Við erum sigurstranglegri 21. apríl 2006 16:45 Koma Ron Artest hefur enn sem komið er haft mjög jákvæð áhrif á lið Sacramento sem er nú nokkuð óvænt komið í úrslitakeppnina NordicPhotos/GettyImages Villingurinn Ron Artest hélt því blákalt fram á dögunum að hann væri að eigin mati besti leikmaður í NBA deildinni, en jafnan er stutt í stórar yfirlýsingar hjá kappanum. Nú hefur hann tjáð sig um einvígi Sacramento gegn meisturum San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina og segir Artest sína menn vera í alla staði sigurstranglegri. Þessi yfirlýsing kann að koma einhverjum á óvart þar sem San Antonio var með besta árangur allra liða í Vesturdeildinni, en Sacramento hafnaði í áttunda sætinu. "Ég get ekki séð að við séum litla liðið í þessari viðureign á miðað við hvernig við erum búnir að spila undanfarið," sagði Artest. "San Antonio er kannski í efsta sætinu í dag - en við munum koma út úr þessari úrslitakeppni í fyrsta sætinu. Þeir munu verða tilbúnir fyrir okkur og eru með heimavallarréttinn, en við verðum að koma dýrvitlausir til leiks og vinna leiki á útivelli," sagði Artest. Þó yfirlýsingar hans kunni að hljóma ansi bjartsýnar, verður að telja honum það til tekna að hann lýsti því einmitt yfir að hann færi með lið Sacramento þegar hann gekk til liðs við það frá Indiana á miðjum vetri - og stóð við það. Liðið var í molum áður en Artest gekk í raðir þess, en hinn villti framherji hefur þjappað því saman inni á vellinum og varnarleikur hans hefur verið smitandi fyrir félaga hans. Hvort liðið á hinsvegar möguleika til að slá meistrana út úr úrslitakeppninni er aftur allt annar handleggur. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Villingurinn Ron Artest hélt því blákalt fram á dögunum að hann væri að eigin mati besti leikmaður í NBA deildinni, en jafnan er stutt í stórar yfirlýsingar hjá kappanum. Nú hefur hann tjáð sig um einvígi Sacramento gegn meisturum San Antonio Spurs í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina og segir Artest sína menn vera í alla staði sigurstranglegri. Þessi yfirlýsing kann að koma einhverjum á óvart þar sem San Antonio var með besta árangur allra liða í Vesturdeildinni, en Sacramento hafnaði í áttunda sætinu. "Ég get ekki séð að við séum litla liðið í þessari viðureign á miðað við hvernig við erum búnir að spila undanfarið," sagði Artest. "San Antonio er kannski í efsta sætinu í dag - en við munum koma út úr þessari úrslitakeppni í fyrsta sætinu. Þeir munu verða tilbúnir fyrir okkur og eru með heimavallarréttinn, en við verðum að koma dýrvitlausir til leiks og vinna leiki á útivelli," sagði Artest. Þó yfirlýsingar hans kunni að hljóma ansi bjartsýnar, verður að telja honum það til tekna að hann lýsti því einmitt yfir að hann færi með lið Sacramento þegar hann gekk til liðs við það frá Indiana á miðjum vetri - og stóð við það. Liðið var í molum áður en Artest gekk í raðir þess, en hinn villti framherji hefur þjappað því saman inni á vellinum og varnarleikur hans hefur verið smitandi fyrir félaga hans. Hvort liðið á hinsvegar möguleika til að slá meistrana út úr úrslitakeppninni er aftur allt annar handleggur.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira