Leiðarahöfundur Morgunblaðsins lítt hrifinn af söguskoðun Guðna um Icesave Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2016 11:21 Forsetaframbjóðendurnir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, og Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins. Vísir/Anton Brink Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. Í greininni fjallaði Guðni, sem þá var sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, um Ólaf Ragnar Grímsson forseta en vika var í forsetakosningar þegar greinin birtist. Ólafur Ragnar bar sigur úr býtum í þeim kosningum en í leiðaranum í dag eru skrif Guðna í Fréttablaðinu gagnrýnd: „Guðna var bersýnilega ósárt um að Ólafi gengi illa í þeim kosningum sem þá stóðu fyrir dyrum og lauk greininni til dæmis á þessum mátulega notalegu orðum: „Við rannsóknir mínar á sögu síðustu áratuga hef ég leitað í smiðju Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann hefur reynst vingjarnlegur, fróður og ráðagóður, jafnvel víðsýnn og launfyndinn. En snúist sagan um hagsmuni hans sjálfs verða hamskipti.“” Samkvæmt skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar nú á Guðni sigurinn vísan. Í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar, sem er einmitt birt í Morgunblaðinu í dag, mælist hann með 55 prósent fylgi. Einn af meðframbjóðendum Guðna er ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson. Leiðari blaðsins í dag er, líkt og endranær, nafnlaus en Davíð er í sumarleyfi frá störfum sínum á blaðinu á meðan hann sinnir framboðinu.Skrif Guðna um Icesave sérstaklega athyglisverð Hinn ritstjóri blaðsins er Haraldur Johannesson og þá er Karl Blöndal aðstoðarritstjóri. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins gagnrýnir Guðna en fyrr í mánuðinum var honum líkt við Donald Trump og sakaður um að ráðast á blaðið í fyrirlestri sem hann hélt í Háskóla Íslands. Í leiðaranum í dag segir að skrif Guðna um Icesave í umræddri grein séu sérstaklega athyglisverð. Þá hafi þau áður orðið umfjöllunarefni á opinberum vettvangi þar sem Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hafi ekki viljað „láta rangfærslunum um Iceasave ósvarað.“Er síðan vitnað orðrétt í fjögurra ára gamla bloggfærslu Ögmundar sem bar yfirskriftina „Lítil fræði í sagnfræði Guðna:“ „Ekki þykja mér skrif Guðna endurspegla skilning á [Icesave-málinu]. Fjarri lagi. Hann segir: „Línur í Icesave-deilunni hafa ætíð markast af því hvort menn sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu. Sjálfskipaðir sigurvegarar munu reyna að skrá söguna og eru reyndar byrjaðir á því. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu þegar upp er staðið. Til þess eru staðreyndirnar of skýrar. Þetta á líka við um forsetann. Valdhöfum í Lundúnum og Haag má hann þakka fyrir að hafa losnað úr Icesave-snörunni. Þeir neituðu að samþykkja fyrirvara Alþingis og því þurfti að semja upp á nýtt.“„Þeim sem hafa áhuga á sögu íslensku þjóðarinnar getur þó ekki verið sama um Icesave“ Skemmst er frá því að segja að leiðarahöfundur Morgunblaðsins er lítt hrifinn af þessari söguskoðun Guðna, líkt og Ögmundur, enda vitnar hann áfram í blogg þingmannsins: „Í fyrsta lagi er það rangt að afstaða til Icesave samninganna hafi alltaf farið eftir flokkspólitískum línum. Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði voru á Icesave-tímanum nokkrir þingmenn andvígir samningunum og einn ráðherra sagði af sér embætti af þessum sökum. Þetta er söguleg staðreynd sem ekki verður horft framhjá. Allra síst af hálfu sagnfræðings. Í öðru lagi endurspeglar það mikið skilningsleysi á málinu að tala um að Bretar og Hollendingar hafi skorið forsetann niður úr „Icesave-snörunni“ með því að samþykkja ekki fyrivara Alþingis sem settir voru eftir miklar deilur á þingi í sumarlok 2009. Á hvern hátt var forsetinn skorinn niður úr „Icesave-snörunni“? Það skyldi þó aldrei hafa verið þjóðin sem losaði úr snörunni Alþingi og þær ríkisstjórnir sem setið höfðu frá hausti 2008, beittar ítrekuðum þvingunum af Bretum, Hollendingum, Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar liggja skýrar staðreyndir á borðinu.“ Í lok leiðarans segir svo að þrátt fyrir að margir séu orðnir þreyttir á umræðunni um Icesave þá geti þeim sem hafa áhuga á sögunni ekki verið sama um Icesave: „Ýmsir segjast orðnir þreyttir á umræðum um Icesave, enda tóku þær mikið rúm og reyndu mjög á fyrir nokkrum árum. Þeir segjast sem minnst vilja um málið heyra. Þeim sem hafa áhuga á sögu íslensku þjóðarinnar getur þó ekki verið sama um Icesave. Til þess er málið of stórt í sniðum, ekki síst ef forseti Íslands og forsetakosningar eru annars vegar.“ Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með mest fylgi meðal kjósenda en nokkrar breytingar má þó merkja í fylgiskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 13. júní 2016 07:38 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í leiðara Morgunblaðsins í dag sem ber yfirskriftina „Ekki fer öllum vel úr hendi að skrá sögu Icesave“ er grein Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings og forsetaframbjóðanda í Fréttablaðinu þann 23. júní 2012 gerð að umtalsefni. Í greininni fjallaði Guðni, sem þá var sjálfstætt starfandi sagnfræðingur, um Ólaf Ragnar Grímsson forseta en vika var í forsetakosningar þegar greinin birtist. Ólafur Ragnar bar sigur úr býtum í þeim kosningum en í leiðaranum í dag eru skrif Guðna í Fréttablaðinu gagnrýnd: „Guðna var bersýnilega ósárt um að Ólafi gengi illa í þeim kosningum sem þá stóðu fyrir dyrum og lauk greininni til dæmis á þessum mátulega notalegu orðum: „Við rannsóknir mínar á sögu síðustu áratuga hef ég leitað í smiðju Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann hefur reynst vingjarnlegur, fróður og ráðagóður, jafnvel víðsýnn og launfyndinn. En snúist sagan um hagsmuni hans sjálfs verða hamskipti.“” Samkvæmt skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar nú á Guðni sigurinn vísan. Í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar, sem er einmitt birt í Morgunblaðinu í dag, mælist hann með 55 prósent fylgi. Einn af meðframbjóðendum Guðna er ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson. Leiðari blaðsins í dag er, líkt og endranær, nafnlaus en Davíð er í sumarleyfi frá störfum sínum á blaðinu á meðan hann sinnir framboðinu.Skrif Guðna um Icesave sérstaklega athyglisverð Hinn ritstjóri blaðsins er Haraldur Johannesson og þá er Karl Blöndal aðstoðarritstjóri. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem leiðarahöfundur Morgunblaðsins gagnrýnir Guðna en fyrr í mánuðinum var honum líkt við Donald Trump og sakaður um að ráðast á blaðið í fyrirlestri sem hann hélt í Háskóla Íslands. Í leiðaranum í dag segir að skrif Guðna um Icesave í umræddri grein séu sérstaklega athyglisverð. Þá hafi þau áður orðið umfjöllunarefni á opinberum vettvangi þar sem Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hafi ekki viljað „láta rangfærslunum um Iceasave ósvarað.“Er síðan vitnað orðrétt í fjögurra ára gamla bloggfærslu Ögmundar sem bar yfirskriftina „Lítil fræði í sagnfræði Guðna:“ „Ekki þykja mér skrif Guðna endurspegla skilning á [Icesave-málinu]. Fjarri lagi. Hann segir: „Línur í Icesave-deilunni hafa ætíð markast af því hvort menn sitja í stjórn eða stjórnarandstöðu. Sjálfskipaðir sigurvegarar munu reyna að skrá söguna og eru reyndar byrjaðir á því. En þeim verður ekki kápan úr því klæðinu þegar upp er staðið. Til þess eru staðreyndirnar of skýrar. Þetta á líka við um forsetann. Valdhöfum í Lundúnum og Haag má hann þakka fyrir að hafa losnað úr Icesave-snörunni. Þeir neituðu að samþykkja fyrirvara Alþingis og því þurfti að semja upp á nýtt.“„Þeim sem hafa áhuga á sögu íslensku þjóðarinnar getur þó ekki verið sama um Icesave“ Skemmst er frá því að segja að leiðarahöfundur Morgunblaðsins er lítt hrifinn af þessari söguskoðun Guðna, líkt og Ögmundur, enda vitnar hann áfram í blogg þingmannsins: „Í fyrsta lagi er það rangt að afstaða til Icesave samninganna hafi alltaf farið eftir flokkspólitískum línum. Í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði voru á Icesave-tímanum nokkrir þingmenn andvígir samningunum og einn ráðherra sagði af sér embætti af þessum sökum. Þetta er söguleg staðreynd sem ekki verður horft framhjá. Allra síst af hálfu sagnfræðings. Í öðru lagi endurspeglar það mikið skilningsleysi á málinu að tala um að Bretar og Hollendingar hafi skorið forsetann niður úr „Icesave-snörunni“ með því að samþykkja ekki fyrivara Alþingis sem settir voru eftir miklar deilur á þingi í sumarlok 2009. Á hvern hátt var forsetinn skorinn niður úr „Icesave-snörunni“? Það skyldi þó aldrei hafa verið þjóðin sem losaði úr snörunni Alþingi og þær ríkisstjórnir sem setið höfðu frá hausti 2008, beittar ítrekuðum þvingunum af Bretum, Hollendingum, Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þar liggja skýrar staðreyndir á borðinu.“ Í lok leiðarans segir svo að þrátt fyrir að margir séu orðnir þreyttir á umræðunni um Icesave þá geti þeim sem hafa áhuga á sögunni ekki verið sama um Icesave: „Ýmsir segjast orðnir þreyttir á umræðum um Icesave, enda tóku þær mikið rúm og reyndu mjög á fyrir nokkrum árum. Þeir segjast sem minnst vilja um málið heyra. Þeim sem hafa áhuga á sögu íslensku þjóðarinnar getur þó ekki verið sama um Icesave. Til þess er málið of stórt í sniðum, ekki síst ef forseti Íslands og forsetakosningar eru annars vegar.“
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með mest fylgi meðal kjósenda en nokkrar breytingar má þó merkja í fylgiskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 13. júní 2016 07:38 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Halla mælist með meira fylgi en Andri Snær Guðni Th. Jóhannesson mælist enn með mest fylgi meðal kjósenda en nokkrar breytingar má þó merkja í fylgiskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. 13. júní 2016 07:38