Heimsmarkaðsverð á áli yfir 1.800 dollara á tonnið 27. júlí 2009 08:45 Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um verðþróunina á áli í Hagsjá sinni. Þar segir að eftir að álverð náði hámarki í kauphöllinni í London þann 11. júlí í fyrra, en þá var dagslokaverðið tæplega 3.300 dollara á tonnið, hefur það lækkað umtalsvert. Lægst fór það niður í 1.252 dollara í lok mars. Útflutningsverðmæti áls hefur mikið að segja um hagþróun landsins á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var álútflutningur þriðjungur af verðmæti útfluttrar vöru á tímabilinu janúar til maí þessa árs. Í hagspá Seðlabanka Íslands í maí-útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir 9-10% hækkun álverðs á árunum 2010 og 2011 eftir 42% verðfall milli þessa árs og 2008. Í hagspánni er jafnframt gert ráð fyrir því að uppbygging álvers í Helguvík verði fram haldið og komist almennilega á skrið í byrjun næsta árs. „Í spám Seðlabankans er álverið einn af lykilþáttum í auknum hagvexti þegar fram í sækir auk þess sem því er ætlað að auka útflutningstekjur," segir í Hagspánni. Samkvæmt tölunum á markaðinum í London í morgun virðast forsendur Seðlabankans ætla að standast og gott betur hvað varðar verðþróunina á álinu.Í Hagsjánni er síðan vitnað til kynningarfundar sem forsvarsmenn Century héldu fyrir helgina en þar kom fram mikil trú á Helguvíkurverkefnið. Savgt var að Helguvík væri „heimsklassa og fyrirtaks fjárfesting fyrir hluthafa félagsins í framtíðinni". Eftirlitsstofnun EFTA hefur staðfest fjárfestingarsamning á milli Century og íslenska ríkisins. Ennfremur kom fram í kynningunni að álframleiðsla í heiminum hefur dregist saman um 5 milljón tonn það sem af er ári, en það er umtalsvert minna en búist var við, því miklu minni framleiðslusamdráttur hefur átt sér stað í Kína. Í júní voru framleidd um 35 milljón tonn á ársgrundvelli, samanborið við 40 milljón tonn árið 2008. Heildarframleiðsla á áli á Íslandi árið 2008 var 741 þúsund tonn skv. hagvísum Hagstofunnar og jókst um tæp 70% frá 2007. Á Íslandi voru því framleidd ríflega 2% af öllu áli í heiminum í fyrra. Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli er komið í 1.811 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í fyrrahaust. Staðgreiðsluverðið er í 1.798 dollurum. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um verðþróunina á áli í Hagsjá sinni. Þar segir að eftir að álverð náði hámarki í kauphöllinni í London þann 11. júlí í fyrra, en þá var dagslokaverðið tæplega 3.300 dollara á tonnið, hefur það lækkað umtalsvert. Lægst fór það niður í 1.252 dollara í lok mars. Útflutningsverðmæti áls hefur mikið að segja um hagþróun landsins á næstunni. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar var álútflutningur þriðjungur af verðmæti útfluttrar vöru á tímabilinu janúar til maí þessa árs. Í hagspá Seðlabanka Íslands í maí-útgáfu Peningamála er gert ráð fyrir 9-10% hækkun álverðs á árunum 2010 og 2011 eftir 42% verðfall milli þessa árs og 2008. Í hagspánni er jafnframt gert ráð fyrir því að uppbygging álvers í Helguvík verði fram haldið og komist almennilega á skrið í byrjun næsta árs. „Í spám Seðlabankans er álverið einn af lykilþáttum í auknum hagvexti þegar fram í sækir auk þess sem því er ætlað að auka útflutningstekjur," segir í Hagspánni. Samkvæmt tölunum á markaðinum í London í morgun virðast forsendur Seðlabankans ætla að standast og gott betur hvað varðar verðþróunina á álinu.Í Hagsjánni er síðan vitnað til kynningarfundar sem forsvarsmenn Century héldu fyrir helgina en þar kom fram mikil trú á Helguvíkurverkefnið. Savgt var að Helguvík væri „heimsklassa og fyrirtaks fjárfesting fyrir hluthafa félagsins í framtíðinni". Eftirlitsstofnun EFTA hefur staðfest fjárfestingarsamning á milli Century og íslenska ríkisins. Ennfremur kom fram í kynningunni að álframleiðsla í heiminum hefur dregist saman um 5 milljón tonn það sem af er ári, en það er umtalsvert minna en búist var við, því miklu minni framleiðslusamdráttur hefur átt sér stað í Kína. Í júní voru framleidd um 35 milljón tonn á ársgrundvelli, samanborið við 40 milljón tonn árið 2008. Heildarframleiðsla á áli á Íslandi árið 2008 var 741 þúsund tonn skv. hagvísum Hagstofunnar og jókst um tæp 70% frá 2007. Á Íslandi voru því framleidd ríflega 2% af öllu áli í heiminum í fyrra.
Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira