Phoenix 1 - San Antonio 4 2. júní 2005 00:01 San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák). NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
San Antonio eru eflaust dauðfegnir að hafa lagt Phoenix Suns í þriðja sinn í röð á útivelli í nótt, 101-95. Ekki aðeins vegna þess að sigurinn tryggði þeim farseðilinn í þriðja úrslitaeinvígið á sjö árum, heldur líka vegna þess að þeir eru lausir við Amare Stoudemire hjá Phoenix. Tim Duncan leiddi San Antonio til sigurs í fimmta leik liðanna í gærkvöld og skoraði 31 stig og hirti 15 fráköst. Sigurinn þýðir að leikmenn liðsins fá góða hvíld fyrir úrslitaleikina, því þeir hefjast ekki fyrr en 9. júní. Allt er í lás hjá Miami og Detroit og því geta liðsmenn San Antonio sleikt sárin í a.m.k. viku. San Antonio notaði góða 18-4 rispu í þriðja leikhlutanum til að koma sér í góða stöðu og stóðust 42 stiga árás Amare Stoudemire sem tróð eins og berserkur, ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skoraði 17 stig og leiddi áhlaup Suns. Stoudemire sló félagsmet Phoenix með fimm 30 stiga leikjum í röð og sló jafnramt met Kareem Abdul-Jabbar yfir flest stig skoruð að meðaltali af manni sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum NBA, en Stoudemire skoraði 37 stig að meðaltali í einvíginu. "Þeir héldu alltaf áfram að berjast og sækja að okkur," sagði Tim Duncan. "Þeir eru ótrúlegt sóknarlið og þó við hefðum ekki ætlað okkur að hleypa þessu einvígi upp í svona hraða, þá erum við sáttir við niðurstöðuna." Robert Horry hjá San Antonio varð með sigrinum níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem kemst í úrslitaleikinn með þremur mismunandi liðum og það sem meira er, hann gæti komist státað af að hafa unnið með þeim öllum. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 42 stig (16 fráköst, 4 varin), Steve Nash 21 stig (10 stoðs), Joe Johnson 14 stig, Jimmy Jackson 9 stig (6 frák), Shawn Marion 8 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 31 stig (15 fráköst), Manu Ginobili 19 stig (8 frák, 6 stoðs), Tony Parker 18 stig, Bruce Bowen 9 stig, Beno Udrih 8 stig, Robert Horry 7 stig (11 frák).
NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira