Erlent Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. Erlent 14.9.2022 19:30 Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. Erlent 14.9.2022 17:37 Lygasjúki þingmaðurinn skilur við eiginmann sinn Formaður danska Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, er að skilja við eiginmann sinn Josue Medina Vasquez. Poulsen hefur síðustu ár verið staðinn að ítrekuðum lygum um Vasquez og hét því nýlega að einungis segja sannleikann héðan í frá. Erlent 14.9.2022 16:59 Armenar leita eftir hjálp Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu. Erlent 14.9.2022 15:56 Fyrrum Samherjaskip í árekstri undan ströndum Namibíu Mildi þykir að tæplega 170 sjómenn hafi ekki stórslasast þegar tvö skip, Tutungeni (sem áður hét Heinaste) og Erica rákust saman í svartaþoku við strendur Namibíu. Erlent 14.9.2022 15:56 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. Erlent 14.9.2022 14:41 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. Erlent 14.9.2022 12:39 Flugdólgur dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Kona frá New York var á dögunum dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að vera með dólgslæti í flugvél og þannig trufla starfsmenn vélarinnar. Þá verður konan á skilorði næstu fjögur árin. Erlent 14.9.2022 12:38 Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. Erlent 14.9.2022 12:21 Rændi eigin sparifé til að borga krabbameinsmeðferð systur sinnar Vopnuð kona og hópur aðgerðasinna brutust inn í banka í Beirút í Líbanon í morgun. Konan tók rúmlega þrettán þúsund dali úr bankanum, sem hún sagði vera sparifé sitt og systur sinnar og sagðist hún ætla að nota það til að borga fyrir krabbameinsmeðferð systur sinnar. Erlent 14.9.2022 11:46 Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar aftur Yfirvöld í Kasakstan hafa ákveðið að breyta nafni höfuðborgarinnar aftur í Astana. Árið 2019 var nafninu breytt í Nur-sultan til að heiðra fráfarandi forseta landsins, Nursultan Nazarbayev. Erlent 14.9.2022 11:21 Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. Erlent 14.9.2022 10:59 Hundrað manna starfsliði Karls tilkynnt um möguleg starfslok Starfsliði Karls III, konungs Bretlands er sagt hafa verið tilkynnt að allt að hundrað manns af starfsliði sem vann hjá honum í konunglega bústaðnum Clarence House að það gæti misst vinnuna þegar starfsskyldur hans breytast í kjölfar andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Erlent 14.9.2022 10:54 Handtekin eftir að tveir fundust látnir í íbúð í Svíþjóð Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið karl og konu eftir að tveir karlmenn fundust látnir í íbúð í sænska bænum Ulricehamn í nótt. Hin handteknu eru grunuð um morð á mönnunum. Erlent 14.9.2022 09:28 Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. Erlent 14.9.2022 08:03 Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 14.9.2022 07:46 Rannsakandinn í máli Bill Clinton er látinn Bandaríski lögmaðurinn Kenneth Starr, sem fór fyrir rannsókninni sem leiddi til ákæruferlis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta á árunum 1994 til 1998, er látinn, 76 ára að aldri. Erlent 14.9.2022 07:36 Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. Erlent 14.9.2022 07:21 Unglingsstúlka dæmd fyrir að bana meintum nauðgara sínum Bandarísk unglingsstúlka hefur verið dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið meintan nauðgara sinn til dauða. Stúlkan gekkst í fyrra við því að hafa gerst sek um manndráp af gáleysi og að hafa valdið manninum skaða viljandi. Erlent 14.9.2022 06:44 Síðasta nótt drottningarinnar í Buckingham-höll Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020. Erlent 13.9.2022 23:31 Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta Undirbúningur fyrir gagnárásir Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri og Kharkív-héraði í norðri hefur tekið nokkra mánuði og hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar aðstoðað við hann. Fyrstu ætlanir Úkraínumanna þóttu ekki líklegar til árangurs en þær gerðu ráð fyrir því að eingöngu yrði sótt fram í Kherson. Erlent 13.9.2022 15:00 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. Erlent 13.9.2022 14:31 Rapparinn PnB Rock skotinn til bana Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann. Erlent 13.9.2022 12:19 Beinbrunasóttarfaraldur bætist ofan á vandræði Pakistana Íbúar Pakistan hafa þurft að þola mikil flóð í kjölfar úrhellisrigningar sem hefur verið þar síðustu mánuði. Nú er kominn upp beinbrunasóttarfaraldur (e. Dengue fever) í stærstu borg landsins. Erlent 13.9.2022 11:20 Handtekinn eftir pílagrímsferð til heiðurs drottningu Jemenskur karlmaður var í gær handtekinn í heilögu borginni Mecca í Sádí-Arabíu er hann heimsótti Stóru moskuna. Maðurinn var þar að biðja til Allah og óska eftir því að hann myndi taka Elísabetu II Bretlandsdrottningu til himnaríkis. Erlent 13.9.2022 10:34 Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að Vesturlönd útvegi ríkinu fleiri og betri vopnakerfi í kjölfar vel heppnaðrar gagnsóknar þeirra gegn Rússum í norðurhluta landsins. Forsetinn gagnrýnir Rússa fyrir að bregðast við ósigrum á vígvöllum með því að gera árásir á óbreytta borgara. Erlent 13.9.2022 10:32 Dæmdur fyrir morð á starfsmanni bensínstöðvar sem krafðist grímunotkunar Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt fimmtugan karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt starfsmann á bensínstöð í Rínarlandi-Pfalz í september á síðasta ári. Erlent 13.9.2022 10:29 Til tunglsins í þriðju tilraun? Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins eftir tvær vikur, eða þann 27. september. Þetta verður í þriðja sinn sem reynt verður að koma geimfarinu af stað en síðustu tvö skipti hafa misheppnast vegna bilana. Erlent 13.9.2022 08:57 Áhorf á Krúnuna eykst um 800 prósent Áhorf á Netflix þættina Krúnan, eða The Crown, hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet II Bretadrottning féll frá. Erlent 13.9.2022 08:54 Tveggja ára fangelsi fyrir að hæðast að drottningunni Taílenskur aðgerðasinni var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að mótmæla á götum Bangkok, klæddur sem drottningin. Dómurinn mat það sem svo að aðgerðasinninn hafi verið að hæðast að drottningunni með því að klæðast sem hún. Erlent 13.9.2022 08:11 « ‹ 226 227 228 229 230 231 232 233 234 … 334 ›
Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. Erlent 14.9.2022 19:30
Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. Erlent 14.9.2022 17:37
Lygasjúki þingmaðurinn skilur við eiginmann sinn Formaður danska Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, er að skilja við eiginmann sinn Josue Medina Vasquez. Poulsen hefur síðustu ár verið staðinn að ítrekuðum lygum um Vasquez og hét því nýlega að einungis segja sannleikann héðan í frá. Erlent 14.9.2022 16:59
Armenar leita eftir hjálp Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu. Erlent 14.9.2022 15:56
Fyrrum Samherjaskip í árekstri undan ströndum Namibíu Mildi þykir að tæplega 170 sjómenn hafi ekki stórslasast þegar tvö skip, Tutungeni (sem áður hét Heinaste) og Erica rákust saman í svartaþoku við strendur Namibíu. Erlent 14.9.2022 15:56
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. Erlent 14.9.2022 14:41
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. Erlent 14.9.2022 12:39
Flugdólgur dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi Kona frá New York var á dögunum dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að vera með dólgslæti í flugvél og þannig trufla starfsmenn vélarinnar. Þá verður konan á skilorði næstu fjögur árin. Erlent 14.9.2022 12:38
Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. Erlent 14.9.2022 12:21
Rændi eigin sparifé til að borga krabbameinsmeðferð systur sinnar Vopnuð kona og hópur aðgerðasinna brutust inn í banka í Beirút í Líbanon í morgun. Konan tók rúmlega þrettán þúsund dali úr bankanum, sem hún sagði vera sparifé sitt og systur sinnar og sagðist hún ætla að nota það til að borga fyrir krabbameinsmeðferð systur sinnar. Erlent 14.9.2022 11:46
Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar aftur Yfirvöld í Kasakstan hafa ákveðið að breyta nafni höfuðborgarinnar aftur í Astana. Árið 2019 var nafninu breytt í Nur-sultan til að heiðra fráfarandi forseta landsins, Nursultan Nazarbayev. Erlent 14.9.2022 11:21
Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. Erlent 14.9.2022 10:59
Hundrað manna starfsliði Karls tilkynnt um möguleg starfslok Starfsliði Karls III, konungs Bretlands er sagt hafa verið tilkynnt að allt að hundrað manns af starfsliði sem vann hjá honum í konunglega bústaðnum Clarence House að það gæti misst vinnuna þegar starfsskyldur hans breytast í kjölfar andláts Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Erlent 14.9.2022 10:54
Handtekin eftir að tveir fundust látnir í íbúð í Svíþjóð Lögregla í Svíþjóð hefur handtekið karl og konu eftir að tveir karlmenn fundust látnir í íbúð í sænska bænum Ulricehamn í nótt. Hin handteknu eru grunuð um morð á mönnunum. Erlent 14.9.2022 09:28
Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. Erlent 14.9.2022 08:03
Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. Erlent 14.9.2022 07:46
Rannsakandinn í máli Bill Clinton er látinn Bandaríski lögmaðurinn Kenneth Starr, sem fór fyrir rannsókninni sem leiddi til ákæruferlis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta á árunum 1994 til 1998, er látinn, 76 ára að aldri. Erlent 14.9.2022 07:36
Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. Erlent 14.9.2022 07:21
Unglingsstúlka dæmd fyrir að bana meintum nauðgara sínum Bandarísk unglingsstúlka hefur verið dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið meintan nauðgara sinn til dauða. Stúlkan gekkst í fyrra við því að hafa gerst sek um manndráp af gáleysi og að hafa valdið manninum skaða viljandi. Erlent 14.9.2022 06:44
Síðasta nótt drottningarinnar í Buckingham-höll Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020. Erlent 13.9.2022 23:31
Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta Undirbúningur fyrir gagnárásir Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri og Kharkív-héraði í norðri hefur tekið nokkra mánuði og hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar aðstoðað við hann. Fyrstu ætlanir Úkraínumanna þóttu ekki líklegar til árangurs en þær gerðu ráð fyrir því að eingöngu yrði sótt fram í Kherson. Erlent 13.9.2022 15:00
Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. Erlent 13.9.2022 14:31
Rapparinn PnB Rock skotinn til bana Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann. Erlent 13.9.2022 12:19
Beinbrunasóttarfaraldur bætist ofan á vandræði Pakistana Íbúar Pakistan hafa þurft að þola mikil flóð í kjölfar úrhellisrigningar sem hefur verið þar síðustu mánuði. Nú er kominn upp beinbrunasóttarfaraldur (e. Dengue fever) í stærstu borg landsins. Erlent 13.9.2022 11:20
Handtekinn eftir pílagrímsferð til heiðurs drottningu Jemenskur karlmaður var í gær handtekinn í heilögu borginni Mecca í Sádí-Arabíu er hann heimsótti Stóru moskuna. Maðurinn var þar að biðja til Allah og óska eftir því að hann myndi taka Elísabetu II Bretlandsdrottningu til himnaríkis. Erlent 13.9.2022 10:34
Vilja fleiri vopn eftir vel heppnaða gagnsókn Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að Vesturlönd útvegi ríkinu fleiri og betri vopnakerfi í kjölfar vel heppnaðrar gagnsóknar þeirra gegn Rússum í norðurhluta landsins. Forsetinn gagnrýnir Rússa fyrir að bregðast við ósigrum á vígvöllum með því að gera árásir á óbreytta borgara. Erlent 13.9.2022 10:32
Dæmdur fyrir morð á starfsmanni bensínstöðvar sem krafðist grímunotkunar Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt fimmtugan karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt starfsmann á bensínstöð í Rínarlandi-Pfalz í september á síðasta ári. Erlent 13.9.2022 10:29
Til tunglsins í þriðju tilraun? Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa ákveðið að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins eftir tvær vikur, eða þann 27. september. Þetta verður í þriðja sinn sem reynt verður að koma geimfarinu af stað en síðustu tvö skipti hafa misheppnast vegna bilana. Erlent 13.9.2022 08:57
Áhorf á Krúnuna eykst um 800 prósent Áhorf á Netflix þættina Krúnan, eða The Crown, hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet II Bretadrottning féll frá. Erlent 13.9.2022 08:54
Tveggja ára fangelsi fyrir að hæðast að drottningunni Taílenskur aðgerðasinni var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að mótmæla á götum Bangkok, klæddur sem drottningin. Dómurinn mat það sem svo að aðgerðasinninn hafi verið að hæðast að drottningunni með því að klæðast sem hún. Erlent 13.9.2022 08:11