Chicago burstaði Miami 28. apríl 2006 10:22 Leikmenn Miami höfðu litla ástæðu til að brosa í gær og voru duglegir að safna að sér villum. Chicago vann öruggan sigur í gær og ef liðið endurtekur leikinn á sunnudag - er aldrei að vita hvað gerist í einvíginu NordicPhotos/GettyImages Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira