Hælisumsóknir er varða börn – áskorun til alþingismanna Prestar Þjóðkirkjunnar skrifar 8. júní 2016 07:00 Ágætu alþingismenn. Eins og við sjáum og heyrum í fréttum þessa daga, er mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd vísað úr landi. Oft er um að ræða fjölskyldur með börn sem hafa myndað hér félagsleg tengsl á meðan á meðferð umsóknar þeirra stóð. Sum börnin eru jafnvel veik. Oft eru aðstæður óviðunandi sem þau búa við á meðan á meðferð mála þeirra stendur. Dæmi eru um einstæða foreldra með tvö eða fleiri börn sem þurfa að búa í einu herbergi á gistiheimili innan um eingöngu fullorðna, oft karlmenn. Mikið hefur verið rætt um slæmar aðstæður flóttafólks í Grikklandi og Ítalíu undanfarin ár í fréttum, en síðan síðasta haust eru aðstæður flóttafólks í Evrópu jafn óviðunandi í ríkjum eins og Ungverjarlandi, Búlgaríu, Slóveníu, Rúmeníu, og jafnvel í Frakklandi o.fl. Í þessum löndum er orðið algengt að fólk er neytt til þess að lifa á götunni og hefur enga tryggingu fyrir fæði eða skjóli. Slík staða er að sjálfsögðu óviðunandi og ómannúðleg fyrir alla, en sérstaklega þegar um börn, eldra fólk, sjúklinga og veikt fólk í viðkvæmri stöðu er að ræða. Óþarfi er að ræða um aðbúnað flóttafólks á Tyrklandi, þangað sem Evrópusambandið vísar nú flóttamönnum er komið hafa til Grikklands. Ísland á aðild að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þeim sáttmála, þriðju grein, stendur: „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Því miður hefur verið brotalöm á því hér á landi, þar sem börnum er vísað af landi brott, út í óvissu þegar best lætur, en þangað sem ömurlegar aðstæður bíða þegar verst er. Við undirrituð, prestar Þjóðkirkjunnar sem öll höfum komið að málefnum hælisleitenda, viljum því hvetja til þess að Alþingi tryggi að farið verði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi þegar um hælisumsóknir er snerta börn er að ræða. Við hvetjum til að Alþingi leggi fram og samþykki tillögu þar að lútandi sem fyrst.Kristín Þórunn TómasdóttirMagnús Björn BjörnssonSigfús KristjánssonToshiki TomaÞórhallur Heimssonprestar ÞjóðkirkjunnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ágætu alþingismenn. Eins og við sjáum og heyrum í fréttum þessa daga, er mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd vísað úr landi. Oft er um að ræða fjölskyldur með börn sem hafa myndað hér félagsleg tengsl á meðan á meðferð umsóknar þeirra stóð. Sum börnin eru jafnvel veik. Oft eru aðstæður óviðunandi sem þau búa við á meðan á meðferð mála þeirra stendur. Dæmi eru um einstæða foreldra með tvö eða fleiri börn sem þurfa að búa í einu herbergi á gistiheimili innan um eingöngu fullorðna, oft karlmenn. Mikið hefur verið rætt um slæmar aðstæður flóttafólks í Grikklandi og Ítalíu undanfarin ár í fréttum, en síðan síðasta haust eru aðstæður flóttafólks í Evrópu jafn óviðunandi í ríkjum eins og Ungverjarlandi, Búlgaríu, Slóveníu, Rúmeníu, og jafnvel í Frakklandi o.fl. Í þessum löndum er orðið algengt að fólk er neytt til þess að lifa á götunni og hefur enga tryggingu fyrir fæði eða skjóli. Slík staða er að sjálfsögðu óviðunandi og ómannúðleg fyrir alla, en sérstaklega þegar um börn, eldra fólk, sjúklinga og veikt fólk í viðkvæmri stöðu er að ræða. Óþarfi er að ræða um aðbúnað flóttafólks á Tyrklandi, þangað sem Evrópusambandið vísar nú flóttamönnum er komið hafa til Grikklands. Ísland á aðild að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þeim sáttmála, þriðju grein, stendur: „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Því miður hefur verið brotalöm á því hér á landi, þar sem börnum er vísað af landi brott, út í óvissu þegar best lætur, en þangað sem ömurlegar aðstæður bíða þegar verst er. Við undirrituð, prestar Þjóðkirkjunnar sem öll höfum komið að málefnum hælisleitenda, viljum því hvetja til þess að Alþingi tryggi að farið verði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi þegar um hælisumsóknir er snerta börn er að ræða. Við hvetjum til að Alþingi leggi fram og samþykki tillögu þar að lútandi sem fyrst.Kristín Þórunn TómasdóttirMagnús Björn BjörnssonSigfús KristjánssonToshiki TomaÞórhallur Heimssonprestar ÞjóðkirkjunnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar