Ríkisstjórnin hefur lagt fram minna en 50% boðaðra þingmála fanney birna jónsdóttir skrifar 26. mars 2015 07:30 Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að leggja fram fá mál og flest þeirra sem þó eru lögð fram séu afgreiðsla á EES-skuldbindingum. Fréttablaðið/GVA Síðasti þingfundardagur fyrir páskahlé er í dag. Eftir páska eru 22 þingfundardagar eftir fram að sumarhléi þingmanna. Ný þingmál þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok marsmánaðar sem er á þriðjudag, en að öllum líkindum verður seinasti ríkisstjórnarfundur fyrir þann dag á morgun. Ríkisstjórnin hefur lagt fram innan við helming þeirra mála sem finna má á endurskoðaðri áætlun hennar um framlagningu þingmála fyrir vetrar- og vorþing. Á henni má finna yfir 200 þingmál. Fjölmörg stór og stefnumarkandi mál hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar ber hæst frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld, en hann tilkynnti í febrúar að ekki yrði lagt fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og til stóð, vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um málið. Einnig má nefna frumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðismál, en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í febrúar að frumvörpin væru tilbúin en í vinnslu hjá fjármálaráðuneytinu. Um er að ræða fjögur frumvörp um húsnæðisbætur, húsnæðismál, húsnæðissamvinnufélög og breytingar á húsaleigulögum. Gert er ráð fyrir að einhverjar þeirra breytinga sem felast í þessum frumvörpum verði hluti af útspili ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðum. „Ég gerði mér það til gamans að líta á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem voru í haust 204 mál, þeim fjölgaði raunar í 216 um áramótin, en þegar kannað er hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram mörg mál það sem af er þessu þingi eru þau 87, sem eru ríflega 40% þeirra mála sem er gert ráð fyrir að verði lögð fram á þinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi á þriðjudag. Katrín sagði ágætt að ríkisstjórnin legði fram sem fæst mál, enda væru þau ekki endilega til mikilla bóta, en ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessum seinagangi og áhrifum hans á starfsáætlun þingsins. „Ég vil minna hæstvirtan forseta á að miklu máli skiptir að ef fara á að breyta starfsáætlun hér sé það gert í samráði við háttvirta þingmenn og háttvirta þingflokksformenn, að engar slíkar breytingar verði gerðar án samráðs. Þingið getur ekki goldið fyrir það ef engin mál koma frá ríkisstjórninni á réttum tíma.“ Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Síðasti þingfundardagur fyrir páskahlé er í dag. Eftir páska eru 22 þingfundardagar eftir fram að sumarhléi þingmanna. Ný þingmál þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok marsmánaðar sem er á þriðjudag, en að öllum líkindum verður seinasti ríkisstjórnarfundur fyrir þann dag á morgun. Ríkisstjórnin hefur lagt fram innan við helming þeirra mála sem finna má á endurskoðaðri áætlun hennar um framlagningu þingmála fyrir vetrar- og vorþing. Á henni má finna yfir 200 þingmál. Fjölmörg stór og stefnumarkandi mál hafa ekki enn litið dagsins ljós. Þar ber hæst frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld, en hann tilkynnti í febrúar að ekki yrði lagt fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eins og til stóð, vegna ágreinings við Sjálfstæðisflokkinn um málið. Einnig má nefna frumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðismál, en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í febrúar að frumvörpin væru tilbúin en í vinnslu hjá fjármálaráðuneytinu. Um er að ræða fjögur frumvörp um húsnæðisbætur, húsnæðismál, húsnæðissamvinnufélög og breytingar á húsaleigulögum. Gert er ráð fyrir að einhverjar þeirra breytinga sem felast í þessum frumvörpum verði hluti af útspili ríkisstjórnarinnar í kjaraviðræðum. „Ég gerði mér það til gamans að líta á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem voru í haust 204 mál, þeim fjölgaði raunar í 216 um áramótin, en þegar kannað er hvað ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram mörg mál það sem af er þessu þingi eru þau 87, sem eru ríflega 40% þeirra mála sem er gert ráð fyrir að verði lögð fram á þinginu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á Alþingi á þriðjudag. Katrín sagði ágætt að ríkisstjórnin legði fram sem fæst mál, enda væru þau ekki endilega til mikilla bóta, en ástæða væri til að hafa áhyggjur af þessum seinagangi og áhrifum hans á starfsáætlun þingsins. „Ég vil minna hæstvirtan forseta á að miklu máli skiptir að ef fara á að breyta starfsáætlun hér sé það gert í samráði við háttvirta þingmenn og háttvirta þingflokksformenn, að engar slíkar breytingar verði gerðar án samráðs. Þingið getur ekki goldið fyrir það ef engin mál koma frá ríkisstjórninni á réttum tíma.“
Alþingi Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira