Frétti af áhuga Newcastle hér 15. júlí 2005 00:01 Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Leikmaðurinn var á mála hjá Bosníuliðinu FC Zeljeznicar, en þar var hann ekki í náðinni og þurfti að sætta sig við að spila með varaliði félagsins. Hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gegn um vin sinn sem þar var búsettur, en þegar heimamenn fóru að grenslast fyrir um Cosic á netinu, grófu þeir upp að lið hans hafði neitað stóru tilboði frá Newcastle í leikmanninn. Málið var að sögn Vilbergs hið gruggugasta, því lið hans í Bosníu hafði ætlað að selja hann án þess að hann fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Nú er hinsvegar allt annað uppi á teningnum fyrir Cosic, sem nýtur lífsins í Búðahreppi til fullnustu og er smátt og smátt að komast inn í hinn íslenska 3. deildarbolta. "Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir manninn. Hann er vanur því að spila á fullkomnum völlum fyrir tugþúsundir manna, en það er auðvitað allt annað uppi á teningnum í þessum kartöflugörðum sem sumir vellirnir hérna eru," sagði Vilberg. Maður skyldi ætla að maður sem metinn hefur verið á 300 milljónir króna væri yfirburðamaður í þriðju deildinni. "Hann er vissulega góður, það vantar ekki, en hann á enn eftir að aðlagast hlutunum betur. Það sem mér finnst best við hann er yfirferðin, hraðinn og dugnaðurinn í honum. Svo mætir hann alltaf á réttum tíma á æfingar og er aldrei með neina stjörnustæla," sagði Vilberg að lokum um dýrasta knattspyrnumann á Íslandi, sem hann segir eflaust geta staðið sig með prýði í Landsbankadeildinni eins og hver annar útlendinganna sem þar leika. Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Sjá meira
Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Leikmaðurinn var á mála hjá Bosníuliðinu FC Zeljeznicar, en þar var hann ekki í náðinni og þurfti að sætta sig við að spila með varaliði félagsins. Hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gegn um vin sinn sem þar var búsettur, en þegar heimamenn fóru að grenslast fyrir um Cosic á netinu, grófu þeir upp að lið hans hafði neitað stóru tilboði frá Newcastle í leikmanninn. Málið var að sögn Vilbergs hið gruggugasta, því lið hans í Bosníu hafði ætlað að selja hann án þess að hann fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Nú er hinsvegar allt annað uppi á teningnum fyrir Cosic, sem nýtur lífsins í Búðahreppi til fullnustu og er smátt og smátt að komast inn í hinn íslenska 3. deildarbolta. "Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir manninn. Hann er vanur því að spila á fullkomnum völlum fyrir tugþúsundir manna, en það er auðvitað allt annað uppi á teningnum í þessum kartöflugörðum sem sumir vellirnir hérna eru," sagði Vilberg. Maður skyldi ætla að maður sem metinn hefur verið á 300 milljónir króna væri yfirburðamaður í þriðju deildinni. "Hann er vissulega góður, það vantar ekki, en hann á enn eftir að aðlagast hlutunum betur. Það sem mér finnst best við hann er yfirferðin, hraðinn og dugnaðurinn í honum. Svo mætir hann alltaf á réttum tíma á æfingar og er aldrei með neina stjörnustæla," sagði Vilberg að lokum um dýrasta knattspyrnumann á Íslandi, sem hann segir eflaust geta staðið sig með prýði í Landsbankadeildinni eins og hver annar útlendinganna sem þar leika.
Íslenski boltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Sjá meira