Stofnun Jafnréttissjóðs samþykkt á hátíðarfundi þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2015 13:15 Þingheimur vísir/vilhelm Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið. Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Hátíðarfundur fór fram á Alþingi í dag í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Þingfundur hófst klukkan ellefu og var aðeins eitt mál á dagskrá, þingsályktunartillaga um Jafnréttissjóð Íslands. Var tillagan samþykkt með 61 atkvæði, einn þingmaður var fjarverandi og einn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í þingsályktuninni segir að Jafnréttissjóður muni fá 100 milljónir króna næstu fimm árin til að styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Þar má nefna verkefni sem eiga að vinna á kynbundnum launamun, verkefni gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi og verkefni sem eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar þátttöku í samfélagslegum verkefnum og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess. Forseti Alþingis og forseti Íslands ávörpuðu þingið og að auki talaði einn þingmaður frá hverjum flokki. Það féll í skaut þeirra Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Katrínar Júlíusdóttur frá Samfylkingunni, Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum. „Það er ekki norm í íslenskum stjórnmálum að konur séu forsætisráðherrar, það er ekki norm að konur séu jafnar körlum eða fleiri hér í þessum sal eða í ríkisstjórn. Og konur hætta almennt fyrr en karlar í stjórnmálum. Því er þetta enn verkefni og læt ég mig dreyma um að upplifa slíka róttæka breytingu að það heyri ekki til frétta að kjörnar verði fleiri konur á þing eða að kona verði forsætisráðherra,” sagði Katrín Júlíusdóttir meðal annars í sinni ræðu. Í upphafi fundarins söng kvennakórinn Vox feminae lagið Konur og á milli ræðna Katrínar Jakobsdóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur flutti kórinn lagið Dómar heimsins dóttir góð. Aðrir þingmenn á mælendaskrá voru Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata. Að umræðu lokinni var þingsályktunartillagan afgreidd. Aðeins Sigríður Á. Andersson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, greiddi atkvæði gegn henni. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var fjarverandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti ávarp og að því loknu söng Vox feminae Hver á sér fegra föðurland. Að því loknu var fundi slitið.
Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira