New Jersey Nets jafnaði í kvöld metin í 2-2 í einvígi sínu við Indiana Pacers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Austurdeild NBA. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson skoraði 22. Jermaine O´Neal var atkvæðamestur í liði heimamanna með 20 stig. Næsti leikur fer fram í New Jersey á þriðjudagskvöldið.
