Jónas neitar allri sök 18. október 2004 00:01 Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Einn sakborninga í líkfundarmálinu neitar allri sök. Hinum sakborningunum tveimur ber að mestu leyti saman um að allir þrír hafi átt þátt í að koma líki Vaidasar Júsevicsíusar fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í morgun fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir þrír eru ákærðir fyrir að hafa þátt í að flytja fíkniefni til landsins, ekki komið Vaidasi til hjálpar þegar hann var orðinn fárveikur og loks fyrir að hafa komið líkinu fyrir í Neskaupsstaðarhöfn þann 8. febrúar síðastliðinn. Tveimur sakborninganna, Grétari Sigurðssyni og Tómasi Malakauskas, ber í megindráttum saman um atburðarásina. Þeir segja að Vaidas hafi komið hingað til lands mánudaginn 2. febrúar með 200 grömm af amfetamíni innvortis. Ekki hafi gengið að koma efninu niður af honum þrátt fyrir að notast hafi verið við lyf og annað til að auðvelda honum það og Vaidas hafi orðið æ veikari þegar leið á vikuna. Hann lést svo föstudaginn 6. febrúar. Samkvæmt vitnisburði mannanna flaug Grétar þá austur í Neskaupsstað, þaðan sem hann er, en Tómas og þriðji sakborningurinn, Jónas Ingi Ragnarsson, fóru akandi austur. Það var mikið frost í jörðu og því brugðu þeir á það ráð að koma líkinu fyrir í netagerðarhöfninni svokölluðu. Vitnisburður Jónasar Inga er á allt aðra lund. Hann kannast ekkert við að Vaidas hafi yfir höfuð verið á heimili Tómasar þessa fimm daga sem honum fór versnandi þar til hann lést, hvað þá að hafa ekið með líkið austur ásamt Tómasi. Hann segir tilgang ferðalags þeirra út á land upphaflega hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Ferðalagið vatt svo upp á sig segir Jónas og fyrir röð tilviljana enduðu þeir austur í Neskaupsstað. Hann segist á engan hátt hafa orðið þess var þegar Grétar og Tómas losuðu sig við líkið í höfnina og segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar það gerðist. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir, bundið keðjur um það og bobbinga til að það sykki í sjóinn. Aðalmeðferð málsins heldur áfram nú síðdegis.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira