Hælisumsóknir er varða börn – áskorun til alþingismanna Prestar Þjóðkirkjunnar skrifar 8. júní 2016 07:00 Ágætu alþingismenn. Eins og við sjáum og heyrum í fréttum þessa daga, er mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd vísað úr landi. Oft er um að ræða fjölskyldur með börn sem hafa myndað hér félagsleg tengsl á meðan á meðferð umsóknar þeirra stóð. Sum börnin eru jafnvel veik. Oft eru aðstæður óviðunandi sem þau búa við á meðan á meðferð mála þeirra stendur. Dæmi eru um einstæða foreldra með tvö eða fleiri börn sem þurfa að búa í einu herbergi á gistiheimili innan um eingöngu fullorðna, oft karlmenn. Mikið hefur verið rætt um slæmar aðstæður flóttafólks í Grikklandi og Ítalíu undanfarin ár í fréttum, en síðan síðasta haust eru aðstæður flóttafólks í Evrópu jafn óviðunandi í ríkjum eins og Ungverjarlandi, Búlgaríu, Slóveníu, Rúmeníu, og jafnvel í Frakklandi o.fl. Í þessum löndum er orðið algengt að fólk er neytt til þess að lifa á götunni og hefur enga tryggingu fyrir fæði eða skjóli. Slík staða er að sjálfsögðu óviðunandi og ómannúðleg fyrir alla, en sérstaklega þegar um börn, eldra fólk, sjúklinga og veikt fólk í viðkvæmri stöðu er að ræða. Óþarfi er að ræða um aðbúnað flóttafólks á Tyrklandi, þangað sem Evrópusambandið vísar nú flóttamönnum er komið hafa til Grikklands. Ísland á aðild að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þeim sáttmála, þriðju grein, stendur: „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Því miður hefur verið brotalöm á því hér á landi, þar sem börnum er vísað af landi brott, út í óvissu þegar best lætur, en þangað sem ömurlegar aðstæður bíða þegar verst er. Við undirrituð, prestar Þjóðkirkjunnar sem öll höfum komið að málefnum hælisleitenda, viljum því hvetja til þess að Alþingi tryggi að farið verði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi þegar um hælisumsóknir er snerta börn er að ræða. Við hvetjum til að Alþingi leggi fram og samþykki tillögu þar að lútandi sem fyrst.Kristín Þórunn TómasdóttirMagnús Björn BjörnssonSigfús KristjánssonToshiki TomaÞórhallur Heimssonprestar ÞjóðkirkjunnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Sjá meira
Ágætu alþingismenn. Eins og við sjáum og heyrum í fréttum þessa daga, er mörgum umsækjendum um alþjóðlega vernd vísað úr landi. Oft er um að ræða fjölskyldur með börn sem hafa myndað hér félagsleg tengsl á meðan á meðferð umsóknar þeirra stóð. Sum börnin eru jafnvel veik. Oft eru aðstæður óviðunandi sem þau búa við á meðan á meðferð mála þeirra stendur. Dæmi eru um einstæða foreldra með tvö eða fleiri börn sem þurfa að búa í einu herbergi á gistiheimili innan um eingöngu fullorðna, oft karlmenn. Mikið hefur verið rætt um slæmar aðstæður flóttafólks í Grikklandi og Ítalíu undanfarin ár í fréttum, en síðan síðasta haust eru aðstæður flóttafólks í Evrópu jafn óviðunandi í ríkjum eins og Ungverjarlandi, Búlgaríu, Slóveníu, Rúmeníu, og jafnvel í Frakklandi o.fl. Í þessum löndum er orðið algengt að fólk er neytt til þess að lifa á götunni og hefur enga tryggingu fyrir fæði eða skjóli. Slík staða er að sjálfsögðu óviðunandi og ómannúðleg fyrir alla, en sérstaklega þegar um börn, eldra fólk, sjúklinga og veikt fólk í viðkvæmri stöðu er að ræða. Óþarfi er að ræða um aðbúnað flóttafólks á Tyrklandi, þangað sem Evrópusambandið vísar nú flóttamönnum er komið hafa til Grikklands. Ísland á aðild að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í þeim sáttmála, þriðju grein, stendur: „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Því miður hefur verið brotalöm á því hér á landi, þar sem börnum er vísað af landi brott, út í óvissu þegar best lætur, en þangað sem ömurlegar aðstæður bíða þegar verst er. Við undirrituð, prestar Þjóðkirkjunnar sem öll höfum komið að málefnum hælisleitenda, viljum því hvetja til þess að Alþingi tryggi að farið verði eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hér á landi þegar um hælisumsóknir er snerta börn er að ræða. Við hvetjum til að Alþingi leggi fram og samþykki tillögu þar að lútandi sem fyrst.Kristín Þórunn TómasdóttirMagnús Björn BjörnssonSigfús KristjánssonToshiki TomaÞórhallur Heimssonprestar ÞjóðkirkjunnarÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar