„Ósvífið og óheiðarlegt að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2015 15:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. vísir/valli Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gerði mótmæli sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Beindi hann orðum sínum að forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ræddu þeir stöðuna á vinnumarkaði og yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst á miðnætti. Voru Árni Páll og Sigmundur Davíð sammála um að nýir kjarasamningar mættu ekki hleypa óðaverðbólgu af stað. „Það er ekki þannig að hjúkrunarfræðingar einir beri ábyrgð á því að koma í veg fyrir verðbólgu, eða þeir einir sem nú eru með opna samninga. Það er auðvitað þannig að ýmsar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem hafa valdið því að við erum ekki að fá hámarksarð af auðlindum okkar, við erum ekki að haga skattheimtunni með eins sanngjörnum hætti og við gætum verið að gera,“ sagði Árni Páll.Fólk mótmælir spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði Árni Páll sagði þessar ákvarðanir valda óróa og reiði í samfélaginu og sagði fólk til að mynda ætla að mótmæla spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði á Austurvelli. Árni Páll sagði þetta staðreyndir sem forsætisráðherra yrði að taka alvarlega. „Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á staðreyndum þá skal ég nefna hér tvær: tekjujöfnuður á Íslandi er einhver sá mesti í heimi og hefur aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. [...] Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á öðrum staðreyndum þá má benda háttvirtum þingmanni á að það er ekki aðeins rangt, heldur beinlínis ósvífið og óheiðarlegt, að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað. Arður samfélagsins af sjávarútvegi [...] hefur aldrei verið meiri en nú.“ Þá ítrekaði forsætisráðherra þá staðreynd að í kjaradeilunum yrðu menn að sjá í hvað stefndi á almenna vinnumarkaðnum áður en samið yrði við opinbera starfsmenn um miklu meiri hækkanir en lagt hefur verið upp með. Umræður formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gerði mótmæli sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Beindi hann orðum sínum að forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Ræddu þeir stöðuna á vinnumarkaði og yfirvofandi verkfall hjúkrunarfræðinga sem hefst á miðnætti. Voru Árni Páll og Sigmundur Davíð sammála um að nýir kjarasamningar mættu ekki hleypa óðaverðbólgu af stað. „Það er ekki þannig að hjúkrunarfræðingar einir beri ábyrgð á því að koma í veg fyrir verðbólgu, eða þeir einir sem nú eru með opna samninga. Það er auðvitað þannig að ýmsar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar sem hafa valdið því að við erum ekki að fá hámarksarð af auðlindum okkar, við erum ekki að haga skattheimtunni með eins sanngjörnum hætti og við gætum verið að gera,“ sagði Árni Páll.Fólk mótmælir spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði Árni Páll sagði þessar ákvarðanir valda óróa og reiði í samfélaginu og sagði fólk til að mynda ætla að mótmæla spillingu, makrílfrumvarpinu og launaójöfnuði á Austurvelli. Árni Páll sagði þetta staðreyndir sem forsætisráðherra yrði að taka alvarlega. „Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á staðreyndum þá skal ég nefna hér tvær: tekjujöfnuður á Íslandi er einhver sá mesti í heimi og hefur aukist í tíð þessarar ríkisstjórnar. [...] Ef háttvirtur þingmaður hefur áhuga á öðrum staðreyndum þá má benda háttvirtum þingmanni á að það er ekki aðeins rangt, heldur beinlínis ósvífið og óheiðarlegt, að halda því fram að arður okkar af auðlindum hafi minnkað. Arður samfélagsins af sjávarútvegi [...] hefur aldrei verið meiri en nú.“ Þá ítrekaði forsætisráðherra þá staðreynd að í kjaradeilunum yrðu menn að sjá í hvað stefndi á almenna vinnumarkaðnum áður en samið yrði við opinbera starfsmenn um miklu meiri hækkanir en lagt hefur verið upp með. Umræður formanns Samfylkingarinnar og forsætisráðherra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24
Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45
Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Forsætisráðherra fékk kaldar kveðjur frá stjórnarandstöðunni við upphaf þingfundar í dag. 26. maí 2015 14:39
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15