Efnahagsmál í brennidepli 27. ágúst 2011 04:00 Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra rauf þing í gær og efndi til kosninga. Stjórnarandstaðan hefur haft forskot í skoðanakönnunum um langa hríð.N ordicPhotos/AFP Helle Thorning-Schmidt Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. Rasmussen á þó erfitt verkefni fram undan, þar sem stjórnarflokkarnir Venstre og Íhaldsflokkurinn hafa misst talsvert fylgi yfir til vinstriflokkanna. Samkvæmt nýbirtri skoðanakönnun Ritzau myndu vinstriflokkarnir fá 96 af 179 þingsætum en flestar kannanir þar á undan höfðu gefið þeim 94 eða 95 sæti. Verði það niðurstaðan verður Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra þar í landi. Ástæðan fyrir því að Rasmussen boðar nú til kosninga er að hann hefur ekki náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn (DF), sem ver stjórnina falli, um aðgerðapakka til að efla efnahags- og atvinnulífið. Helst eru það hugmyndir stjórnarflokkanna um skattaafslátt vegna fasteignakaupa sem standa í DF, sem telur það of dýra aðgerð sem muni ekki skila nægu fé í ríkiskassann. Flestir sérfræðingar danskra fjölmiðla eru sammála um að komandi kosningabarátta verði hörð og spennandi. Venstre og Íhaldsmenn hafa haldið um stjórnartaumana í Danmörku frá því að þeir sigruðu í kosningum árið 2001, en DF hefur varið minnihlutastjórn þeirra falli frá upphafi og fengið nokkru áorkað af sínum helstu baráttumálum í krafti þess, þar á meðal í málefnum innflytjenda. Mál málanna verða þó eflaust efnahagsmálin því að fyrir liggur að næstu ár muni einkennast af aðhaldi. Stjórnmálaskýrandi Jótlandspóstsins sagði til dæmis að lykilorðin væru tvö: vöxtur og skuldir. Vinstriflokkarnir segja að stjórnin þurfi að auka opinber umsvif til að örva vöxt og hækka skatta til að styðja við velferðarkerfið. Venstre og íhaldsmenn leggja hins vegar ofuráherslu á að efnahagsástand Evrópu og heimsins sýni að skuldasöfnun hins opinbera sé varhugaverð. thorgils@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Helle Thorning-Schmidt Kosið verður til þings í Danmörku hinn 15. september næstkomandi. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga í gær og tók þannig af skarið eftir margra vikna vangaveltur, en reglubundnar kosningar hefðu átt að fara fram í nóvember. Rasmussen á þó erfitt verkefni fram undan, þar sem stjórnarflokkarnir Venstre og Íhaldsflokkurinn hafa misst talsvert fylgi yfir til vinstriflokkanna. Samkvæmt nýbirtri skoðanakönnun Ritzau myndu vinstriflokkarnir fá 96 af 179 þingsætum en flestar kannanir þar á undan höfðu gefið þeim 94 eða 95 sæti. Verði það niðurstaðan verður Helle Thorning-Schmidt, formaður jafnaðarmanna, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra þar í landi. Ástæðan fyrir því að Rasmussen boðar nú til kosninga er að hann hefur ekki náð samkomulagi við Danska þjóðarflokkinn (DF), sem ver stjórnina falli, um aðgerðapakka til að efla efnahags- og atvinnulífið. Helst eru það hugmyndir stjórnarflokkanna um skattaafslátt vegna fasteignakaupa sem standa í DF, sem telur það of dýra aðgerð sem muni ekki skila nægu fé í ríkiskassann. Flestir sérfræðingar danskra fjölmiðla eru sammála um að komandi kosningabarátta verði hörð og spennandi. Venstre og Íhaldsmenn hafa haldið um stjórnartaumana í Danmörku frá því að þeir sigruðu í kosningum árið 2001, en DF hefur varið minnihlutastjórn þeirra falli frá upphafi og fengið nokkru áorkað af sínum helstu baráttumálum í krafti þess, þar á meðal í málefnum innflytjenda. Mál málanna verða þó eflaust efnahagsmálin því að fyrir liggur að næstu ár muni einkennast af aðhaldi. Stjórnmálaskýrandi Jótlandspóstsins sagði til dæmis að lykilorðin væru tvö: vöxtur og skuldir. Vinstriflokkarnir segja að stjórnin þurfi að auka opinber umsvif til að örva vöxt og hækka skatta til að styðja við velferðarkerfið. Venstre og íhaldsmenn leggja hins vegar ofuráherslu á að efnahagsástand Evrópu og heimsins sýni að skuldasöfnun hins opinbera sé varhugaverð. thorgils@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira