Ekki setja áfengisiðnaðinn undir stýrið Hafsteinn Freyr Hafsteinsson skrifar 13. mars 2015 07:00 Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Kæru þingmenn. Þessa dagana sem aðra eru s.k. hausar taldir á ykkar vinnustað. Það ku mögulega vera búið að telja í meirihluta fyrir samþykki áfengisfrumvarpsins. Þrýstingur áfengisiðnaðarins virðist ætla að bera ykkur ofurliði ef fram fer sem horfir. Kæmi ekki á óvart í rauninni. Það þarf óvenju sterk bök til að standast áhlaup þessa iðnaðar. Engu að síður hafið þið öll vopnin í hendi ykkar til að láta ekki undan. Það eru til að mynda mjög góð efnahagsleg rök fyrir því að fella frumvarpið. Verði frumvarpið samþykkt og slaki gefinn í áfengisstefnuna með þessum afgerandi hætti, mun neyslan sannanlega aukast til muna og kostnaður ríkisins af þeim sökum líka. Skattfénu verður verr ráðstafað. Bretar eru að vakna upp við þessa bláköldu staðreynd, þar er kostnaður heilbrigðiskerfisins af áfengistengdum vandamálum gríðarlegur og vaxandi. Lancet skrifaði ítarlega um þetta í desember sl. undir yfirskriftinni: „Addressing liver disease in the UK: a blueprint for attaining excellence in health care and reducing premature mortality from lifestyle issues of excess consumption of alcohol, obesity, and viral hepatitis“. Bresk stjórnvöld eiga í miklum vandræðum með áfengisstefnu sína. Þar hefur áfengisiðnaðurinn komið sér vel fyrir. Dánartíðni af völdum lifrarsjúkdóma sem tengdir eru áfengisdrykkju í Bretlandi er á stöðugri uppleið og er í nánu sambandi við aukna áfengisdrykkju. Lancet nefnir tvo lykilþætti sem stefnumarkandi stjórnvöld ættu sérstaklega að hafa í huga. Annars vegar að áfengi veldur ótímabærum forðanlegum dauðsföllum og er stærsti áhættuþáttur dauðsfalla hjá körlum yngri en 60 ára. Hins vegar að sterk félagsleg tengsl við áfengistengd dauðsföll, þar sem hinir efnaminni í þjóðfélaginu bera stærstu byrðina, gera áfengi einn af lykilþáttum í ójafnræði innan heilbrigðiskerfisins. Lancet fer engum vettlingatökum um áfengisiðnaðinn í greininni og ákallar stjórnvöld: „Sannanir fyrir því hvernig draga má úr líkamlegum afleiðingum áfengis, sérstaklega lifrarsjúkdómum, eru gríðarlega miklar (overwhelming), og til að mæta ríkjandi áhrifum áfengisiðnaðarins er þörf á sterkari leiðsögn og gjörðum stjórnvalda.“ Að vísu kall til breskra stjórnvalda sem sitja uppi með dýrkeyptar afleiðingar 30 ára frjálslyndrar áfengisstefnu, fyrir löngu komin í gíslingu iðnaðarins, en get ekki séð að þetta eigi ekki líka við um ykkur, nú þegar Alþingi finnst tímabært að kollvarpa íslensku áfengisstefnunni. Því með því að samþykkja þetta frumvarp eruð þið að fara með okkur beina leið þangað sem Bretar og fleiri þjóðir sitja nú með sitt áfengisvandamál. Beina leið inn í frekari vandræði og aukna eyðslu á skattfé landsmanna. Þið standið undir miklum þrýstingi frá áfengisiðnaðinum með þessu frumvarpi. Það er óþarfi að láta hann stýra ykkur út í þessa vegferð. Haldið sjó, segið nei.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun