Toronto datt í lukkupottinn 24. maí 2006 07:00 Lið Toronto datt sannarlega í lukkupottinn í lotteríinu í NBA í nótt Kanadaliðið Toronto Raptors í NBA deildinni datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar það hreppti fyrsta valréttinn í hinu árlega nýliðavali sem fram fer eftir um það bil mánuð. Dregið er úr lukkupotti um það hvaða lið hreppir hnossið hverju sinni, rétt eins og þegar dregið er í Lottóinu hérlendis og fá liðin úthlutað kúlum í pottinum eftir árangri í deildarkeppninni síðasta vetur. Lið Portland Trailblazers hafnaði í neðsta sæti í deildarkeppninni í vetur átti þar af leiðandi flestar kúlur í pottinum þegar dregið var í nótt. Þrátt fyrir að 25% líkur hafi verið á að Portland fengi fyrsta valréttinn, var það Toronto sem datt í lukkupottinn þrátt fyrir að líkurnar á því væru aðeins um 8% - ekki ósvipað og þegar Milwaukee hreppti hnossið í fyrra. Aðeins þrjú lið með slakastan árangur í deildinni hafa fengið fyrsta valrétt síðan árið 1990. Annan valrétt fær Chicago eftir að hafa fengið hann frá New York Knicks í skiptum fyrir Eddy Curry á sínum tíma. Charlotte velur númer þrjú, þá Portland og Atlanta fær fimmta valréttinn. Ekki er búist við því að verði neinir stórlaxar á lausu í nýliðavalinu í ár, sem fram fer í New York þann 28. júní, en framherjinn Adam Morrison frá Gonzaga, miðherjinn LaMarcus Aldridge frá Texas-háskólanum og framherjinn Tyrus Thomas frá LSU, þykja allir koma vel til greina sem fyrsti valréttur.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir fyrstu 30. valréttina:1. Toronto 2. Chicago (frá New York) 3. Charlotte 4. Portland 5. Atlanta 6. Minnesota 7. Boston 8. Houston 9. Golden State 10. Seattle 11. Orlando 12. New Orleans 13. Philadelphia 14. Utah 15. New Orleans (frá Milwaukee) 16. Chicago 17. Indiana 18. Washington 19. Sacramento 20. New York (frá Denver í gegn um Toronto og New Jersey) 21. Phoenix (frá L.A. Lakers í gegn um Atlanta og Boston) 22. New Jersey (frá L.A. Clippers í gegn um Denver og Orlando) 23. New Jersey 24. Memphis 25. Cleveland 26. L.A. Lakers (frá Miami) 27. Phoenix 28. Dallas 29. New York (frá San Antonio) 30. Portland (frá Detroit í gegn um Utah) Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira
Kanadaliðið Toronto Raptors í NBA deildinni datt heldur betur í lukkupottinn í gær þegar það hreppti fyrsta valréttinn í hinu árlega nýliðavali sem fram fer eftir um það bil mánuð. Dregið er úr lukkupotti um það hvaða lið hreppir hnossið hverju sinni, rétt eins og þegar dregið er í Lottóinu hérlendis og fá liðin úthlutað kúlum í pottinum eftir árangri í deildarkeppninni síðasta vetur. Lið Portland Trailblazers hafnaði í neðsta sæti í deildarkeppninni í vetur átti þar af leiðandi flestar kúlur í pottinum þegar dregið var í nótt. Þrátt fyrir að 25% líkur hafi verið á að Portland fengi fyrsta valréttinn, var það Toronto sem datt í lukkupottinn þrátt fyrir að líkurnar á því væru aðeins um 8% - ekki ósvipað og þegar Milwaukee hreppti hnossið í fyrra. Aðeins þrjú lið með slakastan árangur í deildinni hafa fengið fyrsta valrétt síðan árið 1990. Annan valrétt fær Chicago eftir að hafa fengið hann frá New York Knicks í skiptum fyrir Eddy Curry á sínum tíma. Charlotte velur númer þrjú, þá Portland og Atlanta fær fimmta valréttinn. Ekki er búist við því að verði neinir stórlaxar á lausu í nýliðavalinu í ár, sem fram fer í New York þann 28. júní, en framherjinn Adam Morrison frá Gonzaga, miðherjinn LaMarcus Aldridge frá Texas-háskólanum og framherjinn Tyrus Thomas frá LSU, þykja allir koma vel til greina sem fyrsti valréttur.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir fyrstu 30. valréttina:1. Toronto 2. Chicago (frá New York) 3. Charlotte 4. Portland 5. Atlanta 6. Minnesota 7. Boston 8. Houston 9. Golden State 10. Seattle 11. Orlando 12. New Orleans 13. Philadelphia 14. Utah 15. New Orleans (frá Milwaukee) 16. Chicago 17. Indiana 18. Washington 19. Sacramento 20. New York (frá Denver í gegn um Toronto og New Jersey) 21. Phoenix (frá L.A. Lakers í gegn um Atlanta og Boston) 22. New Jersey (frá L.A. Clippers í gegn um Denver og Orlando) 23. New Jersey 24. Memphis 25. Cleveland 26. L.A. Lakers (frá Miami) 27. Phoenix 28. Dallas 29. New York (frá San Antonio) 30. Portland (frá Detroit í gegn um Utah)
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Sjá meira