid tímum þá er nauðsynlegt að huga að þeirri arðsemi sem fylgir hverju verkefni á vegum hins opinbera. Skoðun 9.4.2021 08:00
Segir réttara að tíu prósent hagkerfisins séu í lagi Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir fullyrðingar Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors um að níutíu prósent hagkerfisins séu í lagi vera fjarri lagi. Þrátt fyrir að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni hafi hagkerfið átt magurra ár í fyrra samanborið við 2019. Viðskipti innlent 8.4.2021 18:51
90% af hagkerfinu í lagi? Frekar 10% Kastljósviðtal við Gylfa Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmann í peningastefnunefnd Seðlabankans, fyrir páska vakti nokkra athygli. Þar sagði Gylfi að „stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi“ og að aðeins væri kreppa í ferðaþjónustu sem í eðlilegu árferði leggur til um 10% af landsframleiðslu. Skoðun 8.4.2021 13:30
Skammaðist sín fyrir að hafa unnið í íslenskum banka Þegar hagfræðingurinn Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hætti að vinna í íslenska bankakerfinu árið 2009 lofaði hún sjálfri sér að vinna aldrei framar í fjármálageiranum. Hún starfaði í greiningardeild Landsbankans á árunum 2007 til 2009 og segir það hafa verið mikinn skóla að upplifa þar hátind góðærisins, fjármálahrunið og eftirmála þess. Viðskipti innlent 8.4.2021 07:31
Viðraði hugmyndir um sérstakan „pott“ fyrir fjárfestingar hins opinbera Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir fjárfestingu hins opinbera ekki hafa vaxið og að rekja megi það til samdráttar hjá sveitarfélögum. Hann sér fyrir sér að hægt væri að breyta fjárfestingarfyrirkomulagi hjá hinu opinbera, til að mynda með opinberum potti fyrir fjárfestingar. Viðskipti innlent 2.4.2021 16:30
Dálítið eins og stjórnvöld „séu í öðrum heimi“ Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor telur að búa þurfi til heildaráætlun með heildarhagsmuni að leiðarljósi, ekki aðeins einnar atvinnugreinar, þegar litið er til komu ferðamanna hingað til lands. Hann telur viðleitni stjórnvalda til að greiða leið ferðamanna hingað til lands frá og með 1. maí koma of snemma. Hann segir að stjórnvöld virðist með áformum sínum „í öðrum heimi.“ Innlent 30.3.2021 20:52
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. Viðskipti innlent 29.3.2021 23:34