Misskilningur skjalaþýðandans Magnús Magnússon skrifar 17. september 2011 06:00 Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun