Innlent

Skora á forsetann að rjúfa þingið og stofna til nýrra kosninga

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Hátt í tólf hundruð manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem skorað er á forseta Íslands að leysa upp Alþingi og boða til nýrra kosninga. Opnað var fyrir undirskriftir í gær og vonast er til að fá undirskriftir að minnsta kosti þrjátíu prósent kosningabærra manna.

Sjá einnig: „Bylting á Austurvelli“ 

Á vefsíðunni er forsetinn hvattur til að „framfylgja þeirri skyldu embættis Forseta Íslands að vernda lýðræði á Íslandi og standa vörð um vandaða og heiðarlega stjórnarhætti Alþingis og ríkisstjórnar landsins.“ Það skuli hann gera með því að draga umboð sitt til ríkisstjórnar til baka, samkvæmt 24.grein Stjórnarskrár Íslands.

Áskorunina má finna hér.


Tengdar fréttir

99 ástæður til byltingar

Alls ætla liðlega 6000 manns að blása til byltingar á Austurvelli á morgun. „Við ætlum að láta í okkur heyra,“ segir Sara Elísa Þórðardóttir skipuleggjandi uppreisnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×