Freyr: Líður mjög illa yfir þessu ráni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. ágúst 2015 21:04 Vísir „Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Víkingum í kvöld. Leiknir komst yfir á 88. mínútu en Víkingur jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
„Mér líður mjög illa yfir þessu ráni. Ég hefði ekki dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr Alexandersson, annar þjálfara Leiknis, eftir 1-1 jafnteflið gegn Víkingum í kvöld. Leiknir komst yfir á 88. mínútu en Víkingur jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á þriðju mínútu uppbótartíma leiksins. „Þetta var barningur inni í teig. Við vorum lengi að koma boltanum frá og hann berst fyrir framan Dofra. Þetta var bara barátta um boltann - 50/50 barátta og mögulega átti að koma horn úr þessu. Ekki víti en hann dæmdi það.“ Freyr vildi ekkert meira ræða um dómgæslu Þórodds Hjaltalíns í leiknum. „Ég hvet ykkur og sérfræðinga Pepsi-markanna að skoða atvikin okkar. Þið vitið um hvað ég er að tala. Þetta sást langar leiðir og ég vil ekki tala um þetta.“ Danny Schreurs fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem hann nýtti ekki og Freyr segir það óásættanlegt. „Hann er inni í markteig og markvörðurinn liggur. Ég er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun sem hann tekur þar. Það var óásættanlegt.“ Leiknir gerði tvöfalda skiptingi á 65. mínútu og setti tvo menn fram í sókn. Eftir það tóku Víkingar völdin í leiknum þar til að Breiðhyltingar náðu að jafna metin á 88. mínútu. „Tíu mínútum áður en við gerum breytinguna missum við tökin á miðjunni. Við settum tvo framherja inn og breyttum um stíl. Það gekk, við komumst í 1-0 og því gekk þetta vel. En því miður endaði þetta í 1-1.“ Hann segir það svekkjandi að upplifa mótlæti í hverjum leik og segir ljóst að Leiknir þurfi að safna fleiri stigum. „Við þurfum líklega að ná 22 stigum til að halda okkur uppi. Hér áttum við að fá þrjú stig en fengum ekki. Baráttan verður erfið en við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera til að ná því. Við trúum því líka að það muni eitthvað að falla með okkur. Við getum ekki vælt yfir þessu stanslaust og verðum að trúa því að réttlætið sigri á endanum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Leiknir varð af dýrmætum stigum í fallbaráttuslag í Víkinni þar sem heimamenn tryggðu sér jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 17. ágúst 2015 21:30
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn