Arenas og Redd skoruðu báðir 43 stig 19. apríl 2006 05:45 Michael Redd keyrir hér framhjá Gilbert Arenas í leik Washington og Milwaukee í gærkvöld, en þeir félagar skoruðu báðir 43 stig í leiknum NordicPhotos/GettyImages Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira