Lífið

„Listin alltaf verið mín leið til að takast á við lífið“

Listakonan Sara Oskarsson opnar vinnustofu sína fyrir almenningi næstkomandi laugardag á sama tíma og hún opnar listasýninguna GLÓÐ. Hún byrjaði að mála af alvöru fyrir tuttugu árum síðan en hefur þó verið skapandi síðan hún man fyrst eftir sér. Blaðamaður heyrði í Söru og ræddi við hana um það sem er á döfinni.

Menning

„Hef ekki enn þá horft á hrekkinn“

Hann hefur verið útvarpsmaður í tuttugu ár, er einn vinsælasti íþróttalýsandi landsins, er veislustjóri og plötusnúður, elskar að vera pabbi og kemur alltaf til dyranna eins og hann er klæddur. Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, er gestur Einkalífsins í þessari viku.

Lífið

Opnar fyrir ástinni á ný: „Ég er til­búin að hitta góðan mann“

Fegurðardrottningin og lífsþjálfinn Linda Pétursdóttir hefur verið einhleyp síðustu þrjú ár. Síðustu ár hefur hún einblínt á sjálfsrækt og fyrirtækið sitt og hefur ekki verið í leit að ástinni. Nú hefur Linda hins vegar tekið meðvitaða ákvörðun um að opna fyrir ástinni á nýjan leik og segist hún vera tilbúin í rómantískt samband.

Lífið

Vann kappakstur með tveggja daga gamalt bílpróf

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Lífið

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól

Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni

Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið.

Tónlist

Hrekkj­óttir álfar valda usla á ís­lenskum heimilum

Sífellt fleiri íslensk heimili taka að sér álfa í aðdraganda jóla. Þetta eru engir venjulegir álfar heldur sérstakir aðstoðarmenn jólasveinsins, oft nefndir hrekkjaálfar. Þeir eru einnig þekktir sem „álfar á hillu“ eða „elf on a shelf“.

Jól

Fimm góð ráð til þess að draga úr jóla­stressi og kvíða hjá börnum

„Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar.

Jól

„Uppskera og lokahóf menningarársins“

Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning.

Menning

Fóru hörðum orðum um MR

Fjallað var um stöðu íslenskra framhaldsskóla í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en þar lýstu Verzlingar ætluðum yfirburðum síns skóla samanborið við Menntaskólann í Reykjavík. Sögulega séð hafa þessir tveir skólar í vissum skilningi notið stöðu turnanna tveggja í íslenskum framhaldsskólum, en á síðari árum hefur Verzló reynst margfalt eftirsóttari.

Lífið

Drottningarnar kveðja

Drottningarnar ætla að kveðja í sínu lokastreymi í kvöld. Þar munu þær spila leikinn Fall Guys með áhorfendum og líta yfir farinn veg.

Leikjavísir

Risarnir mætast í Stjóranum

Það verður ýmsum spurningum svarað í nýjasta þætti Stjórans þar sem risarnir í fjórðu deildinni mætast loksins. Stockport og Grimsby munu mætast en þá mun koma í ljós hvort markastífla Grimsby bresti loksins.

Leikjavísir

Með blöðru á stærð við epli á eggja­stokknum

Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál.

Lífið

Forsætisráðherra sækir að Arnaldi

Fyrsti bóksölulistinn fyrir árið 2022 lítur nú dagsins ljós. Nöfnin á toppi lista eru kunnugleg nema einn nýliði blandar sér í hópinn: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra velgir Arnaldi undir uggum.

Menning