Misskilningur skjalaþýðandans Magnús Magnússon skrifar 17. september 2011 06:00 Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. Í leiðara mínum fjallaði ég, eins og glöggir lesendur Skessuhorns geta vitnað, um þá hópa fólks sem annars vegar dvelja langdvölum í háskólanámi úti á landi og hins vegar hópa fólks sem dvelja meginhluta ársins í sumarhúsum, eða heilsárshúsum sínum, án þess að færa þangað lögheimili sín. Þarna fjallaði ég EKKI um hinn almenna sumarhúsaeiganda, fólkið sem dvelur í húsum sínum af og til en stundar vinnu annars staðar þar sem það á jafnframt lögheimili. Að ég hafi kallað allt það góða fólk afætur er alrangt hjá löggilta skjalaþýðandanum. Þeir hópar fólks sem dvelja lungann úr árinu í Borgarfirði, jafnvel svo árum skiptir, án þess að færa þangað lögheimili sín, greiða ekki skatta og skyldur til Borgarbyggðar eða til Skorradalshrepps, gætu hins vegar með réttu kallast afætur. Töluvert er um að fólk búi allt árið í heilsárshúsum, stundi þaðan vinnu eða sé einfaldlega hætt vinnu og njóti ævikvöldsins í húsunum sínum úti á landi. Flestir gætu tekið undir að það er einungis sanngirniskrafa að það fólk flytji einnig lögheimili sín á þessa staði. Þannig vill til að í Borgarbyggð eru tveir fjölmennir háskólar og á annað þúsund sumarhús. Í hluta þessara sumarhúsa eru dæmi um að fólk hafi búsetu allt árið án þess að lögheimili þess sé þar skráð. Slíkt kalla ég dulda búsetu. Um þennan hóp fólks var ég að skrifa í leiðara mínum, ekki hinn almenna sumarhúsaeiganda. Í leiðaranum fjalla ég um það ójafnvægi sem orðið er í greiðslum hins opinbera til ríkisstofnana á landsbyggðinni, svo sem til löggæslu og heilbrigðisþjónustu. Þegar íbúatala margfaldast, án þess að tekjur komi á móti, býr lögregla og heilsugæsla á þessum stöðum við aukið álag. Greiðslur frá hinu opinbera miðast nefnilega við skráða íbúa á svæðinu með lögheimili sín þar. Dæmin hafa sýnt að álag á þessar stofnanir hefur verið svo mikið að það bitnar á almennum íbúum og þeim sem treysta verða á þjónustuna. Erfitt er að fá samband við lækna eða lögreglu sem endalaust glíma við fjárskort og niðurskurð frá ríkinu. Ekki ætla ég að fara í smáatriðum út í efnistök Ellenar í grein hennar þar sem hún virðist hafa kosið að snúa orðum mínum svo illilega á haus. Eitt sagði hún þó sem mér fannst verulega umhugsunarvert: „Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta,“ sagði hún. Þetta er ekki góð latína hjá Ellen, að skrifa harðorða skammargrein vegna skrifa einhvers í allt öðrum fjölmiðli, snúa svo orðum viðkomandi á haus, og frábiðja sér loks að sá hinn sami geti svarað fyrir sig! Ellen Ingvadóttir er örugglega góður og gegn eigandi sumarhúss í Borgarbyggð og býð ég hana sem og alla aðra eigendur sumarhúsa í mínu heimahéraði velkomna hér eftir sem hingað til. Hins vegar þegar og ef að því kemur að Ellen Ingvadóttir hættir skjalaþýðingum og löggiltri dómtúlkun og flytur í fallega heilsárshúsið sitt á bökkum Langár, þá þarf hún bara að muna að færa lögheimilið sitt þangað. Um það snerust skrif mín og ekkert annað.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun