Sport

Diaw tók mestum framförum

Boris Diaw hefur leikið eins og engill í vetur og náði meðal annars þrefaldri tvennu tvo leiki í röð fyrir skömmu
Boris Diaw hefur leikið eins og engill í vetur og náði meðal annars þrefaldri tvennu tvo leiki í röð fyrir skömmu NordicPhotos/GettyImages

Hinn fjölhæfi Boris Diaw hjá Phoenix Suns var í gærkvöldi kjörinn framfarakóngur ársins í NBA deildinni. Diaw, sem er franskur landsliðsmaður, kom til Phoenix frá Atlanta sem uppfyllingarefni í skiptum fyrir Joe Johnson síðasta sumar og fáa óraði fyrir því hve vel hann átti eftir að smella inn í leik liðsins.

Diaw skoraði að meðaltali 4,6 stig í leik fyrir Atlanta á síðasta tímabili og var með 44% skotnýtingu í 66 leikjum. Í ár hefur hann hinsvegar skorað að meðaltali 13,3 stig, hirt 6,9 fráköst, gefið 6,2 stoðsendingar og hitt úr 53% skota sinna. Hann spilaði 81 leik í vetur og var þar af í byrjunarliðinu í 70 þeirra. Diaw hafði gríðarlega yfirburði í valinu í ár, en David West hjá New Orleans Hornets varð annar í kjörinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×