Segjast ekki láta kúga sig 16. nóvember 2006 06:00 Hátíðahöld Kýpur-Tyrkja Mehmet Ali Talat, forseti tyrkneska hluta Kýpur, skoðar herafla Kýpur-Tyrkja ásamt Mehmet Eros, yfirmanni tyrkneska hersins, við hátíðahöldin í Nikosíu í gær, sem haldin voru í tilefni þess að 23 ár eru liðin frá því AÐ Kýpur-Tyrkir lýstu yfir sjálfstæði.fréttablaðið/AFP MYND/AFP „Við látum ekki kúga okkur núna, ekki fremur en við höfum látið kúga okkur áður fyrr,“ sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær í Nikosíu, höfuðborg tyrkneska hlutans á Kýpur. Evrópusambandið hefur undanfarið beitt Tyrki nokkrum þrýstingi um að opna bæði flugvelli og hafnir í Tyrklandi fyrir skipum og flugvélum frá gríska hlutanum á Kýpur. Evrópusambandið hefur hótað Tyrkjum því, að verði þeir ekki við þessu fyrir árslok, þá geti svo farið að ekkert verði úr frekari aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni. Í gær héldu Kýpur-Tyrkir upp á það að 23 ár voru liðin frá því þeir stofnuðu sérstakt ríki á norðanverðri eyjunni. Tyrkland er hins vegar eina ríkið í heiminum sem viðurkennir ríki Kýpur-Tyrkja. Suðurhluti eyjunnar, sem er undir stjórn Kýpur-Grikkja, fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2004 og krefst þess að fá aðgang að höfnum og flugvöllum í Tyrklandi alveg eins og önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Tyrkir neita hins vegar alfarið að veita þeim þann aðgang nema Evrópusambandið létti jafnframt öllum hömlum á samgöngum við tyrkneska hlutann á Kýpur. „Við bíðum eftir að hömlunum verði aflétt,“ sagði Gul í gær. Hann krefst þess einnig að Sameinuðu þjóðirnar sjái áfram um að miðla málum í deilunni milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. „Að búast við því að Tyrkland láti undan með því að flytja deiluna frá Sameinuðu þjóðunum til Evrópusambandsins er blindgata,“ sagði Gul. Erlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
„Við látum ekki kúga okkur núna, ekki fremur en við höfum látið kúga okkur áður fyrr,“ sagði Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær í Nikosíu, höfuðborg tyrkneska hlutans á Kýpur. Evrópusambandið hefur undanfarið beitt Tyrki nokkrum þrýstingi um að opna bæði flugvelli og hafnir í Tyrklandi fyrir skipum og flugvélum frá gríska hlutanum á Kýpur. Evrópusambandið hefur hótað Tyrkjum því, að verði þeir ekki við þessu fyrir árslok, þá geti svo farið að ekkert verði úr frekari aðildarviðræðum Tyrkja við Evrópusambandið, að minnsta kosti ekki alveg á næstunni. Í gær héldu Kýpur-Tyrkir upp á það að 23 ár voru liðin frá því þeir stofnuðu sérstakt ríki á norðanverðri eyjunni. Tyrkland er hins vegar eina ríkið í heiminum sem viðurkennir ríki Kýpur-Tyrkja. Suðurhluti eyjunnar, sem er undir stjórn Kýpur-Grikkja, fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2004 og krefst þess að fá aðgang að höfnum og flugvöllum í Tyrklandi alveg eins og önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Tyrkir neita hins vegar alfarið að veita þeim þann aðgang nema Evrópusambandið létti jafnframt öllum hömlum á samgöngum við tyrkneska hlutann á Kýpur. „Við bíðum eftir að hömlunum verði aflétt,“ sagði Gul í gær. Hann krefst þess einnig að Sameinuðu þjóðirnar sjái áfram um að miðla málum í deilunni milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. „Að búast við því að Tyrkland láti undan með því að flytja deiluna frá Sameinuðu þjóðunum til Evrópusambandsins er blindgata,“ sagði Gul.
Erlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira