Erlent

Reyna að tæla Indverja frá Rússum
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum.

Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína
Kafbáturinn Titan er enn ófundinn og jafnvel þótt von sé enn ekki úti um að finna hann segja sérfræðingar að afar erfitt yrði að ná honum upp á yfirborðið.

Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn
Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu.

Tveggja ára drengur skaut ólétta móður sína óvart til bana
Tveggja ára drengur í Ohio skaut móður sína, sem var gengin átta mánuði á leið, óvart í bakið þegar hann lék sér með skammbyssu sem hann fann í náttborði foreldra sinna. Móðirin og ófætt barn hennar létust bæði.

Tveggja leitað í rústunum og nær fjörutíu slasaðir
Þrjátíu og sjö eru slasaðir og þar af fjórir lífshættulega eftir að gassprenging varð í miðborg Parísar upp úr hádegi í dag. Að minnsta kosti tveir eru taldir enn týndir í rústum hússins.

Minnst sextán slasaðir eftir sprengingu í miðborg Parísar
Að minnsta kosti sextán manns eru slasaðir eftir að gassprenging varð í miðborg Parísar, skammt frá Notre-Dame kirkjunni. Fjórir eru í lífshættulega slasaðir.

Bann við kynstaðfestandi meðferð barna fellt úr gildi
Alríkisdómari í Bandaríkjunum felldi úr gildi umdeild lög sem lögðu blátt bann við kynstaðfestandi meðferð barna og ungmenna í Arkansas. Lögin voru þau fyrstu sinnar tegundar í Bandaríkjunum en dómarinn taldi þau ekki standast stjórnarskrá.

Gengur hægar en vonast var eftir
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir gagnsókn Úkraínumanna ganga hægar en vonast var eftir. Henni verði þó haldið á þeim hraða sem Úkraínumenn kjósa. Ekki sé um Hollywood kvikmynd að ræða, heldur séu líf í húfi.

Leita á meðan vonin lifir
Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi.

Ein af hverjum fimm verður ólétt án aðstoðar eftir ófrjósemismeðferð
Um það bil ein af hverjum fimm konum sem fær aðstoð við að verða þunguð verður ólétt „á gamla mátann“ eftir að hafa áður reynt meðferðir á borð við glasafrjóvgun.

Plastbarkalæknirinn hlaut þungan dóm
Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í dag dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir grófar líkamsárásir gagnvart þremur einstaklingum, sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar.

Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi
Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.

Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri
Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það.

New York slær skjaldborg um lækna sem aðstoða við þungunarrof
Ríkisþing New York hefur samþykkt lög sem veita læknum sem ávísa og senda þungunarrofslyf til sjúklinga í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið bannað eða aðgengi að því verulega takmarkað vernd.

Að minnsta kosti 41 látinn í óeirðum í kvennafangelsi í Hondúras
Að minnsta kosti 41 er látinn eftir að óeirðir brutust út í kvennafangelsi í Hondúras í gær. Svo virðist sem átök hafi brotist út milli gengja og að annað hafi kveikt í fangaklefa í kjölfarið.

Kallar Xi „einræðisherra“ á sama tíma og Blinken leitar sátta í Kína
Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Xi Jinping forseta Kína „einræðisherra“ á fjáröflunarfundi í Kalíforníu í gær og sagði hann hafa skammast sín mikið þegar Bandaríkjamenn skutu niður njósnabelginn sem flaug inn í lofthelgi þeirra á síðasta ári.

Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan
Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin.

Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir
Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum.

Ölvaður flugmaður handtekinn í Skotlandi
Flugmaður sem átti að fljúga vél flugfélagsins Delta frá Edinborg í Skotlandi til bandarísku borgarinnar New York var handtekinn vegna gruns um að vera ölvaður. Fresta þurfti fluginu þar sem flugmaðurinn var handtekinn þegar rúmur hálftími var í flugtak.

Náðu mynd af Sveinsdóttur á Merkúríusi
Sjaldséð mynd náðist af gígnum Sveinsdóttur þegar gervihnötturinn BepiColombo tók mynd af Merkúríusi í þriðju ferð sinni í kringum plánetuna.

Lést við að bjarga dóttur sinni
Faðir þrettán ára stelpu lét lífið við að bjarga dóttur sinni eftir að gúmmíbát þeirra hvolfdi í Arkansas ánni í Bandaríkjunum. Faðirinn var í bátnum ásamt fjórum börnum sínum þegar báturinn hvolfdi.

Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu.

Sonur Biden játar sig sekan um skattsvik
Hunter Biden, sonur Joes Biden Bandaríkjaforseta, gerði játningarkaup við alríkissaksóknara sem eiga að koma honum undan fangelsisvist. Með samkomulaginu játar Biden minniháttar skattsvik en kemst hjá saksókn vegna ólöglegra skotvopaeignar.

Stefnir í að 75 prósent jökla í Himalaja hverfi á öldinni
Vísindamenn áætla að jöklar í Himalaja- og Hindu Kush-fjallgörðunum í Mið-Asíu missi allt að 75 prósent rúmmáls síns fyrir áhrif hnattrænnar hlýnunar fyrir lok aldarinnar. Hop jöklanna er talið valda hættulegum flóðum og vatnsskorti fyrir á þriðja hundrað milljóna manna á svæðinu.

Húsleit hjá skipuleggjendum Ólympíuleikanna í París
Franska lögreglan gerði húsleit í höfuðstöðvum undirbúningsnefndar Ólympíuleikanna í París í dag. Húsleitin er sögð tengjast rannsóknum á meintum fjárdrætti og mismunun á verktökum.

Hörð hægristjórn tekur við völdum í Finnlandi
Finnska þingið lagði blessun sína yfir nýja fjögurra flokka samsteypustjórn hægriflokka undir forsæti Petteris Orpo í dag. Leiðtogi hægrijaðarflokksins Sannra Finna verður fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar sem boðar skarpa hægri beygju í útlendingamálum.

Sátu um vísindamann eftir „áskorun“ Rogan og Musk
Bandarískur vísindamaður segir að andstæðingar bóluefna hafi setið um heimili sitt eftir að Joe Rogan, þekktur hlaðvarpsstjórnandi, og Elon Musk, eigandi Twitter, skoruðu á hann að rökræða við forsetaframbjóðanda um ágæti bóluefna um helgina.

Tate ákærður fyrir nauðgun og mansal
Umdeildi áhrifavaldurinn Andrew Tate hefur verið ákærður fyrir nauðgun, mansal og skipulagða glæpastarfsemi í Rúmeníu.

Enginn alvöru lofthjúpur utan um lofandi fjarreikistjörnur
Líkur á að lífvænlegar aðstæður finnist í Trappist-sólkerfinu fara þverrandi eftir að rannsóknir James Webb-geimsjónaukans bentu til þess að þykkan lofthjúp sé ekki að finna á tveimur af sjö bergreikistjörnum þar. Fundur reikistjarnanna vakti athygli á sínum tíma þar sem þær eru nær allar á stærð við Venus.

Eistland lögleiðir hjónabönd samkynhneigðra
Þingið í Eistlandi samþykkti í gær nýja löggjöf sem leyfir samkynhneigðu fólki að ganga í hjónaband. Eistland er því fyrsta Eystrasaltslandið til þess að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.