Clippers áfram í fyrsta sinn í 30 ár 2. maí 2006 11:10 Leikmenn LA Clippers fögnuðu innilega eftir sigurinn á Denver, en nú gæti farið svo að Los Angeles-liðin mætist í næstu umferð ef Lakers nær að slá út Phoenix í kvöld. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Sýn. NordicPhotos/GettyImages Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
Los Angeles Clippers gekk í gær frá Denver Nuggets 101-83 og vann einvígi liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar auðveldlega 4-1. Þetta er í fyrsta sinn í yfir þrjá áratugi sem félagið vinnur seríu í úrslitakeppni. Þá kláraði Dallas dæmið gegn Memphis og Detroit komst í vænlega stöðu gegn Milwaukee. LA Clippers vann síðast seríu í úrslitakeppni árið 1976, þegar liðið hét Buffalo Braves. Liðið flutti því næst til San Diego og nú síðast til Los Angeles, en fjórir sigrar liðsins í ár jöfnuðu samanlagðan fjölda leikja sem liðið hafði unnið í úrslitakeppni þar síðan það flutti til borgar englanna árið 1984. Cuttino Mobley og Corey Maggette skoruðu 23 stig hvor í sigrinum í gær og Elton Brand bætti við 21 stigi og 13 fráköstum. Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir Denver í gær, en náði sér aldrei á strik í einvíginu frekar en nokkur félaga hans. Dallas vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis Grizzlies í leik sem sýndur var á NBA TV í nótt. Dallas sópaði Memphis þar með 4-0 út úr úrslitakeppninni og vann sinn fyrsta 4-0 sigur í úrslitakeppni í sögu félagsins. Memphis setti met með 12 tapi sínu í röð í úrslitakeppni síðan liðið komst þangað fyrst í sögu félagsins. Dirk Nowitzki var Memphis erfiður ljár í þúfu sem fyrr og skoraði 27 stig og Josh Howard 24 stig. Pau Gasol skoraði 25 stig fyrir Memphis. Detroit getur klárað einvígi sitt við Milwaukee í næsta leik á heimavelli eftir góðan útisigur í gær 109-99 og staðan því orðin 3-1 fyrir Detroit. Chauncey Billups skoraði 34 stig fyrir Detroit og Michael Redd skoraði 33 fyrir Milwaukee.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira