Sport

Fylkir ætlar sér Bikarinn

Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, segir að ekkert annað en sigur í Vísa bikarkeppninni komi til greina. Fylkir á leik við HK í kvöld klukkan 19:15 á Kópavogsvelli í 8 liða úrslitum. "Okkur dettur ekki í hug að vanmeta HK-ingana, þeir eru með þétt lið”, sagði Bjarni Þórður í viðtali við Vísi.is. “Markmið okkar,eins og staðan er í dag er að vinna bikarkeppnina og ná 3. sætinu í deildinni. Því við eigum við ekki lengur möguleika að vinna hana (deildina) og þá mistókst okkur að setja pressu á Val sem er í öðru sæti á sunnudag þegar við töpuðum fyrir Þrótti”,sagði Bjarni Þórður en Fylkir er það lið sem oftast hefur orðið bikarmeistari á þessari öld eða tvisvar, árið 2001 og 2003. HK sló bikarmeistara Keflavíkur úr keppni í síðustu umferð og eru til alls líklegir en Kópavogsliðið fór alla leið í undanúrslit á síðustu leiktíð. Fylkir sló lið Grindavíkur úr keppnini í síðustu umferð en þá gerði Helgi Valur Daníelsson eina mark leiksins rétt fyrir leikslok. Fylgst verður með leiknum hér á Vísi.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×