Dwayne Wade skaut Detroit í kaf 13. febrúar 2006 05:30 Dwayne Wade var stórkostlegur í leiknum í gærkvöldi og sýndi svart á hvítu að hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 17 síðustu stig Miami - þar á meðal sigurkörfuna gegn Detroit NordicPhotos/GettyImages Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn. Detroit hafði frumkvæðið nær allan leikinn í gær og hafði sjö stiga forystu þegar aðeins rúmar fjórar mínútur voru til leiksloka. Dwayne Wade tók hinsvegar til sinna ráða og skoraði 17 síðustu stig Miami í leiknum. Varnarmenn Detroit réðu ekkert við hann þar sem hann hitti úr síðustu sjö skotum sínum í röð og endaði með 37 stig í leiknum, þar af var hann með 28 stig í síðari hálfleik. Hér má sjá sigurkörfu Dwayne Wade gegn Detroit í gær, en hinn sterki varnarmaður Detroit, Tayshaun Prince, átti ekki möguleika á að stöðva hann.NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal dró vagninn fyrir Miami í fyrri hálfleiknum og skoraði þar 21 af 31 stigi sínu í leiknum, en greinilegt er að tröllið er óðum að komast í leikform eftir erfið meiðsli í byrjun tímabils. Leikurinn í gær var þó eign Dwayne Wade, en fyrsta karfa hans í leiknum var einmitt ein af þeim glæsilegri í vetur. Wade fékk sendingu frá félaga sínum Jason Williams, sem hann tók viðstöðulaust í loftinu og lagði ofan í körfuna - eftir að hafa snúið sér í hring í loftinu. "Þetta var gaman fyrir mig, ég tók það á mig að reyna að koma okkur í land í lokin og þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. Það er gaman að sjá að við getum klárað þessa jöfnu leiki gegn sterkari liðum deildarinnar," sagði Dwayne Wade. "Wade gerði út af við okkur í þessum leik," sagði Flip Saunders, þjálfari Detroit. "Við náðum ekki að hjálpa manninum sem var að dekka hann og því fór hann illa með okkur í kvöld." Chauncey Billups skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 25 stig og Rasheed Wallace skoraði 21 stig. Detroit hefur nú tapað 3 af 5 síðustu leikjum sínum í deildinni, en er enn með besta vinningshlutfall allra liða. Þetta var fyrsti sigur Miami á einu af fjórum efstu liðunum í NBA deildinni í átta tilraunum. Miami hefur tapað öllum leikjum sínum gegn Dallas, San Antonio og Phoenix.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira