Verkefnið er að varpa ljósi á heildarmyndina 12. janúar 2010 15:15 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað sé gegn honum. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndin átti að skila niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember í fyrra en varð að fresta skilunum sem miðast nú við 1. febrúar.Skýrslutaka segir ekki til um hugsanlega refsiábyrgð Páll segir að rannsóknarnefndin sinni ekki sérstaklega rannsókn sakamála. Það verkefni sé í höndum sérstaks saksóknara og eftir atvikum Fjármálaeftirlitsins og annarra yfirvalda. Hins vegar sé tekið fram í lögum um nefndina að ef grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum eigi nefndin gera hlutaðeigandi yfirvöldum grein fyrir því. „Það hvort einstaklingar eru kallaðir í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni eða ekki hefur því ekki þýðingu um stöðu hans með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar," segir Páll. Við það bætist að í lögum um rannsóknarnefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum. „Rannsóknarnefndin hefur því í störfum sínum þurft að gæta þess að rannsókn hennar verði ekki til að takmarka möguleika þar til bærra yfirvalda til að fylgja málum hugsanlega eftir í farvegi sakamála. Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna," segir Páll. Rúmlega 140 teknir í formlega skýrslutöku Páll segir að skýrslunni verði tölulegar upplýsingar um umfang þeirrar vinnu sem unnin hefur verið við rannsókn nefndarinnar, ritun skýrslunnar, svo og upplýsingar um það hverjir komu til skýrslutöku og hvenær. Rétt yfir 140 hafi verið teknir í formlega skýrslutöku og sumir oftar en einu sinni. Þá hafi verið rætt við yfir 300 manns á fundum til viðbótar. Aðspurður hvort að nefndin muni gera tillögur um framahaldsrannsókn á einstökum þáttum segist Páll ekki geta tjáð sig um það.Styttist í skil Páll segir að nefndin hafi unnið eftir þeirri áætlun að geta skilað skýrslunni 1. febrúar. Verkefni sé hins vegar stórt og margþætt og lokafrágangur tímafrekur. Af þeim sökum sé á þessari stundu ekki hægt að fullyrða nákvæmlega upp á dag eða klukkustund hvenær skýrslan verður birt. „Við erum á endasprettinum við skrif og að sinna ákveðnum þáttum sem lögin kveða á um, svo sem að gefa þeim sem undir það falla kost á að koma að athugasemdum og taka saman upplýsingar um atriði sem við kunnum að telja rétt að senda til ríkissaksóknara, forstöðumanna og hlutaðeigandi ráðuneyta," segir Páll. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað sé gegn honum. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndin átti að skila niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember í fyrra en varð að fresta skilunum sem miðast nú við 1. febrúar.Skýrslutaka segir ekki til um hugsanlega refsiábyrgð Páll segir að rannsóknarnefndin sinni ekki sérstaklega rannsókn sakamála. Það verkefni sé í höndum sérstaks saksóknara og eftir atvikum Fjármálaeftirlitsins og annarra yfirvalda. Hins vegar sé tekið fram í lögum um nefndina að ef grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum eigi nefndin gera hlutaðeigandi yfirvöldum grein fyrir því. „Það hvort einstaklingar eru kallaðir í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni eða ekki hefur því ekki þýðingu um stöðu hans með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar," segir Páll. Við það bætist að í lögum um rannsóknarnefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum. „Rannsóknarnefndin hefur því í störfum sínum þurft að gæta þess að rannsókn hennar verði ekki til að takmarka möguleika þar til bærra yfirvalda til að fylgja málum hugsanlega eftir í farvegi sakamála. Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna," segir Páll. Rúmlega 140 teknir í formlega skýrslutöku Páll segir að skýrslunni verði tölulegar upplýsingar um umfang þeirrar vinnu sem unnin hefur verið við rannsókn nefndarinnar, ritun skýrslunnar, svo og upplýsingar um það hverjir komu til skýrslutöku og hvenær. Rétt yfir 140 hafi verið teknir í formlega skýrslutöku og sumir oftar en einu sinni. Þá hafi verið rætt við yfir 300 manns á fundum til viðbótar. Aðspurður hvort að nefndin muni gera tillögur um framahaldsrannsókn á einstökum þáttum segist Páll ekki geta tjáð sig um það.Styttist í skil Páll segir að nefndin hafi unnið eftir þeirri áætlun að geta skilað skýrslunni 1. febrúar. Verkefni sé hins vegar stórt og margþætt og lokafrágangur tímafrekur. Af þeim sökum sé á þessari stundu ekki hægt að fullyrða nákvæmlega upp á dag eða klukkustund hvenær skýrslan verður birt. „Við erum á endasprettinum við skrif og að sinna ákveðnum þáttum sem lögin kveða á um, svo sem að gefa þeim sem undir það falla kost á að koma að athugasemdum og taka saman upplýsingar um atriði sem við kunnum að telja rétt að senda til ríkissaksóknara, forstöðumanna og hlutaðeigandi ráðuneyta," segir Páll.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira