Dallas 2 - Houston 2 1. maí 2005 00:01 Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig. NBA Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Sjá meira
Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93. Terry hitti mjög vel úr skotum sínum í leiknum og skoraði meðal annars 6 þriggja stiga körfur. Dirk Nowitzki skoraði 18 stig, en hitti illa enn eina ferðina, sem er mjög ólíkt honum. Tracy McGrady var stórkostlegur í fyrstu þremur leikhlutunum, en varð bensínlaus í þeim fjórða, þar sem hann tók slæm skot og missti svo boltann útaf á lokasekúndunum þegar Houston átti möguleika á að jafna leikinn. Avery Johnson, þjálfari Dallas var ánægður með leikstjórnanda sinn Jason Terry og framlag hans í leiknum. "Terry er ekki leikstjórnandi í hefðbundnum skilningi, en hann kemur hlutunum í verk inni á vellinum og það er það sem skiptir máli." Terry er þekktur fyrir að hugsa frekar um að skjóta sjálfur en að leika félaga sína uppi, en sú leikaðferð gekk einmitt upp hjá honum í gær, þar sem enginn annar í liðinu fann fjölina sína. David Wesley, leikstjórnandi Houston var að vonum dapur eftir annað tapið á heimavelli í röð."Það var hrikalegt að tapa þessum leikjum svona í lokin á heimavelli. Þetta eru tvö tækifæri sem við höfðum til að gera út um seríuna, en við nýttum þau ekki," sagði hann. Næsti leikur liðanna fer fram í Dallas og þá verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas nær að verða fyrsta liðið í einvíginu til að vinna á heimavelli, en þetta er aðeins í fimmta sinn í sögunni sem fyrstu fjórir leikirnir í sjö leikja seríu í úrslitakeppni vinnast á útivelli. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 32 stig (hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum), Michael Finley 18 stig, Dirk Nowitzki 18 stig (7 frák, 6 stoðs), Jerry Stackhouse 10 stig (6 frák), Josh Howard 8 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 36 stig (6 frák, 5 stoðs), Yao Ming 20 stig (5 frák, 5 varin, á 25 mínútum), David Wesley 7 stig, Mike James 7 stig, Jon Barry 6 stig.
NBA Mest lesið Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum