

Innslag Berglindar Festival í spjallþættinum Vikunni með Gísla Marteini, þar sem inntakið er fáviska landans um uppruna páskana, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Kirkjunnar fólk notar píslarsöguna úr Biblíunni til að sýna fram á meinta vitleysu sjónvarpsfólksins.
Elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, Freyja, var stofnuð árið 1918. Á sögulegum og krefjandi tíma ákváðu nokkrir félagar að nú væri frábær tími til að setja á laggirnar sælgætisgerð. Á þessum tíma var Ísland að öðlast fullveldi frá Danmörku, spænska veikin gekk yfir Reykjavík, fyrri heimsstyrjöldinni var að ljúka og ofan á allt gaus ein stærsta eldstöð landsins, Katla.
Rakel María Hjaltadóttir hársnyrtir, förðunarfræðingur og ofurskvísa sýnir okkur hvernig má töfra fram einfalda hárgreiðslu fyrir fermingardaginn án mikillar fyrirhafnar.
Rakel María Hjaltadóttir förðunarfræðingur og ofurskvísa sýnir okkur hvernig má töfra fram einfalda og fallega förðun fyrir fermingardaginn án mikillar fyrirhafnar.
Páskaegg eru ódýrust í Bónus en dýrust í 10-11. Verð á páskaeggjum hefur hækkað um 3 til 22 prósent frá því í fyrra
Tíminn líður sannarlega hratt þegar við höfum eitthvað að hlakka til og það þýðir að fyrir bragðarefi landsins eru páskarnir rétt handan við hornið, þó enn sé rúmur mánuður til stefnu.
Vök Baths, sem eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði, eru heitar náttúrulaugar sem opnuðu sumarið 2019 og hafa notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna og heimamanna.
„Ef menn eru séðir þá ætti að vera hægt að ná einhverjum sjö eða átta stórum páskaeggjum ofan í pokann.“
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um 22 líkamsárásir um páskahelgina, þar af tvær alvarlegar. Ellefu sinnum var kallað á lögreglu vegna heimilisofbeldis.
Páskahelgin er að baki og nutu vonandi sem flestir sín vel. Fjölmargir nutu páskanna á skíðum, á meðan aðrir skelltu sér til Ísafjarðar á Aldrei fór ég suður eða höfðu það huggulegt uppi í bústað.
Talsverður erill var hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær og í nótt. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að drykkja fólks yfir páskana hafi haft nokkuð um það að segja.
„Friður og fjölmenning“ yfirskrift þáttar sem framleiddur er af Fríkirkjunni í Reykjavík og sýndur verður á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag.
Stór hópur fólks þarf að leita aðstoðar hjálparsamtaka um Páskana að sögn framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Beiðnum um aðstoð hafi fjölgað mikið og verðhækkanir undanfarinna missera eru farnar að bíta.
Fagurkerinn og matgæðingurinn María Gomez á sér engar sérstakar páskahefðir en segir sínar bestu minningar hafa verið sem barn í klaustri með kaþólskum nunnum. Í seinni tíð hafa þó samverustundir með fjölskyldunni fengið meira vægi ásamt eftirréttunum góðu sem að sjálfsögðu fylgja með.
Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki.
Allir sumarbústaðir, sem skipta þúsundum í Uppsveitum Árnessýslu eru fullir af fólki nú um páskahelgina. Sundlaugarnar eru vinsælasti afþreyingastaður fólksins í fríinu sínu.
Þeir Auðunn Blöndal og Steindi Jr. standa fyrir stórskemmtilegu páskabingói Blökastsins klukkan 20:00 í kvöld. Sýnt verður frá bingóinu í opinni dagskrá og beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atriði sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs.
Páskahátíðin er gengin í garð með tilheyrandi matarboðum og kræsingum. Páskalambið er löngu orðið að fastri hefð hjá mörgum en eftirrétturinn á það til að flækjast fyrir fólki.
Þremenningarnir í Blökastinu, Auddi, Steindi og Egill, standa fyrir stórskemmtilegu páskabingói í kvöld á föstudaginn langa.
Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða.
Laufey Rós Hallsdóttir hefur notið mikilla vinsælda á Facebook hópnum Gamaldags matur þar sem hún sýnir huggulegan heimilismat. Samhliða matseldinni undirbýr Laufey fermingu sonar síns en sá sér þó fært að deila með lesendum Vísis uppskrift af girnilegri ostaköku sem hún hyggist galdra fram yfir páskahátíðina.
„Titill sýningarinnar er sóttur í kristna trú,“ segir listamaðurinn Sigurður Unnar sem er að opna sýninguna Lömb og Guðir á morgun, á föstudaginn langa. Blaðamaður tók púlsinn á honum.
Þorbjörn Hlynur Árnason, fv. prestur og prófastur á Borg á Mýrum, var til viðtals í Íslandi í dag á miðvikudag um þýðingu páskahátíðarinnar fyrir kristna menn. Viðtalið má sjá í síðari hluta innslagsins hér að ofan.
Páskahelgin er fram undan með tilheyrandi rauðum dögum, súkkulaðiáti og almennri gleði.
Karen Eva Harðardóttir er bakari á Apótekinu og er hún mikill sérfræðingur í páskaeftirréttum.
Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu verða lokaðar yfir páskana, frá skírdegi og fram yfir annan í páskum. Þetta eru dagarnir 6. til 10. apríl.
Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana.
Farþegar sem hyggjast leggja leið sína í gegnum Keflavíkurflugvöll um páskana eru hvattir til þess að bóka fyrir fram bílastæði við flugstöðina. Allar líkur eru á að langtímastæði við Keflavíkurflugvöll verði fullnýtt í kringum páskahátíðina.
Bónus var oftast með lægsta verð á páskaeggjum í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var þann 28. mars, í 28 af 32 tilvikum.