San Antonio 2 - Detroit 2 17. júní 2005 00:01 Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir). NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir).
NBA Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira