Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Ómögulegt að spá um úrslit Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag. Erlent 13.10.2005 14:54 Stefnir í metkjörsókn Það stefnir í metkjörsókn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og langar raðir eru við kjörstaði nú á kosningadaginn. Athygli manna beinist einkum að örlitlu broti kjósenda. Erlent 13.10.2005 14:54 Mikilvægustu kosningar sögunnar Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Erlent 13.10.2005 14:54 Vinnur Kerry á hæðinni? Líkur á að George Bush vinni forsetakosningarnar virðast vera frekar litlar miðað við þá hefð að þeir frambjóðendur sem eru hærri sigra yfirleitt í kosningunum. Erlent 13.10.2005 14:54 Springsteen og Crowe hjá Kerry Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum........... Erlent 13.10.2005 14:54 Kusu á miðnætti Fyrstu tölur í bandarísku forsetakosningunum lágu fyrir skömmu eftir miðnætti að staðartíma, skömmu eftir klukkan fimm í gærmorgun að íslenskum tíma. Þá voru tvö lítil samfélög í New Hampshire búin að kjósa og telja atkvæði, langt á undan öllum öðrum. Erlent 13.10.2005 14:54 Þúsundir sjálfboðaliða við smölun Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Erlent 13.10.2005 14:53 Fylgið aldrei jafnara Fylgi Johns Kerrys og George Bush er jafnt í þeim ríkjum sem harðast er barist um samkvæmt nýrri skoðanakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN, dagblaðsins<em> USA Today</em> og Gallup. Í þeim sex ríkjum sem talin eru skipta sköpum er afgerandi munur í tveim fylkjum: Wisconsin, þar sem Bush leiðir með átta prósentustigum, og Minnesota, þar sem Kerry leiðir með sama mun. Erlent 13.10.2005 14:53 Frambjóðendur á ferð og flugi Ferðalög bandarísku forsetaframbjóðendanna náðu hámarki í gær þegar þeir voru á ferð og flugi frá morgni til kvölds á síðasta degi sínum í formlegri kosningabaráttu fyrir kosningarnar í dag. Erlent 13.10.2005 14:53 Líka kosið í öldungadeildina Þó að athygli umheimsins beinist einkum að forsetakosningunum í Bandaríkjunum er kosið um fleira, til að mynda um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ingólfur Bjarni, sem er í Washington, kannaði hvaða áhrif þær kosningar gætu haft. Erlent 13.10.2005 14:54 Aldrei meira lagt í baráttuna Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna fara fram í dag. Hvort sem litið er til fjárútláta eða mannafla er ljóst að aldrei hefur verið lagt meira í kosningabaráttu en núna. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 14:53 Heimsendakosningar blasa við Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Erlent 13.10.2005 14:54 Veltur á mætingu á kjörstað Hörð barátta og lítill fylgismunur einkennir síðustu daga kosningabaráttu þeirra Bush og Kerrys um hvor verði næsti forseti Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur segja að kosningarnar muni að öllum líkindum ráðast af því hvorum flokknum, demókrötum eða rebúblikönum, mun ganga betur að ná sínum kjósendum á kjörstað. Erlent 13.10.2005 14:53 Ungir kjósa Kerry Búist er við mun meiri þátttöku ungs fólks en áður í forsetakosningunum vestanhafs á morgun. Bandarískur sérfræðingur í kosningahegðun segir unga kjósendur líklegri til þess að kjósa Kerry en Bush. Erlent 13.10.2005 14:54 Skortur á starfsmönnum Þjálfaðir kosningastarfsmenn eru fjórðungi færri en þeir þurfi að vera til þess að bandarísku forsetakosningarnar gangi hratt og örugglega fyrir sig að sögn bandarískrar eftirlitsnefndar með framkvæmd kosninga. Um það bil 1,4 milljónir manna hafa verið þjálfaðar til starfsins en hálfa milljón vantar til viðbótar. Erlent 13.10.2005 14:53 Dýrasta kosningabarátta sögunnar Stóru flokkarnir hafa slegið öll fyrri met í fjárútlátum í aðdraganda kosninganna sem fara fram á morgun. Þeir hafa þegar varið meira en fjörutíu milljörðum króna í auglýsingar einar sér og er það þrefalt hærri fjárhæð en flokkarnir notuðu til að kaupa auglýsingar í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Erlent 13.10.2005 14:53 Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð Hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry......... Erlent 13.10.2005 14:53 Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. Erlent 13.10.2005 14:53 Gæti vart verið jafnara Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Erlent 13.10.2005 14:53 Cherie Blair á móti Bush? Cherie Blair, eiginkona Tony Blair, hefur verið ásökuð fyrir að halda úti áróðri gegn George Bush í fyrirlestrum sem hún hefur haldið í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Í fyrirlestrum sínum hefur Cherie meðal annars fagnað úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um að hafna beiðni Hvíta Hússins um að ekki mætti hleypa mannréttindasamtökum í fangelsið á Guantanamo flóa. Erlent 13.10.2005 14:53 Prestar spurðir um kosningar Hvort treystir þú Bush eða Kerry betur? Erlent 13.10.2005 14:53 Bandaríkjamenn kjósa snemma Tvæpar tvær milljónir Flórídabúa hafa þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar vegna forsetakosninganna sem haldnar verða á þriðjudag. Erlent 13.10.2005 14:53 Baráttan nær til Hawaii Íbúar Hawaii upplifa nú nokkuð sem þeir eru ekki vanir þegar forsetakosningar eru annars vegar, nefnilega það að kosningastjórnir forsetaefnanna senda menn til að vinna þá á sitt band. Erlent 13.10.2005 14:53 Í hlutverki spellvirkjans Michael Badnarik, forsetaefni Frjálshyggjuflokksins, gerir sér ekki vonir um að hafa sigur í einu einasta ríki Bandaríkjanna á kjördag. Hann og stuðningsmenn hans vona hins vegar að þeir geti haft áhrif á úrslitin í tveimur ríkjum þar sem svo litlu munar á George W. Bush og John Kerry að fá atkvæði geta ráðið úrslitum. Erlent 13.10.2005 14:53 Innbyggt vantraust Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Erlent 13.10.2005 14:53 Vísitalan mælir gegn Bush George W. Bush Bandaríkjaforseti nær ekki endurkjöri ef marka má kenningu Jeffrey Hirsch, útgefanda Stock Traders Almanac. Hann segir að þegar Dow Jones vísitalan lækkar um hálft prósent eða meira frá lokum september til kjördags nái forsetinn ekki endurkjöri, nú hefur hún lækkað um 0,75 prósent. Erlent 13.10.2005 14:53 Halliburton aftur í kastljósið Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. Erlent 13.10.2005 14:53 Á suðupunkti í Flórída Í Flórída er heitt í kolunum vegna klúðurs sem hefur orðið í framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og ásakana fulltrúa beggja stóru flokkanna í hvors annars garðs. Erlent 13.10.2005 14:53 Berjast um atkvæðin John Kerry er "vitlaus maður fyrir vitlaust starf á vitlausum tíma," sagði George W. Bush þegar hann gagnrýndi mótframbjóðanda sinn harkalega á kosningafundi í gær. Orðin eru svipuð þeim sem Kerry lét falla um innrásina í Írak sem hann kallaði "vitlaust stríð á vitlausum stað á vitlausum tíma". Erlent 13.10.2005 14:52 58 þúsund atkvæði týnd? Fimmtíu og átta þúsund utankjörfundartkvæða í Flórída er saknað. Af 60 þúsund greiddum atkvæðum hafa aðeins tvö þúsund skilað sér og segja yfirmenn póstsins í Flórída að það sé hreinlega útilokað að heil 58 þúsund atkvæði hafi týnst og því virðist sem eitthvað gruggugt sé á seyði. Erlent 13.10.2005 14:52 « ‹ 64 65 66 67 68 69 … 69 ›
Ómögulegt að spá um úrslit Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í manna minnum fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mikil óvissa ríkir og fréttaskýrendum hefur reynst ómögulegt að spá um útkomuna. Mikill hiti er í frambjóðendum og er talið að þeir Bush og Kerry muni rjúfa þá hefð að vera ekki með áróður á kjördag. Erlent 13.10.2005 14:54
Stefnir í metkjörsókn Það stefnir í metkjörsókn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og langar raðir eru við kjörstaði nú á kosningadaginn. Athygli manna beinist einkum að örlitlu broti kjósenda. Erlent 13.10.2005 14:54
Mikilvægustu kosningar sögunnar Mikilvægustu kosningar í bandarískri stjórnmálasögu eru hafnar. Búist er við að metfjöldi kjósenda nýti sér kosningarétt sinn í dag til að segja skoðun sína á því hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár. Ingólfur Bjarni Sigfússon skrifar frá Washington. Erlent 13.10.2005 14:54
Vinnur Kerry á hæðinni? Líkur á að George Bush vinni forsetakosningarnar virðast vera frekar litlar miðað við þá hefð að þeir frambjóðendur sem eru hærri sigra yfirleitt í kosningunum. Erlent 13.10.2005 14:54
Springsteen og Crowe hjá Kerry Við Boston bókasafnið er verið að undirbúa kosningavöku Kerry. Búist er við að hundruð þúsunda mæti til þess að sjá hann flytja ræðu og hlusta á Sheryl Crowe, Bruce Springsteen og fleiri tónlistarmenn sem ætla að halda stuðningsmönnunum heitum........... Erlent 13.10.2005 14:54
Kusu á miðnætti Fyrstu tölur í bandarísku forsetakosningunum lágu fyrir skömmu eftir miðnætti að staðartíma, skömmu eftir klukkan fimm í gærmorgun að íslenskum tíma. Þá voru tvö lítil samfélög í New Hampshire búin að kjósa og telja atkvæði, langt á undan öllum öðrum. Erlent 13.10.2005 14:54
Þúsundir sjálfboðaliða við smölun Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum og kosningastjórnar þeirra reyna nú allt hvað þeir geta til að sannfæra kjósendur um að mæta á kjörstað á morgun. Þúsundir sjálfboðaliða og starfsmanna kosningamiðstöðva fara nú mikinn í þeim ríkjum þar sem óvissan er ennþá mikil. Erlent 13.10.2005 14:53
Fylgið aldrei jafnara Fylgi Johns Kerrys og George Bush er jafnt í þeim ríkjum sem harðast er barist um samkvæmt nýrri skoðanakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN, dagblaðsins<em> USA Today</em> og Gallup. Í þeim sex ríkjum sem talin eru skipta sköpum er afgerandi munur í tveim fylkjum: Wisconsin, þar sem Bush leiðir með átta prósentustigum, og Minnesota, þar sem Kerry leiðir með sama mun. Erlent 13.10.2005 14:53
Frambjóðendur á ferð og flugi Ferðalög bandarísku forsetaframbjóðendanna náðu hámarki í gær þegar þeir voru á ferð og flugi frá morgni til kvölds á síðasta degi sínum í formlegri kosningabaráttu fyrir kosningarnar í dag. Erlent 13.10.2005 14:53
Líka kosið í öldungadeildina Þó að athygli umheimsins beinist einkum að forsetakosningunum í Bandaríkjunum er kosið um fleira, til að mynda um sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ingólfur Bjarni, sem er í Washington, kannaði hvaða áhrif þær kosningar gætu haft. Erlent 13.10.2005 14:54
Aldrei meira lagt í baráttuna Einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna fara fram í dag. Hvort sem litið er til fjárútláta eða mannafla er ljóst að aldrei hefur verið lagt meira í kosningabaráttu en núna. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 14:53
Heimsendakosningar blasa við Heimsendakosningar blasa við í Bandaríkjunum að mati Johns Zogbys sérfræðings í skoðanakönnunum. Hann segir að Bandaríkjamenn hafi aldrei verið eins klofnir í afstöðu sinni og nú. Erlent 13.10.2005 14:54
Veltur á mætingu á kjörstað Hörð barátta og lítill fylgismunur einkennir síðustu daga kosningabaráttu þeirra Bush og Kerrys um hvor verði næsti forseti Bandaríkjanna. Fréttaskýrendur segja að kosningarnar muni að öllum líkindum ráðast af því hvorum flokknum, demókrötum eða rebúblikönum, mun ganga betur að ná sínum kjósendum á kjörstað. Erlent 13.10.2005 14:53
Ungir kjósa Kerry Búist er við mun meiri þátttöku ungs fólks en áður í forsetakosningunum vestanhafs á morgun. Bandarískur sérfræðingur í kosningahegðun segir unga kjósendur líklegri til þess að kjósa Kerry en Bush. Erlent 13.10.2005 14:54
Skortur á starfsmönnum Þjálfaðir kosningastarfsmenn eru fjórðungi færri en þeir þurfi að vera til þess að bandarísku forsetakosningarnar gangi hratt og örugglega fyrir sig að sögn bandarískrar eftirlitsnefndar með framkvæmd kosninga. Um það bil 1,4 milljónir manna hafa verið þjálfaðar til starfsins en hálfa milljón vantar til viðbótar. Erlent 13.10.2005 14:53
Dýrasta kosningabarátta sögunnar Stóru flokkarnir hafa slegið öll fyrri met í fjárútlátum í aðdraganda kosninganna sem fara fram á morgun. Þeir hafa þegar varið meira en fjörutíu milljörðum króna í auglýsingar einar sér og er það þrefalt hærri fjárhæð en flokkarnir notuðu til að kaupa auglýsingar í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Erlent 13.10.2005 14:53
Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð Hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry......... Erlent 13.10.2005 14:53
Mikilvægustu kosningar ævinnar Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum álíta forsetakosningarnar á morgun þær mikilvægustu sem þeir hafa tekið þátt í á ævinni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir fréttastofuna ABC. Erlent 13.10.2005 14:53
Gæti vart verið jafnara Fjórar kannanir á fylgi forsetaefnanna George W. Bush og John Kerry sem birtar voru í gær sýna þá hnífjafna, þar af þrjár sem allar mæla þá báða með 48 prósenta fylgi. Það er því ljóst að það stefnir í einhverjar mest spennandi forsetakosningar í sögu Bandaríkjanna enda gæti staðan vart verið jafnari. Erlent 13.10.2005 14:53
Cherie Blair á móti Bush? Cherie Blair, eiginkona Tony Blair, hefur verið ásökuð fyrir að halda úti áróðri gegn George Bush í fyrirlestrum sem hún hefur haldið í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Í fyrirlestrum sínum hefur Cherie meðal annars fagnað úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um að hafna beiðni Hvíta Hússins um að ekki mætti hleypa mannréttindasamtökum í fangelsið á Guantanamo flóa. Erlent 13.10.2005 14:53
Bandaríkjamenn kjósa snemma Tvæpar tvær milljónir Flórídabúa hafa þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar vegna forsetakosninganna sem haldnar verða á þriðjudag. Erlent 13.10.2005 14:53
Baráttan nær til Hawaii Íbúar Hawaii upplifa nú nokkuð sem þeir eru ekki vanir þegar forsetakosningar eru annars vegar, nefnilega það að kosningastjórnir forsetaefnanna senda menn til að vinna þá á sitt band. Erlent 13.10.2005 14:53
Í hlutverki spellvirkjans Michael Badnarik, forsetaefni Frjálshyggjuflokksins, gerir sér ekki vonir um að hafa sigur í einu einasta ríki Bandaríkjanna á kjördag. Hann og stuðningsmenn hans vona hins vegar að þeir geti haft áhrif á úrslitin í tveimur ríkjum þar sem svo litlu munar á George W. Bush og John Kerry að fá atkvæði geta ráðið úrslitum. Erlent 13.10.2005 14:53
Innbyggt vantraust Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts. Erlent 13.10.2005 14:53
Vísitalan mælir gegn Bush George W. Bush Bandaríkjaforseti nær ekki endurkjöri ef marka má kenningu Jeffrey Hirsch, útgefanda Stock Traders Almanac. Hann segir að þegar Dow Jones vísitalan lækkar um hálft prósent eða meira frá lokum september til kjördags nái forsetinn ekki endurkjöri, nú hefur hún lækkað um 0,75 prósent. Erlent 13.10.2005 14:53
Halliburton aftur í kastljósið Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu. Erlent 13.10.2005 14:53
Á suðupunkti í Flórída Í Flórída er heitt í kolunum vegna klúðurs sem hefur orðið í framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og ásakana fulltrúa beggja stóru flokkanna í hvors annars garðs. Erlent 13.10.2005 14:53
Berjast um atkvæðin John Kerry er "vitlaus maður fyrir vitlaust starf á vitlausum tíma," sagði George W. Bush þegar hann gagnrýndi mótframbjóðanda sinn harkalega á kosningafundi í gær. Orðin eru svipuð þeim sem Kerry lét falla um innrásina í Írak sem hann kallaði "vitlaust stríð á vitlausum stað á vitlausum tíma". Erlent 13.10.2005 14:52
58 þúsund atkvæði týnd? Fimmtíu og átta þúsund utankjörfundartkvæða í Flórída er saknað. Af 60 þúsund greiddum atkvæðum hafa aðeins tvö þúsund skilað sér og segja yfirmenn póstsins í Flórída að það sé hreinlega útilokað að heil 58 þúsund atkvæði hafi týnst og því virðist sem eitthvað gruggugt sé á seyði. Erlent 13.10.2005 14:52