Viktor Bjarki sá um HK 20. júlí 2005 00:01 Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur. Oftast hefur liðið þó spilað mjög vel á útivöllum en annað var uppi á teningnum í gær. HK-ingar fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, það besta á áttundu mínútu þegar Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis varði frábærlega í horn frá Eyþóri Guðnasyni sem kominn var i dauðafæri. Undir blálok fyrri hálfleiks fór boltinn í höndina á Val Fannari Gíslasyni, varnarmanni Fylkis, innan vítateigs. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson sá þó ekkert athugavert og flautaði til leikhlés skömmu síðar. HK-ingar hópuðust að Jóhannesi og létu óánægju sína í ljós. Fátt var um fína drætti í þessum leik og skemmtanagildið í minnsta lagi. HK saknaði Harðar Más Magnússonar og Rúriks Gíslasonar í þessum leik en þeir eru venjulega þeirra hættulegustu menn í sóknarleiknum. Fylkismönnum gekk brösulega að skapa sér færi gegn varnarsinnuðum HK-mönnum en á lokamínútunum gerðu þeir út um leikinn. Viktor Bjarki skoraði tvívegis, fyrst laglegt mark eftir sendingu Ragnars Sigurðssonar þar sem hann setti boltann í fallegum boga yfir Gunnleif og svo af löngu færi í viðbótartíma í autt markið en Gunnleifur var kominn framarlega á völlinn í þeirri veiku von að fá leikinn framlengdan."Það er erfitt að spila á móti svona liði sem liggur svona aftarlega. Þetta var bara ekta bikarslagur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin." sagði hetjan Viktor Bjarki Arnarsson sem verið hefur á skotskónum hjá Fylki. "Vonandi heldur maður áfram að skora, meðan það gengur vel hjá liðinu þá er gaman." Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Það er óhætt að segja að þessi tvö lið sem áttust við í Kópavoginum í gær séu sannkölluð bikarlið. 1.deildarlið HK komst alla leið í undanúrslit í fyrra og sló bikarmeistarana í Keflavík úr leik í sextán liða úrslitum í ár. Fylkismenn unnu bikarinn 2001 og 2002 en leikur liðsins í sumar hefur verið ansi sveiflukenndur. Oftast hefur liðið þó spilað mjög vel á útivöllum en annað var uppi á teningnum í gær. HK-ingar fengu hættulegustu færi fyrri hálfleiksins, það besta á áttundu mínútu þegar Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Fylkis varði frábærlega í horn frá Eyþóri Guðnasyni sem kominn var i dauðafæri. Undir blálok fyrri hálfleiks fór boltinn í höndina á Val Fannari Gíslasyni, varnarmanni Fylkis, innan vítateigs. Dómarinn Jóhannes Valgeirsson sá þó ekkert athugavert og flautaði til leikhlés skömmu síðar. HK-ingar hópuðust að Jóhannesi og létu óánægju sína í ljós. Fátt var um fína drætti í þessum leik og skemmtanagildið í minnsta lagi. HK saknaði Harðar Más Magnússonar og Rúriks Gíslasonar í þessum leik en þeir eru venjulega þeirra hættulegustu menn í sóknarleiknum. Fylkismönnum gekk brösulega að skapa sér færi gegn varnarsinnuðum HK-mönnum en á lokamínútunum gerðu þeir út um leikinn. Viktor Bjarki skoraði tvívegis, fyrst laglegt mark eftir sendingu Ragnars Sigurðssonar þar sem hann setti boltann í fallegum boga yfir Gunnleif og svo af löngu færi í viðbótartíma í autt markið en Gunnleifur var kominn framarlega á völlinn í þeirri veiku von að fá leikinn framlengdan."Það er erfitt að spila á móti svona liði sem liggur svona aftarlega. Þetta var bara ekta bikarslagur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en undir lokin." sagði hetjan Viktor Bjarki Arnarsson sem verið hefur á skotskónum hjá Fylki. "Vonandi heldur maður áfram að skora, meðan það gengur vel hjá liðinu þá er gaman."
Íslenski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira