Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. október 2025 08:35 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksin, telur þörf á fleiri aðgerðum svo fólkið í landinu finni raunverulega fyrir því. Vísir/Lýður Valberg Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna því að ríkisstjórnin setji aukna áherslu á húsnæðismál en henni þyki nýr húsnæðispakki ríkisstjórnar í heild „fremur rýr“. Rætt var við Guðrúnu í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð. Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þau ætla að fjölga íbúðum í Úlfarsárdal um fjögur þúsund, hlutdeildarlán verða aukin, regluverk einfaldað og fólki gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í tíu ár. Guðrún segist fagna einföldun á regluverki og segir Sjálfstæðisflokkinn hafa talað lengi fyrir því. Þá segist hún líka fagnað því að bjóða eigi fólki að leggja séreignarsparnað inn á lánið næstu tíu árin og fagnar því að horfið hafi verið frá því að leggja úrræðið niður, en þingmenn flokksins hafa ítrekað gagnrýnt það á þingi síðustu vikur. „Þannig ég fagna því sérstaklega að þessi áhersla Sjálfstæðismanna sé þarna að festa þetta í sessi í tíu ár.“ Tillögur hækki álögur á byggingariðnað Hún segir að hún hefði viljað sjá auknar aðgerðir til að lækka skatta. Tillögurnar hækki álögur á byggingariðnaði og þannig á fólkinu í landinu. „Í því sambandi vil ég nefna að þarna hefði ríkisstjórnin getað farið þá leið að bæta í endurgreiðslu virðisauka á vinnu á byggingarstað, það hefði lækkað byggingarkostnað,“ segir hún og að hún hefði auk þess viljað sjá ríkisstjórnina afnema stimpilgjöld við íbúðakaup og hækka fjárhæðamörk séreignarsparnaðar. „Og ég hefði líka viljað sjá ríkisstjórnina stíga núna fast niður og útvíkka vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins og afnema neitunarvald annarra sveitarfélaga sem er eitthvað sem við Sjálfstæðismenn höfum talað mikið fyrir og erum með frumvarp í þinginu.“ Hún segist draga það í efa að fólkið í landinu finni sérstaklega fyrir þessum aðgerðum. Það hafi verið tekið fram í kynningu ríkisstjórnar að um væri að ræða fyrri pakka af tveimur, sá seinni kæmi í vor. Málið væri þó nokkuð brýnt og það sé þörf á að byggja meira, auka framboð og ríkisstjórnin eigi að gera allt til að auka lóðaframboð.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Rekstur hins opinbera Reykjavík Tengdar fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49 Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02 Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Ríkisstjórnin kynnti einföldun á regluverki þegar kemur að byggingu húsnæðis á blaðamannafundi þriggja ráðherra og borgarstjóra í Úlfarsárdal. Byggingastjórakerfið verður lagt niður og létt verður verulega á störfum byggingafulltrúa svo eitthvað sé nefnt. 29. október 2025 16:49
Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Flokkur fólksins lagði höfuðáherslu á húsnæðismálin í aðdraganda síðustu kosninga. Flokkurinn lagði sérstaka áherslu á að ryðja nýtt land til uppbyggingar í Úlfarsárdal í Reykjavík með uppbyggingu hagkvæmra íbúða á viðráðanlegu verði. 30. október 2025 08:02
Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Ríkisstjórnin ætlar að draga úr hvata vel stæðra til að safna íbúðum og festa skráningarskyldu leigusamninga í röð. Þá fá sveitarfélög heimild til að leggja álag á fasteignagjald á byggingalóðir sem eru látnar standa auðar í þéttbýli. 29. október 2025 16:47