Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 0-1 | Umdeild vítaspyrna réði úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson á Vodafone-vellinum skrifar 25. júlí 2015 18:30 Bjarni Ólafur Eiríksson hefur átt gott sumar í Valsvörninni. vísir/vilhelm Víkingur vann sinn annan leik í röð eftir þjálfarabreytingarnar þegar liðið vann 0-1 sigur á Val í fyrsta leik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn á grasinu á Vodafone-vellinum en eftir helgi verður hafist handa við að leggja gervigras á völlinn. Valsmönnum tókst ekki að kveðja grasvöllinn með viðeigandi hætti en sigur hefði komið þeim á topp deildarinnar. Í staðinn verða þeir að sætta sig við að vera áfram í 3. sætinu en þeir gætu dottið niður í það fjórða vinni Breiðablik KR á mánudaginn. Ívar Örn Jónsson skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu á 76. mínútu. Vítaspyrnan var dæmd á Ingvar Þór Kale, fyrrverandi leikmann Víkings, eftir viðskipti við Rolf Toft. Ingvar virtist fara í boltann en Jóhann Gunnar Guðmundsson, aðstoðardómari 1, flaggaði á brot og Valdimar Pálsson, dómari leiksins, benti á punktinn. Ívar skoraði svo af öryggi úr spyrnunni og tryggði Víkingum stigin þrjú. Það voru stór skörð höggvin í lið Vals í dag. Haukur Páll Sigurðsson og Thomas Christensen eru enn frá vegna meiðsla og þá var Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, í leikbanni. Valsmenn söknuðu Hauks Páls og Pedersen greinilega. Miðjan hjá Val var galopin allan fyrri hálfleikinn og Rolf Toft og Vladimir Tufegdzic, sem átti magnaða innkomu gegn Keflavík í síðustu umferð, fengu nægan tíma og nægt pláss til að athafna sig og hlaupa á óvarða Valsvörnina. Tufegdzic fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann slapp einn í gegn eftir góðan sprett og sendingu Tofts en Ingvar Þór Kale varði vel. Færið kom í kjölfar misheppnaðar aukaspyrnu Vals en heimamenn voru afar fámennir til baka í þessu tilviki. Víkingar fengu önnur svipuð tækifæri til að nýta sér það pláss og þann tíma sem miðjumenn Vals gáfu þeim en náðu ekki að nýta það sem skyldi. Valsvörnin var, þrátt fyrir að vera algjörlega óvarin, ágætlega traust með Gunnar Gunnarsson í broddi fylkingar en hann bjargaði nokkrum sinnum vel í fyrri hálfleik. Valsmenn voru hins vegar afar bitlausir. Tómas Óli Garðarsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson skiptust á að vera frammi en broddurinn í sóknarleik liðsins var enginn. Til marks um það kom fyrsta skot liðsins að marki á 68. mínútu. Víkingar fengu gott færi til að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Einar Karl Ingvarsson bjargaði á línu frá Igor Taskovic, fyrirliða Víkings, sem spilaði sem miðvörður í dag og gerði það vel. Félagi hans í miðri vörn Víkinga, Milos Zivkoic, átti þó enn betri leik og var besti maður vallarins. Fyrstu 25 mínútur seinni hálfleiks voru með daufasta móti. Valsmenn þéttu miðjuna hjá sér og Víkingar áttu ekki jafn greiða leið að marki heimamanna og í fyrri hálfleiknum. Á 70. mínútu fékk Hallgrímur Mar Steingrímsson dauðafæri eftir mistök Gunnars en Ingvar varði frábærlega. Eftir þetta óx Víkingum ásmegin og það var í takt við gang leiksins þegar Ívar Örn skoraði úr vítaspyrnunni á 76. mínútu. Dómurinn var umdeildur en spyrnan hjá Ívari var örugg og Víkingar komnir yfir. Þremur mínútum síðar fengu Valsmenn sitt langbesta færi þegar góð aukaspyrna Einars Karls small í stönginni. Þar sluppu Víkingar vel en annars var varnarleikur þeirra mjög sterkur og vinnslan og baráttan í liðinu til fyrirmyndar. Varamaðurinn Emil Atlason fékk sæmilegt færi þremur mínútum fyrir leikslok en hitti ekki markið. Nær komust Valsmenn ekki og Víkingar fögnuðu mikilvægum og sanngjörnum sigri sem kemur þeim upp í 8. sæti deildarinnar.Ólafur: Held að þetta hafi ekki verið víti "Við vorum ekki nógu öflugir í dag. Við áttum í vandræðum með að spila boltanum og skapa færi og það er aðalástæðan fyrir þessum úrslitum," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tapið fyrir Víkingi í dag. Hann var ekki sáttur með vítaspyrnuna sem dæmd var á Ingvar Þór Kale á 76. mínútu. "Ég sá þetta ekki nógu vel en eftir því sem Kale segir mér fór hann í boltann. Mér fannst þeir svo lengi að dæma þetta og vera óákveðnir. Ég held að þetta hafi ekki verið víti," sagði Ólafur sem fannst Valsmenn helst til opnir baka til í fyrri hálfleik. "Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og þeir sóttu hratt á okkur og fengu einhver færi og hálffæri. Við lokuðum þessi betur í seinni hálfleik en því miður dugði það ekki til." Valsmenn voru ekki með eiginlegan sóknarmann í byrjunarliðinu í dag og sóknarleikur þeirra var heldur ómarkviss. "Aðalvandamálið var að við komum boltanum aldrei upp völlinn svo við ættum möguleika á að skapa færi," sagði Ólafur en hvernig fannst honum Emil Atlason spila í sínum fyrsta leik fyrir Val? "Mér fannst hann standa sig vel. Hann var sterkur í návígjum og loftinu og ég var ánægður með hans framlag," sagði Ólafur að lokum.Milos: Fannst Valsmenn aldrei líklegir til að skora Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var ánægður með stigin þrjú sem hans menn fengu fyrir sigurinn á Val í dag. Þetta var annar sigur Víkings í röð en í síðustu umferð rúllaði liðið yfir Keflavík, 7-1. "Við höfum spilað tvo mjög erfiða leiki gegn góðum liðum," sagði Milos í samtali við Vísi eftir leik. "Það var sett smá spurningarmerki eftir fyrri leikinn, hvort við værum ágætir eða Keflavík slakir, en mér fannst Keflvíkingar aldrei slakir. "Í dag var hugarfar leikmanna frábært og þeir gerðu allt sem fyrir þá var lagt í vikunni. Mér fannst Valsmenn aldrei líklegir til að skora, nema þegar Einar Karl (Ingvarsson) áttu skot í stöngina úr aukaspyrnu í seinni hálfleik," sagði Milos ennfremur. Skyndisóknir Víkinga voru hættulegar í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, þótt þær hafi ekki skilað marki. "Þetta var uppleggið og strákarnir gerðu þetta vel. Valsmenn geta þakkað Ingvari Þór Kale fyrir en hann hélt þeim á floti með góðum vörslum. En við uppskárum fyrir þá vinnu sem við lögðum í leikinn í dag og það var frábært að finna stuðninginn úr stúkunni," sagði Milos en hvað fannst honum um vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum í dag? "Ef dómari segir að þetta sé víti þá er þetta víti. Það er ekkert hægt að ræða meira um það. Ef þú ert að leita að einhverjum sem mun tjá sig um dómara, þá ertu á röngum stað. "Hann dæmdi víti og minn maður fór á punktinn og skoraði og við fengum þrjú stig," sagði Milos en hvað gefur þessi sigur Víkingum? "Þrjú stig, fyrst og fremst. Hann gefur okkur líka sjálfstraust en það er alveg skýrt að þetta gefur okkur ekkert í næsta leik," sagði Milos að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Víkingur vann sinn annan leik í röð eftir þjálfarabreytingarnar þegar liðið vann 0-1 sigur á Val í fyrsta leik 13. umferðar Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var jafnframt síðasti leikurinn á grasinu á Vodafone-vellinum en eftir helgi verður hafist handa við að leggja gervigras á völlinn. Valsmönnum tókst ekki að kveðja grasvöllinn með viðeigandi hætti en sigur hefði komið þeim á topp deildarinnar. Í staðinn verða þeir að sætta sig við að vera áfram í 3. sætinu en þeir gætu dottið niður í það fjórða vinni Breiðablik KR á mánudaginn. Ívar Örn Jónsson skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu á 76. mínútu. Vítaspyrnan var dæmd á Ingvar Þór Kale, fyrrverandi leikmann Víkings, eftir viðskipti við Rolf Toft. Ingvar virtist fara í boltann en Jóhann Gunnar Guðmundsson, aðstoðardómari 1, flaggaði á brot og Valdimar Pálsson, dómari leiksins, benti á punktinn. Ívar skoraði svo af öryggi úr spyrnunni og tryggði Víkingum stigin þrjú. Það voru stór skörð höggvin í lið Vals í dag. Haukur Páll Sigurðsson og Thomas Christensen eru enn frá vegna meiðsla og þá var Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, í leikbanni. Valsmenn söknuðu Hauks Páls og Pedersen greinilega. Miðjan hjá Val var galopin allan fyrri hálfleikinn og Rolf Toft og Vladimir Tufegdzic, sem átti magnaða innkomu gegn Keflavík í síðustu umferð, fengu nægan tíma og nægt pláss til að athafna sig og hlaupa á óvarða Valsvörnina. Tufegdzic fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann slapp einn í gegn eftir góðan sprett og sendingu Tofts en Ingvar Þór Kale varði vel. Færið kom í kjölfar misheppnaðar aukaspyrnu Vals en heimamenn voru afar fámennir til baka í þessu tilviki. Víkingar fengu önnur svipuð tækifæri til að nýta sér það pláss og þann tíma sem miðjumenn Vals gáfu þeim en náðu ekki að nýta það sem skyldi. Valsvörnin var, þrátt fyrir að vera algjörlega óvarin, ágætlega traust með Gunnar Gunnarsson í broddi fylkingar en hann bjargaði nokkrum sinnum vel í fyrri hálfleik. Valsmenn voru hins vegar afar bitlausir. Tómas Óli Garðarsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Ingi Halldórsson skiptust á að vera frammi en broddurinn í sóknarleik liðsins var enginn. Til marks um það kom fyrsta skot liðsins að marki á 68. mínútu. Víkingar fengu gott færi til að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Einar Karl Ingvarsson bjargaði á línu frá Igor Taskovic, fyrirliða Víkings, sem spilaði sem miðvörður í dag og gerði það vel. Félagi hans í miðri vörn Víkinga, Milos Zivkoic, átti þó enn betri leik og var besti maður vallarins. Fyrstu 25 mínútur seinni hálfleiks voru með daufasta móti. Valsmenn þéttu miðjuna hjá sér og Víkingar áttu ekki jafn greiða leið að marki heimamanna og í fyrri hálfleiknum. Á 70. mínútu fékk Hallgrímur Mar Steingrímsson dauðafæri eftir mistök Gunnars en Ingvar varði frábærlega. Eftir þetta óx Víkingum ásmegin og það var í takt við gang leiksins þegar Ívar Örn skoraði úr vítaspyrnunni á 76. mínútu. Dómurinn var umdeildur en spyrnan hjá Ívari var örugg og Víkingar komnir yfir. Þremur mínútum síðar fengu Valsmenn sitt langbesta færi þegar góð aukaspyrna Einars Karls small í stönginni. Þar sluppu Víkingar vel en annars var varnarleikur þeirra mjög sterkur og vinnslan og baráttan í liðinu til fyrirmyndar. Varamaðurinn Emil Atlason fékk sæmilegt færi þremur mínútum fyrir leikslok en hitti ekki markið. Nær komust Valsmenn ekki og Víkingar fögnuðu mikilvægum og sanngjörnum sigri sem kemur þeim upp í 8. sæti deildarinnar.Ólafur: Held að þetta hafi ekki verið víti "Við vorum ekki nógu öflugir í dag. Við áttum í vandræðum með að spila boltanum og skapa færi og það er aðalástæðan fyrir þessum úrslitum," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tapið fyrir Víkingi í dag. Hann var ekki sáttur með vítaspyrnuna sem dæmd var á Ingvar Þór Kale á 76. mínútu. "Ég sá þetta ekki nógu vel en eftir því sem Kale segir mér fór hann í boltann. Mér fannst þeir svo lengi að dæma þetta og vera óákveðnir. Ég held að þetta hafi ekki verið víti," sagði Ólafur sem fannst Valsmenn helst til opnir baka til í fyrri hálfleik. "Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, og þeir sóttu hratt á okkur og fengu einhver færi og hálffæri. Við lokuðum þessi betur í seinni hálfleik en því miður dugði það ekki til." Valsmenn voru ekki með eiginlegan sóknarmann í byrjunarliðinu í dag og sóknarleikur þeirra var heldur ómarkviss. "Aðalvandamálið var að við komum boltanum aldrei upp völlinn svo við ættum möguleika á að skapa færi," sagði Ólafur en hvernig fannst honum Emil Atlason spila í sínum fyrsta leik fyrir Val? "Mér fannst hann standa sig vel. Hann var sterkur í návígjum og loftinu og ég var ánægður með hans framlag," sagði Ólafur að lokum.Milos: Fannst Valsmenn aldrei líklegir til að skora Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var ánægður með stigin þrjú sem hans menn fengu fyrir sigurinn á Val í dag. Þetta var annar sigur Víkings í röð en í síðustu umferð rúllaði liðið yfir Keflavík, 7-1. "Við höfum spilað tvo mjög erfiða leiki gegn góðum liðum," sagði Milos í samtali við Vísi eftir leik. "Það var sett smá spurningarmerki eftir fyrri leikinn, hvort við værum ágætir eða Keflavík slakir, en mér fannst Keflvíkingar aldrei slakir. "Í dag var hugarfar leikmanna frábært og þeir gerðu allt sem fyrir þá var lagt í vikunni. Mér fannst Valsmenn aldrei líklegir til að skora, nema þegar Einar Karl (Ingvarsson) áttu skot í stöngina úr aukaspyrnu í seinni hálfleik," sagði Milos ennfremur. Skyndisóknir Víkinga voru hættulegar í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik, þótt þær hafi ekki skilað marki. "Þetta var uppleggið og strákarnir gerðu þetta vel. Valsmenn geta þakkað Ingvari Þór Kale fyrir en hann hélt þeim á floti með góðum vörslum. En við uppskárum fyrir þá vinnu sem við lögðum í leikinn í dag og það var frábært að finna stuðninginn úr stúkunni," sagði Milos en hvað fannst honum um vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum í dag? "Ef dómari segir að þetta sé víti þá er þetta víti. Það er ekkert hægt að ræða meira um það. Ef þú ert að leita að einhverjum sem mun tjá sig um dómara, þá ertu á röngum stað. "Hann dæmdi víti og minn maður fór á punktinn og skoraði og við fengum þrjú stig," sagði Milos en hvað gefur þessi sigur Víkingum? "Þrjú stig, fyrst og fremst. Hann gefur okkur líka sjálfstraust en það er alveg skýrt að þetta gefur okkur ekkert í næsta leik," sagði Milos að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira