Nash verðmætasti leikmaðurinn 8. maí 2006 05:00 Steve Nash heldur hér á styttunni góðu og gefur til kynna að hann sé að vinna hana annað árið í röð NordicPhotos/GettyImages Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Kanadíski leikstjórnandinn Steve Nash hjá Phoenix Suns var um helgina kjörinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar annað árið í röð, en fréttir þess efnis höfðu reyndar lekið út fyrir nokkru síðan eins og greint var frá hér á Vísi. Nash er þar með kominn í afar þröngan hóp leikmanna í sögu NBA deildarinnar til að vinna til þessarar viðurkenningar tvö ár í röð, en mjög skiptar skoðanir voru um valið að þessu sinni. Enginn dregur þó í efa að framlag Nash til Phoenix-liðsins í vetur hefur verið ómetanlegt. Phoenix var spútniklið ársins í NBA í fyrra, en missti marga lykilmenn í burtu síðasta sumar og þá má ekki gleyma því að hinn magnaði Amare Stoudemire hefur verið meiddur í allan vetur. Það kom þó ekki að sök í vetur, því Nash náði að leiða liðið til sigurs í sínum riðli og 54 sigra í deildarkeppninni. Nash hlaut 924 atkvæði í kjörinu, þar af 57 í efsta sætið, LeBron James kom næstur með 688 atkvæði og 16 í efsta sætið, Dirk Nowitzki hlaut 544 atkvæði og 14 í efsta sætið, Kobe Bryant hlaut 483 atkvæði og 22 í efsta sætið og Chauncey Billups hlaut 430 atkvæði og 15 í fyrsta sætið. Aðrir voru þar talsvert fyrir neðan. "Ég þarf að klípa sjálfan mig til að ganga úr skugga um hvort mig sé að dreyma. Ég trúi ekki að ég standi hér í dag og taki við þessum verðlaunum. Ég trúði því ekki í fyrra og það er í raun enn erfiðara að trúa því núna - en ég ætla nú samt ekkert að skila styttunni," sagði Nash og glotti á blaðamannafundinum eftir að hafa tekið við verðlaununum. Nash varð aðeins ellefti leikmaðurinn í sögu NBA til að hljóta verðlaunin oftar en einu sinni og níundi leikmaðurinn til að hljóta þau tvö ár í röð. Þar með er hann kominn í hóp leikmanna eins og Kareem-Abdul Jabbar, Bill Russell, Wilt Chamberlain, Michael Jordan, Magic Johnson, Larry Bird, Moses Malone og Tim Duncan.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn