Svartur á líka leik Árni Páll Árnason skrifar 30. nóvember 2015 08:00 Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lögreglan fái aukinn aðgang að vopnum. Á Íslandi höfum við getað sagt stolt frá því að almennir lögreglumenn séu ekki vopnaðir því þess hefur ekki reynst þörf. Líklega snýr undrun fólks yfir fréttum síðustu viku ekki síst að því hversu óljósar upplýsingar er að fá um eðli og forsendur breytinga á vopnabúnaði lögreglunnar. Ef verið er að fjölga geymslustöðum vopna og vopnbúa lögreglubíla almennt hefði maður talið eðlilegt að slíkar breytingar hefðu fyrst verið kynntar á Alþingi og á meðal almennings, rökstuddar og útskýrðar. Lögreglumenn vilja að sjálfsögðu gera það sem þarf til að vernda borgarana og ef til vill eru þessar breytingar rökréttar í því samhengi. Um það vitum við hins vegar ekkert því ákvarðanir og forsendur þeirra hafa ekki verið kynntar og umfang breytinganna er ekki enn fullljóst. Lögregluyfirvöldum ber skylda til að bera það undir borgarana og fulltrúa þeirra hvort þeir kjósi meiri vernd af þessu tagi og gefa þeim tækifæri til að vega og meta mögulegan ávinning eða tap af slíku. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennra lögreglumanna að vopnum er einn þáttur í því að tryggja öryggi borgaranna og öryggi lögreglumanna. Hins vegar er engin fylgni milli vopnaburðar lögreglu í öðrum löndum og lágrar glæpatíðni, nema síður sé. Hvert er mat lögreglunnar og sérfræðinga á áhættu sem fylgir þessari breytingu? Því það er ekki bara hvítur sem spilar, heldur á svartur líka alltaf leik. Hvert getur verið andsvar glæpamanna við auknum vopnabúnaði? Sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglumenn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við innanríkisráðherra um málið þar. Það þarf að upplýsa um hvers eðlis breytingarnar séu og á hvaða grunni ákvarðanir um þær hafa verið teknar. Leynimakk og misvísandi svör um svo viðkvæmt mál eru löggæsluyfirvöldum ekki samboðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu bregður fólki við þegar það heyrir að lögreglan fái aukinn aðgang að vopnum. Á Íslandi höfum við getað sagt stolt frá því að almennir lögreglumenn séu ekki vopnaðir því þess hefur ekki reynst þörf. Líklega snýr undrun fólks yfir fréttum síðustu viku ekki síst að því hversu óljósar upplýsingar er að fá um eðli og forsendur breytinga á vopnabúnaði lögreglunnar. Ef verið er að fjölga geymslustöðum vopna og vopnbúa lögreglubíla almennt hefði maður talið eðlilegt að slíkar breytingar hefðu fyrst verið kynntar á Alþingi og á meðal almennings, rökstuddar og útskýrðar. Lögreglumenn vilja að sjálfsögðu gera það sem þarf til að vernda borgarana og ef til vill eru þessar breytingar rökréttar í því samhengi. Um það vitum við hins vegar ekkert því ákvarðanir og forsendur þeirra hafa ekki verið kynntar og umfang breytinganna er ekki enn fullljóst. Lögregluyfirvöldum ber skylda til að bera það undir borgarana og fulltrúa þeirra hvort þeir kjósi meiri vernd af þessu tagi og gefa þeim tækifæri til að vega og meta mögulegan ávinning eða tap af slíku. Vopnabúnaður lögreglu og aðgangur almennra lögreglumanna að vopnum er einn þáttur í því að tryggja öryggi borgaranna og öryggi lögreglumanna. Hins vegar er engin fylgni milli vopnaburðar lögreglu í öðrum löndum og lágrar glæpatíðni, nema síður sé. Hvert er mat lögreglunnar og sérfræðinga á áhættu sem fylgir þessari breytingu? Því það er ekki bara hvítur sem spilar, heldur á svartur líka alltaf leik. Hvert getur verið andsvar glæpamanna við auknum vopnabúnaði? Sú ákvörðun að gera vopn aðgengilegri fyrir almenna lögreglumenn er stórpólitískt mál og á heima á Alþingi Íslendinga og ég hef óskað eftir sérstakri umræðu við innanríkisráðherra um málið þar. Það þarf að upplýsa um hvers eðlis breytingarnar séu og á hvaða grunni ákvarðanir um þær hafa verið teknar. Leynimakk og misvísandi svör um svo viðkvæmt mál eru löggæsluyfirvöldum ekki samboðin.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun