Phoenix og LA Lakers í oddaleik 5. maí 2006 06:47 Tim Thomas tryggði Phoenix framlengingu með þriggja stiga skoti skömmu fyrir leikslok og reyndist hetja liðsins á lokasprettinum NordicPhotos/GettyImages Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira
Leikmenn Phoenix Suns sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í nótt þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 126-118 á útivelli í frábærum framlengdum leik í fyrstu umferð úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Staðan í einvíginu er fyrir vikið orðin jöfn 3-3 og því verður hreinn úrslitaleikur í Phoenix á laugardagskvöldið. Leikurinn var sýndur á beint á NBA TV og óhætt er að álykta að enginn hafi verið svikinn af flugeldasýningunni í Staples Center í nótt. Gestirnir frá Phoenix voru skrefinu á undan lengst af í leiknum í nótt, sem þó var æsispennandi allan tímann. Undir lok venjulegs leiktíma var útlit fyrir að heimamenn ætluðu að hafa sigurinn, en Tim Thomas skaut Phoenix í framlengingu með dramatískri þriggja stiga körfu aðeins 6 sekúndum fyrir leikslok. Kobe Bryant tókst ekki að skora úr síðustu sókn Lakers og því var framlengt í stöðunni 105-105. Í framlengingunni tók svo Phoenix öll völd á vellinum og skoraði 21 stig á fimm mínútum gegn 13 hjá Lakers, en þar af var Kobe Bryant með 12 þeirra. Bryant skoraði 50 stig í leiknum sem er það mesta sem hann hefur skorað í leik í úrslitakeppni. Lamar Odom skoraði 22 stig, hirti 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar hjá Lakers og Kwame Brown skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst. Steve Nash fór fyrir liði Phoenix með 32 stigum og 13 stoðsendingum, Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Tim Thomas 21 stig og hirti 10 fráköst, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Boris Diaw skoraði 19 stig og gaf 7 stoðsendingar. Kobe Bryant setti á svið enn eina sýninguna í nótt og hélt Lakers-liðinu inni í leiknum í framlengingunni með ótrúlegum skotum sínum. Það dugði hinsvegar ekki til í nótt, því eftir að Phoenix misnotaði fyrsta skotið í framlengingunni, hittu leikmenn liðsins úr næstu 7 skotum sínum í röð og kláruðu leikinn með frábærri vítanýtingu. Eftir að hafa verið komið í vonlitla stöðu með aðeins einum sigri í fyrstu fjórum leikjunum, getur Phoenix nú skyndilega klárað dæmið á heimavelli sínum í hreinum úrslitaleik á laugardagskvöldið. Aðeins sjö lið í sögu NBA hafa komið til baka og sigrað í einvígi eftir að hafa lent undir 3-1, en þar af urðu fimm þeirra NBA meistarar.Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers, hefur aldrei fallið úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á ferli sínum sem þjálfari og það sem meira er, hafa lið undir hans stjórn unnið 44 einvígi þar sem þau hafa á annað borð komist yfir - og aldrei tapað.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns Sjá meira