Formúla 1

Häkkinen: Hamilton að taka mikla áhættu

Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur.

Formúla 1

Völdu versta ökuþór síðustu 20 ára

Lesendur veftímaritsins Autosport hafa valið versta Formúlu 1 ökuþór síðastliðna 20 ára. Fyrir valinu varð Japaninn Takachiho "Taki" Inoue sem keppti í átján mótum árin 1994 og 1995 með ömurlegum árangri.

Formúla 1

Massa á Ferrari langfljótastur í Jerez

Felipe Massa setti besti tíma ársins á Jerez-brautinni í dag þegar hann ók hringinn 0,4 sekúndum hraðar en Romain Grosjean gerði í gær og heilli sekúndu hraðar en Jenson Button gerði fyrir tveimur dögum. Mun fleiri hringir voru eknir í dag en í gær.

Formúla 1

Nítján mót staðfest í Formúlu 1 2013

Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur nú staðfest að aðeins 19 mót verða á dagskrá Formúlu 1 árið 2013. Ecclestone hefur undanfarnar vikur reynt að finna tuttugasta mótshaldarann en það hefur ekki gengið.

Formúla 1

Caterham og Marussia frumsýndu keppnisbílana

Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra.

Formúla 1

Newey segir frumsýningar gamaldags

Adrian Newey, yfirhönnuður Red Bull-liðsins í Formúlu 1 og einhver sigursælasti hönnuður í mótorsporti allra tíma, segir frumsýningar á nútíma Formúlu 1-bílum vera úrelltar.

Formúla 1

Red Bull frumsýndi RB9-bílinn

Red Bull-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn sem liðið hyggist nota árið 2013 í dag. Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber munu aka fyrir Red Bull í sumar.

Formúla 1

Ferrari og Force India frumsýndu í dag

Ferrari-liðið svipti hulunni af nýja keppnisbíl liðsins sem þeir Fernando Alonso og Felipe Massa munu aka í sumar. Bílinn kalla þeir F138 og er hann þróaður út frá hönnun bílsins sem notaður var í fyrra.

Formúla 1

McLaren frumsýndi nýjan keppnisbíl

McLaren-liðið í Formúlu 1 hefur frumsýnt keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 sem þeir kalla MP4-28. Þeir Jenson Button og Sergio Perez munu aka bílnum, sem eins og nýi Lotus-bíllinn, svipar mjög til forvera síns.

Formúla 1

Nürburgring á dagskrá 7. júlí

Samningar hafa tekist með Bernie Ecclestone og mótshöldurum í Nürburg í Þýskalandi þar sem Nürburgring-kappakstursbrautina er að finna. Fyrr í vikunni sagði Ecclestone samninga um kappakstur þar í sumar hafa strandað.

Formúla 1

Vill verða betri ökuþór

Einn efnilegasti kappakstursökuþór Íslendinga er Hinrik Wöhler, tvítugur handboltamaður í Víkingi. Hann stefnir langt í mótorsportinu og dreymir um að spreyta sig í gókarti gegn þeim bestu í Evrópu.

Formúla 1

Lotus frumsýndi E21-bílinn í gær

Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur.

Formúla 1

Þýski kappaksturinn í uppnámi

Þýski kappaksturinn í ár mun ekki fara fram á Nürburgring eins og til stóð því samningar hafa ekki náðst milli mótshaldara og Formúlu 1. Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur gefið samninga upp á bátinn.

Formúla 1

Alonso verður ekki með í Jerez

Fernando Alonso, stjörnuökuþór Ferrari-liðsins, mun ekki taka þátt í fyrstu æfingum undirbúningstímabilsins í Jerez á Spáni í byrjun febrúar. Felipe Massa og nýráðinn tilraunaökuþór liðsins, Pedro de la Rosa, verða í eldlínunni.

Formúla 1

Glock og Kubica reynsluóku fyrir DTM

Þjóðverjinn Timo Glock hafði BMW M3 DTM-bíl til reynslu í Barcelona í dag en sagði á dögunum skilið við Formúlu 1. Glock fær ekki að aka fyrir Marussia í Formúlu 1 í ár og viðraði strax áhuga sinn á þýska götubílakappakstrinum.

Formúla 1

De la Rosa ráðinn til Ferrari

Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa hefur verið ráðinn tilraunaökuþór Ferrari-liðsins í ár. Hjá Ferrari eru fyrir tveir Spánverjar, þeir Fernando Alonso og Marc Gene.

Formúla 1

Óþarft að hafa áhrif á Räikkönen

Skoska goðsögnin Jackie Stewart sagði á árlegri ráðstefnu Autosport-tímaritsins að Lotus-liðið væri á réttri braut þegar það leyfir Kimi Raikkönen að vera hann sjálfur. Raikkönen í Lotus-bíl varð þriðji í stigakeppni ökuþóra á síðasta ári.

Formúla 1

Perez mættur til starfa hjá McLaren

Mexíkóinn Sergio Perez er mættur til starfa hjá McLaren-liðinu en hann mun aka þar næstu árin eftir að hafa verið tvö ár hjá Sauber. Hann var formlega kynntur til sögunnar sem ökuþór liðsins í vikunni.

Formúla 1

Red Bull kemst á fyrstu æfingarnar

Áætlanir Red Bull-liðsins gera ráð fyrir því að liðið geti tekið þátt í fyrstu æfingum ársins á Jerez-brautinni í byrjun febrúar. Adrian Newey, tæknistjóri liðsins, sagði við fjölmiðla fyrr í vikunni að hönnun og smíði nýja bílsins væri á eftir áætlun.

Formúla 1

Alonso of upptekinn af sálfræðstríðinu

Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull í kappakstursmálum, segir Fernando Alonso hugsa hlutina of mikið og gera of mikið til þess að ná sálfræðilegu taki á keppinautinum. Þeir Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull, og Alonso, ökuþór Ferrari, háðu baráttu um heimsmeistaratitilinn í fyrra.

Formúla 1

Newey: Við erum á eftir áætlun

Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins.

Formúla 1

Tvö keppnissæti enn laus fyrir 2013

Enn á eftir að ráða í tvö keppnissæti fyrir næsta keppnistímabil í Formúlu 1. Force India og Caterham eiga eftir að ráða sér ökumenn þó leitin hafi verið verið þrengd nokkuð.

Formúla 1