Miami hársbreidd frá úrslitunum 30. maí 2006 03:53 Dwayne Wade er með yfir 70% skotnýtingu í einvíginu við Detroit NordicPhotos/GettyImages Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Lið Detroit virkaði alls ekki sannfærandi frá fyrstu mínútu og leikur liðsins bar ekki vott um að það væri í örvæntingu að reyna að vinna aftur heimavallarréttinn. Shaquille O´Neal og Dwayne Wade léku sér enn og aftur að varnarmönnum Detroit og þurftu litla sem enga hjálp frá aukaleikurum sínum. Detroit sýndi sitt rétta andlit í stuttum skorpum í síðari hálfleik og náði að komast yfir á kafla - ekki síst vegna þess að Dwayne Wade tók ekki eitt einasta skot á körfuna allan þriðja leikhlutann. Hann geymdi hinsvegar það besta þangað til á lokakaflanum og skoraði ótrúlegar körfur. Það segir kannski sína sögu um andleysi Detroit leikmanna og áræðni Miami, að Shaquille O´Neal varði skot í vörninni og hljóp sjálfur upp allan völlinn og skoraði með sniðskoti. Dwayne Wade skoraði 31 stig í leiknum, hitti 8 af 11 skotum sínum og setti á svið sýningu eins og honum einum er lagið með sirkuskörfum af dýrari sortinni. Shaquille O´Neal skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Udonis Haslem skoraði 16 stig. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 14 stig og Rasheed Wallace skoraði 12 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram í Detroit á miðvikudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Miami Heat tók í nótt stórt skref í áttina að sjálfum NBA úrslitunum með nokkuð öruggum 89-78 sigri á Detroit Pistons í fjórða leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er því komið í 3-1 í einvíginu og getur klárað dæmið í Detroit á miðvikudagskvöldið, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Lið Detroit virkaði alls ekki sannfærandi frá fyrstu mínútu og leikur liðsins bar ekki vott um að það væri í örvæntingu að reyna að vinna aftur heimavallarréttinn. Shaquille O´Neal og Dwayne Wade léku sér enn og aftur að varnarmönnum Detroit og þurftu litla sem enga hjálp frá aukaleikurum sínum. Detroit sýndi sitt rétta andlit í stuttum skorpum í síðari hálfleik og náði að komast yfir á kafla - ekki síst vegna þess að Dwayne Wade tók ekki eitt einasta skot á körfuna allan þriðja leikhlutann. Hann geymdi hinsvegar það besta þangað til á lokakaflanum og skoraði ótrúlegar körfur. Það segir kannski sína sögu um andleysi Detroit leikmanna og áræðni Miami, að Shaquille O´Neal varði skot í vörninni og hljóp sjálfur upp allan völlinn og skoraði með sniðskoti. Dwayne Wade skoraði 31 stig í leiknum, hitti 8 af 11 skotum sínum og setti á svið sýningu eins og honum einum er lagið með sirkuskörfum af dýrari sortinni. Shaquille O´Neal skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst og Udonis Haslem skoraði 16 stig. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit, Chauncey Billups skoraði 14 stig og Rasheed Wallace skoraði 12 stig. Fimmti leikur liðanna fer fram í Detroit á miðvikudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira