Um aukið aðgengi að áfengi í Háskóla Íslands Ísak Rúnarsson skrifar 14. maí 2015 12:00 Árið er 2011 og uppi eru hugmyndir innan Háskóla Íslands um að endurvekja Stúdentakjallarann sem var fyrst opnaður árið 1975. Kjallarinn, eins og hann var kallaður, hafði þó lognast út af og honum loks lokað árið 2007 og enginn bar sem ætlaður var stúdentum hafði verið starfræktur í fjögur ár. Dagdrykkja og sötur – fyrirhyggja og skynsemi Hugmyndirnar um nýjan Stúdentakjallara snúa að því að byggja við Háskólatorg, samkomustað og félagsmiðstöð stúdenta og kennara við Háskóla Íslands. Ekki falla hugmyndirnar öllum í geð og uppi eru háværar efasemdarraddir um gagnsemi og gjöfulleika þess að opna stað á háskólasvæðinu sem býður upp á áfengi frá klukkan ellefu á daginn. Enda er það ljóst að verði þessar hugmyndir að veruleika hafi allir beint aðgengi að bjór og öðrum ólifnaði fyrir tiltölulega hóflegt gjald. Efasemdarraddirnar benda á það að ekki kunni allir að fara með áfengi og fari svo að nýr Stúdentakjallari verði byggður séu miklar líkur á því að stúdentar leggist í dagdrykkju og sötur. Yrði eðli þeirrar dagdrykkju að sötrararnir myndu svo mæta hífaðir í tíma, valda truflunum og skemma fyrir kennslu. Svo ekki sé nú talað um þá óhæfu að kennari yrði Bakkusi að bráð fyrir kennslustund; þvílíkt hneyksli! Árið 2011 eru horfurnar síður en svo góðar fyrir þessar efasemdarraddir en sama hvað tautar og raular virðast menn ætla að leggja í byggingu kjallarans. Fyrir efasemdarraddirnar hefur það sennilega verið ljúfsárt, því jafnvel þó kjallarinn verði byggður mun reynslan veita þeim uppreisn æru og sýna af hversu mikilli fyrirhyggju og skynsemi þær töluðu. Fótboltaspilið brotnaði Skautum nú fram til ársins 2015 þegar kjallarinn hefur verið starfræktur í þrjú ár í þessu 15.000 manna samfélagi sem gæti staðið undir því að vera fimmta stærsta sveitarfélag landsins. Hver er staðan? Skyldu stúdentar og kennarar mæta hífaðir í tíma að jafnaði? Syngja menn drykkjusöngva á göngum háskólans, léttir, ljúfir og kátir á góðum miðvikudegi? Nei, svo er það víst ekki. Að undanskildu einu atviki sem átti sér stað eftir haustfögnuð starfsmanna háskólans, þar sem fótboltaspilið brotnaði, muna rekstraraðilar ekki eftir því að hlutirnir hafi nokkru sinni farið úr böndunum. Skemmst er frá því að segja að í öllum þeim kennslustundum sem undirritaður hefur sótt hafa samnemendur og kennarar verið allsgáðir og engar sögur er að segja af öðru háttalagi í öðrum deildum háskólans. Raunar er það svo að sárafáir eru eftir sem gangast við því að hafa viðrað efasemdir. Það minnir um margt á þær efasemdarraddir sem heyrðust þegar bjórbanninu var aflétt í mars 1989, að minnsta kosti þekki ég ekki þann mann sem vill kannast við að hafa verið á móti því. Spurningin er því sú; hvað verður um efasemdarraddirnar nú ef áfengi verður hleypt í búðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísak Rúnarsson Áfengi og tóbak Háskólar Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Árið er 2011 og uppi eru hugmyndir innan Háskóla Íslands um að endurvekja Stúdentakjallarann sem var fyrst opnaður árið 1975. Kjallarinn, eins og hann var kallaður, hafði þó lognast út af og honum loks lokað árið 2007 og enginn bar sem ætlaður var stúdentum hafði verið starfræktur í fjögur ár. Dagdrykkja og sötur – fyrirhyggja og skynsemi Hugmyndirnar um nýjan Stúdentakjallara snúa að því að byggja við Háskólatorg, samkomustað og félagsmiðstöð stúdenta og kennara við Háskóla Íslands. Ekki falla hugmyndirnar öllum í geð og uppi eru háværar efasemdarraddir um gagnsemi og gjöfulleika þess að opna stað á háskólasvæðinu sem býður upp á áfengi frá klukkan ellefu á daginn. Enda er það ljóst að verði þessar hugmyndir að veruleika hafi allir beint aðgengi að bjór og öðrum ólifnaði fyrir tiltölulega hóflegt gjald. Efasemdarraddirnar benda á það að ekki kunni allir að fara með áfengi og fari svo að nýr Stúdentakjallari verði byggður séu miklar líkur á því að stúdentar leggist í dagdrykkju og sötur. Yrði eðli þeirrar dagdrykkju að sötrararnir myndu svo mæta hífaðir í tíma, valda truflunum og skemma fyrir kennslu. Svo ekki sé nú talað um þá óhæfu að kennari yrði Bakkusi að bráð fyrir kennslustund; þvílíkt hneyksli! Árið 2011 eru horfurnar síður en svo góðar fyrir þessar efasemdarraddir en sama hvað tautar og raular virðast menn ætla að leggja í byggingu kjallarans. Fyrir efasemdarraddirnar hefur það sennilega verið ljúfsárt, því jafnvel þó kjallarinn verði byggður mun reynslan veita þeim uppreisn æru og sýna af hversu mikilli fyrirhyggju og skynsemi þær töluðu. Fótboltaspilið brotnaði Skautum nú fram til ársins 2015 þegar kjallarinn hefur verið starfræktur í þrjú ár í þessu 15.000 manna samfélagi sem gæti staðið undir því að vera fimmta stærsta sveitarfélag landsins. Hver er staðan? Skyldu stúdentar og kennarar mæta hífaðir í tíma að jafnaði? Syngja menn drykkjusöngva á göngum háskólans, léttir, ljúfir og kátir á góðum miðvikudegi? Nei, svo er það víst ekki. Að undanskildu einu atviki sem átti sér stað eftir haustfögnuð starfsmanna háskólans, þar sem fótboltaspilið brotnaði, muna rekstraraðilar ekki eftir því að hlutirnir hafi nokkru sinni farið úr böndunum. Skemmst er frá því að segja að í öllum þeim kennslustundum sem undirritaður hefur sótt hafa samnemendur og kennarar verið allsgáðir og engar sögur er að segja af öðru háttalagi í öðrum deildum háskólans. Raunar er það svo að sárafáir eru eftir sem gangast við því að hafa viðrað efasemdir. Það minnir um margt á þær efasemdarraddir sem heyrðust þegar bjórbanninu var aflétt í mars 1989, að minnsta kosti þekki ég ekki þann mann sem vill kannast við að hafa verið á móti því. Spurningin er því sú; hvað verður um efasemdarraddirnar nú ef áfengi verður hleypt í búðir?
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun