Innlent

Töluðu í klukkutíma um atkvæðagreiðslu í morgun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Dagskrártillaga minnihlutans á Alþingi um að tillaga um breytingar á rammaáætlun yrði tekin af dagskrá var felld við upphaf þingfundar í morgun klukkan tíu. 

Umræða um atkvæðagreiðslu tillögunnar stóð í tæpa klukkustund en 35 tóku til máls um hana. Fjöldi þingmanna tóku til máls en fyrst þeirra var Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sem hvatti þingið til að fara að ræða mál sem snérust um hag þjóðarinnar.

„Við erum að vera hér í viku búin vera að sóa tíma þingsins í tillögu sem er það umdeild og líka að hún er ekki tilbúin af hálfu þeirra sem bera hana fram í síðari umræðu og við viljum því leggja til þingmenn stjórnarandstöðunnar að við förum að snúa okkur að gagnlegri hlutum og við förum hér að vinna að málum sem snúast um hag þessarar þjóðar,“ sagði Katrín.



Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði sjálfsagt að greiða atkvæði um tillöguna en að að þá ætti stjórnarandstaðan að virða niðurstöðu meirihlutans og ljúka umræðu um málið. 



„Það er alveg sjálfsagt að greiða atkvæði um dagskrártillögu eins og þá sem fram er komin um hvort ljúka eigi umræðunni eða ekki. Það reyndar skýtur svolítið skökku við að þeir sem hafa rætt þetta mál í margar marga daga viðrast ekki vilja ræða það núna og koma því út af dagskrá en það er sjálfsagt að greiða atkvæði um það,“ sagði hann. „Og vonandi virða menn þá niðurstöðuna að ef meirihluti er fyrir því að halda áfram umræðunni og ljúka henni, að það geti þá orðið. 



Dagskrártillagan var á endanum felld með 33 atkvæðum meirihlutans gegn 20 atkvæðum minnihlutans. Tíu þingmenn voru fjarstaddir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×