Yfir himins ygglibrá Jakob Bragi Hannesson skrifar 11. mars 2015 13:52 Það er góð líkamsrækt að ganga afturábak í snjóstormi og ófærð. Það kemur af sjálfu sér nú um stundir, og er náttúruleg líkamsrækt, sem reynir á skyn- og hreyfiþroska manna, auk almennrar líkamsvitundar og hreysti. Barátta Íslendingsins við veðuröflin er í anda ofurmennishugsunar Nietzsches: „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari.“ Þetta er íslenskt heilkenni og höfum við Íslendingar átt flesta sterkustu menn heimsins miðað við höfðatölu. Almenn hreysti og djöfulgangur hefur komið okkur Íslendingum til hæstu metorða þar sem krafist er líkamsburðar. Hinir tröllauknu menn sem glímt hafa við náttúruöflin vissu þó að óvarkárni gagnvart þeim breytti þeim umsvifalaust í nátttröll. Því miður er hugvit Íslendingsins mikill eftirbátur líkamshreystinnar. Á alþjóðavettvangi verðum við okkur að athlægi fyrir afdalahátt og þjóðernisrembu. Hin íslenska þjóðarvitund, sem er hinn dæmigerði framsóknarmaður, stenst illa tímans tönn. Til að samstilling hugar og líkama verði að veruleika, „Mens sana in corpore sano“, verðum við Íslendingar að fá að kjósa um inngöngu í E.S.B. og ryðja afdalahugsunarhætti pólitiskrar forpokunar burt. Veðurofsanum sem gengið hefur yfir landið undanfarna mánuði má lýsa með eftirfarandi stöku: Yfir himins ygglibrá óravegu langa éljaflákar úfnir á ugglum veðra hanga. (Sveinbjörn Björnsson (1855-1933), steinsmiður og skáld) Íslenska þjóðarsálin er veðurbarin og lúin nú um stundir en má ekki sofna á verðinum. Við þurfum að losa okkur við íslensku nátttröllin á Alþingi og ríkisstjórn Íslands. „Blásum vind í seglin“, og látum „skært lúðra hljóma“. „Forðum okkur hættum frá“. Kæru Íslendingar „Fljótið ekki sofandi að feigðarósi“, því þá granda ykkur „himins ygglibrár„ og „úfnir éljaflákar“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er góð líkamsrækt að ganga afturábak í snjóstormi og ófærð. Það kemur af sjálfu sér nú um stundir, og er náttúruleg líkamsrækt, sem reynir á skyn- og hreyfiþroska manna, auk almennrar líkamsvitundar og hreysti. Barátta Íslendingsins við veðuröflin er í anda ofurmennishugsunar Nietzsches: „Það sem drepur þig ekki gerir þig sterkari.“ Þetta er íslenskt heilkenni og höfum við Íslendingar átt flesta sterkustu menn heimsins miðað við höfðatölu. Almenn hreysti og djöfulgangur hefur komið okkur Íslendingum til hæstu metorða þar sem krafist er líkamsburðar. Hinir tröllauknu menn sem glímt hafa við náttúruöflin vissu þó að óvarkárni gagnvart þeim breytti þeim umsvifalaust í nátttröll. Því miður er hugvit Íslendingsins mikill eftirbátur líkamshreystinnar. Á alþjóðavettvangi verðum við okkur að athlægi fyrir afdalahátt og þjóðernisrembu. Hin íslenska þjóðarvitund, sem er hinn dæmigerði framsóknarmaður, stenst illa tímans tönn. Til að samstilling hugar og líkama verði að veruleika, „Mens sana in corpore sano“, verðum við Íslendingar að fá að kjósa um inngöngu í E.S.B. og ryðja afdalahugsunarhætti pólitiskrar forpokunar burt. Veðurofsanum sem gengið hefur yfir landið undanfarna mánuði má lýsa með eftirfarandi stöku: Yfir himins ygglibrá óravegu langa éljaflákar úfnir á ugglum veðra hanga. (Sveinbjörn Björnsson (1855-1933), steinsmiður og skáld) Íslenska þjóðarsálin er veðurbarin og lúin nú um stundir en má ekki sofna á verðinum. Við þurfum að losa okkur við íslensku nátttröllin á Alþingi og ríkisstjórn Íslands. „Blásum vind í seglin“, og látum „skært lúðra hljóma“. „Forðum okkur hættum frá“. Kæru Íslendingar „Fljótið ekki sofandi að feigðarósi“, því þá granda ykkur „himins ygglibrár„ og „úfnir éljaflákar“.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar