Vigdís segir Einar hafa farið offari Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 23:02 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að þingforseti hafi farið offari þegar hann bað eigendur American Bar í Austurstræti um að taka niður bandaríska fánanna sem blakti fyrir utan staðinn. „Ég er búinn að láta mig hafa það að labba inn á þingflokksskrifstofur Framsóknarflokksins í Moggahöllinni undir blaktandi Evrópufána og aldrei datt mér í hug að kvarta yfir því,“ sagði Vigdís um málið þegar hún var gestur í Íslandi í dag í kvöld.American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna.Sjá einnig: Bandaríski fáninn fjarlægður af American BarFáninn hangir enn uppi inni á staðnum.Facebook/American Bar„Er að gerðarleysið við Austurvöll orðið svona mikið að það þurfi að skipta sér af rekstri fyrirtækja? Ég meina, þetta er bara merki þessa staðar og þeir bara auglýsa sig og sína vöru. Mér finnst þetta svolítið langt seilst, bara út af atvinnufrelsi og svona,“ sagði hún. Vigdís lá ekki á skoðunum sínum á þessu máli og sagði: „Þetta er gengið of langt og ég bara lýsi því yfir að það er búið að fara offari í þessu máli.“ Fleiri þingmenn hafa lýst svipuðum skoðunum á málinu eftir að sagt var frá því í fréttum. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, spurði á Facebook-síðu sinni nú í kvöld hvort við værum ekki orðin full viðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað væri að angra okkur. „Það er ekki eins og maður fyllist bandarískri þjóðerniskennd sönglandi bandaríska þjóðsönginn. Er þetta merki um að menn hvíli ekki nægjanlega vel í Íslendingnum í sér?“ spurði þingkonan.Erum við ekki orðin fullviðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað er farinn að angra okkur? Það er ekki eins og...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Friday, April 17, 2015Forseti Alþingis sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann hefði gengið í málið eftir athugasemdir nokkurra þingmanna. „Það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis,“ sagði Einar. „Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömuleiðis brugðust mjög vel við þessu,“ bætti hann svo við. Alþingi Tengdar fréttir Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að þingforseti hafi farið offari þegar hann bað eigendur American Bar í Austurstræti um að taka niður bandaríska fánanna sem blakti fyrir utan staðinn. „Ég er búinn að láta mig hafa það að labba inn á þingflokksskrifstofur Framsóknarflokksins í Moggahöllinni undir blaktandi Evrópufána og aldrei datt mér í hug að kvarta yfir því,“ sagði Vigdís um málið þegar hún var gestur í Íslandi í dag í kvöld.American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna.Sjá einnig: Bandaríski fáninn fjarlægður af American BarFáninn hangir enn uppi inni á staðnum.Facebook/American Bar„Er að gerðarleysið við Austurvöll orðið svona mikið að það þurfi að skipta sér af rekstri fyrirtækja? Ég meina, þetta er bara merki þessa staðar og þeir bara auglýsa sig og sína vöru. Mér finnst þetta svolítið langt seilst, bara út af atvinnufrelsi og svona,“ sagði hún. Vigdís lá ekki á skoðunum sínum á þessu máli og sagði: „Þetta er gengið of langt og ég bara lýsi því yfir að það er búið að fara offari í þessu máli.“ Fleiri þingmenn hafa lýst svipuðum skoðunum á málinu eftir að sagt var frá því í fréttum. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, spurði á Facebook-síðu sinni nú í kvöld hvort við værum ekki orðin full viðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað væri að angra okkur. „Það er ekki eins og maður fyllist bandarískri þjóðerniskennd sönglandi bandaríska þjóðsönginn. Er þetta merki um að menn hvíli ekki nægjanlega vel í Íslendingnum í sér?“ spurði þingkonan.Erum við ekki orðin fullviðkvæm ef bandaríski fáninn utan á veitingastað er farinn að angra okkur? Það er ekki eins og...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Friday, April 17, 2015Forseti Alþingis sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hann hefði gengið í málið eftir athugasemdir nokkurra þingmanna. „Það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis,“ sagði Einar. „Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömuleiðis brugðust mjög vel við þessu,“ bætti hann svo við.
Alþingi Tengdar fréttir Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Forseti Alþingis ánægður með ákvörðun eigenda American Bar að fjarlægja bandaríska fánann af húsinu þar sem Alþingi er með skrifstofur og fundarsali. 17. apríl 2015 19:15
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent