Stórsigur KA á Þrótti | Grótta og Selfoss unnu mikilvæga sigra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2015 20:15 Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eitt marka KA. Vísir/Andri Marinó Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Þróttara á Akureyrarvelli, 4-1. Þetta var þriðji sigur KA í röð en liðið hefur unnið báða leiki sína eftir þjálfaraskiptin. KA er nú fimm stigum á eftir Þrótti í 2. sæti deildarinnar þegar fimm umferðunum er ólokið. Það er því ekki öll nótt úti enn fyrir Akureyringa. KA komst yfir með sjálfsmarki Karls Brynjars Björnssonar strax á 1. mínútu leiksins en Viktor Jónsson jafnaði metin korteri seinna með sínu 15. deildarmarki í sumar. Davíð Rúnar Bjarnason kom KA aftur yfir á 43. mínútu og eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson heimamönnum í 3-1. Það var svo Jóhann Helgason sem gulltryggði sigur KA þegar hann skoraði fjórða markið á 73. mínútu. Á Eskjuvelli vann Grótta mjög mikilvægan sigur á Fjarðabyggð, 2-3. Seltirningar eru nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Viktor Smári Segatta skoraði tvívegis fyrir Gróttu og Atli Freyr Ottesen Pálsson eitt mark. Bjarni Mark Antonsson og Elvar Ingi Vignisson gerðu mörk Fjarðabyggðar sem hefur ekki unnið leik í seinni umferðinni og er komið niður í 6. sæti deildarinnar.Björgvin Stefánsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Hauka.vísir/valliTopplið Víkings Ólafsvíkur vann öruggan 3-0 sigur á HK fyrir vestan. Þetta var sjötti sigur Ólsara í röð. Hrvoje Tokic, Ingólfur Sigurðsson og Kristófer Eggertsson gerðu mörk Víkinga sem eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Denis Sytnik var hetja Selfyssinga sem unnu 1-2 sigur á Fram í Úlfarsárdalnum. Þetta var langþráður sigur hjá Selfossi en síðasti sigur liðsins kom 13. júlí. Sytnik gerði bæði mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik en Orri Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar unnu 1-0 sigur á Þór á Schenkervellinum sem hefur reynst Hafnfirðingum drjúgur í sumar. Það var Björgvin Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu en hann hefur átt frábært sumar og er kominn með 14 mörk í 1. deildinni. Haukar eru í 7. sæti deildarinnar en Þórsarar í því fjórða. Þá vann Grindavík 1-0 sigur á botnliði BÍ/Bolungarvíkur. Filipsseyingurinn Angel Guirado Aldeguer skoraði sigurmark Grindvíkinga á 78. mínútu. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar en Djúpmenn eru langneðstir með aðeins fimm stig. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Þróttara á Akureyrarvelli, 4-1. Þetta var þriðji sigur KA í röð en liðið hefur unnið báða leiki sína eftir þjálfaraskiptin. KA er nú fimm stigum á eftir Þrótti í 2. sæti deildarinnar þegar fimm umferðunum er ólokið. Það er því ekki öll nótt úti enn fyrir Akureyringa. KA komst yfir með sjálfsmarki Karls Brynjars Björnssonar strax á 1. mínútu leiksins en Viktor Jónsson jafnaði metin korteri seinna með sínu 15. deildarmarki í sumar. Davíð Rúnar Bjarnason kom KA aftur yfir á 43. mínútu og eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson heimamönnum í 3-1. Það var svo Jóhann Helgason sem gulltryggði sigur KA þegar hann skoraði fjórða markið á 73. mínútu. Á Eskjuvelli vann Grótta mjög mikilvægan sigur á Fjarðabyggð, 2-3. Seltirningar eru nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Viktor Smári Segatta skoraði tvívegis fyrir Gróttu og Atli Freyr Ottesen Pálsson eitt mark. Bjarni Mark Antonsson og Elvar Ingi Vignisson gerðu mörk Fjarðabyggðar sem hefur ekki unnið leik í seinni umferðinni og er komið niður í 6. sæti deildarinnar.Björgvin Stefánsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Hauka.vísir/valliTopplið Víkings Ólafsvíkur vann öruggan 3-0 sigur á HK fyrir vestan. Þetta var sjötti sigur Ólsara í röð. Hrvoje Tokic, Ingólfur Sigurðsson og Kristófer Eggertsson gerðu mörk Víkinga sem eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Denis Sytnik var hetja Selfyssinga sem unnu 1-2 sigur á Fram í Úlfarsárdalnum. Þetta var langþráður sigur hjá Selfossi en síðasti sigur liðsins kom 13. júlí. Sytnik gerði bæði mörk Selfyssinga í fyrri hálfleik en Orri Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Fram þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar unnu 1-0 sigur á Þór á Schenkervellinum sem hefur reynst Hafnfirðingum drjúgur í sumar. Það var Björgvin Stefánsson sem skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu en hann hefur átt frábært sumar og er kominn með 14 mörk í 1. deildinni. Haukar eru í 7. sæti deildarinnar en Þórsarar í því fjórða. Þá vann Grindavík 1-0 sigur á botnliði BÍ/Bolungarvíkur. Filipsseyingurinn Angel Guirado Aldeguer skoraði sigurmark Grindvíkinga á 78. mínútu. Grindavík er í 5. sæti deildarinnar en Djúpmenn eru langneðstir með aðeins fimm stig.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira