Nýútskrifuð hetja KA-manna: Búinn að vera góður sólarhringur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. júní 2015 23:19 Nýstúdentinn Ævar Ingi. vísir/stefán „Þetta er búinn að vera góður sólarhringur,“ sagði markaskorarinn Ævar Ingi Jóhannesson í lok leiks en í gær útskrifaðist hann sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. „Ég fór aðeins fyrr heim en vinir mínir og í aðeins betra standi en þeir og það borgaði sig í dag.“Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - KA 0-1. „Við lögðum upp með að vera aftarlega en pressa aðeins á þá svo þeir væru ekki of mikið með boltann því það vita allir hvað Blikarnir geta gert. Við vissum að við fengjum alltaf okkar færi svo við ákváðum að reyna að halda núllinu sem lengst og planið gekk upp í dag.“ KA menn hafa ekki byrjað jafn vel í fyrstu deildinni og menn vonuðust eftir en liðinu var spáð mjög góðu gengi í upphafi móts. „Síðustu tveir leikir hafa verið vonbrigði og við vildum koma hingað til að sýna úr hverju við erum gerðir. Vonandi gefur sigurinn okkur byr undir báða vængi.“ Ævar skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik framlengingarinnar en fram að því hafði hann hlaupið nær þindarlaust upp og niður hægri vænginn á eftir Kristni Jónssyni. Skömmu eftir markið var honum skipt út af enda dauðþreyttur. „Kiddi,“ sagði Ævar og hikaði örlítið til að andvarpa, „hann hleypur mjög mikið. Það nær vonlaust að spila á móti honum.“ „Ég sá bara að Dóri var allt í einu kominn út á kannt og það gerist eiginlega aldrei. Ég ákvað að taka strauið á nær og hann smellhitti hausinn á mér.“ Unglingalandsliðsmaðurinn hefur lokið námi á Akureyri en það hefur oft loðað við leikmenn að norðan að leita suður að loknu stúdentsprófi. Aðspurður segist Ævar ekki hafa hugmynd um hvað tekur við. „Það kemur bara í ljós. Ég veit allavega að mig langar í heimaleik í bikarnum. Er það ekki klisjan?“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira
„Þetta er búinn að vera góður sólarhringur,“ sagði markaskorarinn Ævar Ingi Jóhannesson í lok leiks en í gær útskrifaðist hann sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. „Ég fór aðeins fyrr heim en vinir mínir og í aðeins betra standi en þeir og það borgaði sig í dag.“Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - KA 0-1. „Við lögðum upp með að vera aftarlega en pressa aðeins á þá svo þeir væru ekki of mikið með boltann því það vita allir hvað Blikarnir geta gert. Við vissum að við fengjum alltaf okkar færi svo við ákváðum að reyna að halda núllinu sem lengst og planið gekk upp í dag.“ KA menn hafa ekki byrjað jafn vel í fyrstu deildinni og menn vonuðust eftir en liðinu var spáð mjög góðu gengi í upphafi móts. „Síðustu tveir leikir hafa verið vonbrigði og við vildum koma hingað til að sýna úr hverju við erum gerðir. Vonandi gefur sigurinn okkur byr undir báða vængi.“ Ævar skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik framlengingarinnar en fram að því hafði hann hlaupið nær þindarlaust upp og niður hægri vænginn á eftir Kristni Jónssyni. Skömmu eftir markið var honum skipt út af enda dauðþreyttur. „Kiddi,“ sagði Ævar og hikaði örlítið til að andvarpa, „hann hleypur mjög mikið. Það nær vonlaust að spila á móti honum.“ „Ég sá bara að Dóri var allt í einu kominn út á kannt og það gerist eiginlega aldrei. Ég ákvað að taka strauið á nær og hann smellhitti hausinn á mér.“ Unglingalandsliðsmaðurinn hefur lokið námi á Akureyri en það hefur oft loðað við leikmenn að norðan að leita suður að loknu stúdentsprófi. Aðspurður segist Ævar ekki hafa hugmynd um hvað tekur við. „Það kemur bara í ljós. Ég veit allavega að mig langar í heimaleik í bikarnum. Er það ekki klisjan?“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira