Um draum um straum, byggðajafnrétti eða sjálfstæði 19. desember 2015 07:00 Árið 1984 var vinnu við hringtengingu háspennulínu í kringum landið lokið. Við sama tækifæri sagði þáverandi forsætisráðherra að næsta verkefni væri að koma Vestfjörðum í hringsamband. Gott ef hann nefndi ekki mögulega atvinnuuppbyggingu í leiðinni sem því myndi fylgja. Svo leið tíminn. Fólkið beið og tíminn leið. Árið 2015 er farið að sjá í endann á sjálfu sér og ef guð lofar tekur árið 2016 við. Og við höldum áfram að ströggla. Kveinum þegar rafmagnslaust er. Þusum þegar þolanlegt er. En erum aldrei jafnfætis öðrum landshlutum þegar kemur að grunngerð og stoðkerfi. Aldrei. Krafa Vestfirðinga er einföld og skýr: Við viljum búa við sömu tækifæri, sömu grunngerð og sama stoðkerfi og aðrir landshlutar. Ölmusur afþakkaðar. Jafnræðis krafist. Byggðajafnréttis! Í samþykktri ályktun á síðasta Fjórðungsþingi Vestfjarða kom eftirfarandi fram: „60. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Patreksfirði 2.-3. október 2015 krefst þess að ríkisstjórn og Alþingi leggi strax til sérstakt fjármagn til að vinna kerfisáætlun fyrir raforku- og gagnaflutninga á Vestfjörðum. Meginmarkmiðið er að tengja virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, og aðra hugsanlega virkjunarkosti í Ísafjarðardjúpi, við öll byggðarlög á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár verður þannig forsenda nýrrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu um leið og afhendingaröryggi raforku er tryggt.“ Gamalt og grautfúið dreifikerfi Setjum ályktunina inn í vestfirskan raunveruleika. Vestfirðir búa við mikið magn fjölbreyttra náttúruauðlinda. Ein þeirra er kalkþörungur. Lifandi rauðbleik vera sem þrífst m.a. í Ísafjarðardjúpi. Með tímanum situr eftir hvít stoðgrind sem er rík af kalki og öðrum steinefnum. Ný verðmæti, ný störf og ný tækifæri. Nú eru menn og fjárfestar tilbúnir að virkja þessa auðlind, fjárfesta í henni, skapa verðmæti og störf. Svæði sem sárlega vantar hagvöxt, verðmætasköpun og jákvæða íbúaþróun og býr við seilingarfjarlægð við auðlindina. Er ekki lausnin fundin? Það er allt klárt. Stærsta einstaka fjárfesting inn á vestfirskt efnahagssvæði um áratugabil. Sennilega sú stærsta í sögunni. Nei. Stutta svarið er það að Vestfirðir búa ekki við sömu aðstæður og aðrir landshlutar. Vestfirðir búa ekki við einfaldar grunnaðstæður til að vinna úr sínum eigin auðlindum. Það vantar að tryggja afhendingu raforku. Verkefnið þarf mest 10 MW. Í Álftafirði, Súðavík er ekki hægt að afhenda nægilega raforku. Dreifikerfið er getulaust, gamalt og grautfúið. Þessi náttúruhreina guðsgjöf sem við Íslendingar eigum svo nóg af að ef við viljum selja restina til Bretlands er það ekkert mál. Það virðast allir eiga nóg nema Vestfirðir…og Bretland. En menn eru samt að ræða úrlausnir fyrir Bretana. Það er ekki hægt að tryggja afhendingu á 10 MW til vinnslunnar. Þar stranda vestfirsk verðmæti, vestfirskur hagvöxtur og vestfirsk störf. 10 MW! Setjum 10 MW í samhengi. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra vinna að álversverkefni. Orkuþörf verkefnisins er 206 MW. Hvernig geta menn verið svona brattir með orkukrefjandi verkefni? Jú, þeir búa við sambærilega grunngerð og meirihluti landsmanna, lesist, allir aðrir en Vestfirðingar, og því eiga þeir möguleika á að afhenda þetta magn. Ég fagna því og krefst þess sama. Að tengjast orkulandsneti Íslands í báðar áttir, að búa við sambærilegt dreifikerfi og eiga sama möguleika á atvinnuuppbyggingu sem nýtir vestfirskar auðlindir í sinni sköpun er ekki áskorun til stjórnvalda, heldur valkostur. Það eða vestfirskt sjálfstæði. Vestfirskt sjálfstæði?… … eða bylting í byggðajafnrétti sem hefst á hringtengingu háspennulínu til Vestfjarða samhliða virkjunarframkvæmdum í Hvalá og vonandi tengdum virkjunum. Byrjum á rafmagninu og svo bíða aðrir málaflokkar spenntir eftir úrlausn. Mér er alvara og þekki tæplega 7 þúsund aðra sem eru að hugsa það sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur G. Markan Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Árið 1984 var vinnu við hringtengingu háspennulínu í kringum landið lokið. Við sama tækifæri sagði þáverandi forsætisráðherra að næsta verkefni væri að koma Vestfjörðum í hringsamband. Gott ef hann nefndi ekki mögulega atvinnuuppbyggingu í leiðinni sem því myndi fylgja. Svo leið tíminn. Fólkið beið og tíminn leið. Árið 2015 er farið að sjá í endann á sjálfu sér og ef guð lofar tekur árið 2016 við. Og við höldum áfram að ströggla. Kveinum þegar rafmagnslaust er. Þusum þegar þolanlegt er. En erum aldrei jafnfætis öðrum landshlutum þegar kemur að grunngerð og stoðkerfi. Aldrei. Krafa Vestfirðinga er einföld og skýr: Við viljum búa við sömu tækifæri, sömu grunngerð og sama stoðkerfi og aðrir landshlutar. Ölmusur afþakkaðar. Jafnræðis krafist. Byggðajafnréttis! Í samþykktri ályktun á síðasta Fjórðungsþingi Vestfjarða kom eftirfarandi fram: „60. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Patreksfirði 2.-3. október 2015 krefst þess að ríkisstjórn og Alþingi leggi strax til sérstakt fjármagn til að vinna kerfisáætlun fyrir raforku- og gagnaflutninga á Vestfjörðum. Meginmarkmiðið er að tengja virkjun Hvalár í Ófeigsfirði, og aðra hugsanlega virkjunarkosti í Ísafjarðardjúpi, við öll byggðarlög á Vestfjörðum. Virkjun Hvalár verður þannig forsenda nýrrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu um leið og afhendingaröryggi raforku er tryggt.“ Gamalt og grautfúið dreifikerfi Setjum ályktunina inn í vestfirskan raunveruleika. Vestfirðir búa við mikið magn fjölbreyttra náttúruauðlinda. Ein þeirra er kalkþörungur. Lifandi rauðbleik vera sem þrífst m.a. í Ísafjarðardjúpi. Með tímanum situr eftir hvít stoðgrind sem er rík af kalki og öðrum steinefnum. Ný verðmæti, ný störf og ný tækifæri. Nú eru menn og fjárfestar tilbúnir að virkja þessa auðlind, fjárfesta í henni, skapa verðmæti og störf. Svæði sem sárlega vantar hagvöxt, verðmætasköpun og jákvæða íbúaþróun og býr við seilingarfjarlægð við auðlindina. Er ekki lausnin fundin? Það er allt klárt. Stærsta einstaka fjárfesting inn á vestfirskt efnahagssvæði um áratugabil. Sennilega sú stærsta í sögunni. Nei. Stutta svarið er það að Vestfirðir búa ekki við sömu aðstæður og aðrir landshlutar. Vestfirðir búa ekki við einfaldar grunnaðstæður til að vinna úr sínum eigin auðlindum. Það vantar að tryggja afhendingu raforku. Verkefnið þarf mest 10 MW. Í Álftafirði, Súðavík er ekki hægt að afhenda nægilega raforku. Dreifikerfið er getulaust, gamalt og grautfúið. Þessi náttúruhreina guðsgjöf sem við Íslendingar eigum svo nóg af að ef við viljum selja restina til Bretlands er það ekkert mál. Það virðast allir eiga nóg nema Vestfirðir…og Bretland. En menn eru samt að ræða úrlausnir fyrir Bretana. Það er ekki hægt að tryggja afhendingu á 10 MW til vinnslunnar. Þar stranda vestfirsk verðmæti, vestfirskur hagvöxtur og vestfirsk störf. 10 MW! Setjum 10 MW í samhengi. Sveitarfélög á Norðurlandi vestra vinna að álversverkefni. Orkuþörf verkefnisins er 206 MW. Hvernig geta menn verið svona brattir með orkukrefjandi verkefni? Jú, þeir búa við sambærilega grunngerð og meirihluti landsmanna, lesist, allir aðrir en Vestfirðingar, og því eiga þeir möguleika á að afhenda þetta magn. Ég fagna því og krefst þess sama. Að tengjast orkulandsneti Íslands í báðar áttir, að búa við sambærilegt dreifikerfi og eiga sama möguleika á atvinnuuppbyggingu sem nýtir vestfirskar auðlindir í sinni sköpun er ekki áskorun til stjórnvalda, heldur valkostur. Það eða vestfirskt sjálfstæði. Vestfirskt sjálfstæði?… … eða bylting í byggðajafnrétti sem hefst á hringtengingu háspennulínu til Vestfjarða samhliða virkjunarframkvæmdum í Hvalá og vonandi tengdum virkjunum. Byrjum á rafmagninu og svo bíða aðrir málaflokkar spenntir eftir úrlausn. Mér er alvara og þekki tæplega 7 þúsund aðra sem eru að hugsa það sama.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun